Færslur fyrir desember, 2021

Laugardagur 18.12 2021 - 09:47

Málfrelsi og samfélagsmiðlar

Á ráðstefnu evrópskra íhalds- og umbótaflokka um netfrelsi í Róm 10.–12. desember rifjaði ég upp rökin fyrir mál- og hugsunarfrelsi. Bönnuð skoðun gæti verið rétt, og þá missir mannkynið mikils. Hún gæti verið röng, en þá er mönnum hollt að spreyta sig á því að hrekja hana. Og bönnuð skoðun gæti verið að sumu leyti […]

Laugardagur 11.12 2021 - 09:46

Eðlisréttur og vildarréttur

Í Úlfljóti 2007 birti Sigurður Líndal lagaprófessor 80 bls. ritgerð, í rauninni litla bók, um stjórnspeki Snorra Sturlusonar, eins og hún birtist í Heimskringlu, og hefur þessi merkilega ritsmíð ekki hlotið þá athygli, sem hún á skilið. Sigurður greinir þar á milli tveggja hugmynda um lög og rétt: að hann sé eðlisréttur (natural law) eða […]

Laugardagur 04.12 2021 - 09:45

Hver var Snorri?

Ég tók þátt í skemmtilegri málstofu Miðaldastofu í Háskóla Íslands 2. desember um Snorra Sturluson. Þar skýrði ég, hvers vegna ég skipaði Snorra fremst í nýlega bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, ásamt heilögum Tómasi Akvínas. Ástæðan er sú, að þeir komu báðir orðum að kenningum, sem John Locke kerfisbatt síðar, þegar hann […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir