Laugardagur 11.12.2021 - 09:46 - Rita ummæli

Eðlisréttur og vildarréttur

Í Úlfljóti 2007 birti Sigurður Líndal lagaprófessor 80 bls. ritgerð, í rauninni litla bók, um stjórnspeki Snorra Sturlusonar, eins og hún birtist í Heimskringlu, og hefur þessi merkilega ritsmíð ekki hlotið þá athygli, sem hún á skilið. Sigurður greinir þar á milli tveggja hugmynda um lög og rétt: að hann sé eðlisréttur (natural law) eða vildarréttur (legal positivism). Samkvæmt eðlisrétti eru lögin til ofar valdhöfum og óháð þeim. Heilagur Tómas Akvínas fann uppsprettu eðlisréttarins í mannlegri skynsemi, en Snorri Sturluson í venjum og fordæmi, hinum góðu, gömlu lögum, eins og það er stundum orðað.

Samkvæmt vildarrétti eru lögin hins vegar sett af valdhöfum og til marks um vilja þeirra. Á norðlægum slóðum kom vildarréttur til sögu, þegar ríkisvald efldist á miðöldum. Löggjafinn átti þá að vera konungurinn, einvaldurinn. Þessar tvær hugmyndir um lög og rétt rákust eftirminnilega á, þegar norskur sendimaður, Loðinn Leppur, reiddist því mjög á Alþingi 1281, „að búkarlar gerðu sig svo digra, að þeir huguðu að skipa lögum í landi, þeim sem kóngur einn saman átti að ráða“. Í lýðræðisríkjum nútímans er litið svo á, að lýðurinn sé löggjafinn, þótt í reynd fari kjörnir fulltrúar hans með löggjafarvaldið. En Sigurður benti á, að jafnbrýnt væri að setja löggjafanum skorður, þótt að baki hans stæði meiri hluti í kosningum, og að fornu, þegar hann ríkti sem konungur af Guðs náð.

Kenningin um stjórnarskrárbundið lýðræði hvílir í raun á hugmyndinni um eðlisrétt. Hún er, að til séu almenn sannindi eða lögmál, sem þurfi að vera óhult fyrir lýðræðinu, vildarréttinum, ef svo má segja, svo sem friðhelgi eignarréttarins, atvinnufrelsi, bann við ritskoðun og bann við skattheimtu án lagaheimildar. Þessi almennu sannindi geyma í sér reynsluvit kynslóðanna.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. desember 2021.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir