Laugardagur 08.07.2023 - 14:06 - Rita ummæli

Óhappamenn frekar en friðflytjendur

Al Gore þakker sér netið, eins og alræmt er, og nú fer Ólafur Ragnar Grímsson ískyggilega nálægt því að eigna sér frið í heiminum. Sagði hann í viðtali við Sjónvarpið 14. maí, að frumkvæði sex þjóðarleiðtoga árið 1984, sem hann kom að, þótt hann væri ekki einn leiðtoganna, hefði mjög stuðlað að friði. Þetta er fjarri lagi. Kalda stríðinu lauk með fullum sigri Vesturveldanna af tveimur ástæðum.

Hin fyrri var sú, sem austurríski hagfræðingurinn Ludwig von Mises hafði þegar sagt fyrir um á hagfræðingafundi í Vín í janúar 1920: Í miðstýrðu hagkerfi er miklu erfiðara að nýta sérþekkingu einstaklinganna en í dreifstýrðu, og þegar til lengdar lætur, dregst það þess vegna aftur úr. Seinni ástæðan var sú, að um 1980 stigu fram tveir öflugir leiðtogar lýðræðisríkja, þau Margrét Thatcher og Ronald Reagan. Þau efldu svo varnir Vesturlanda, að Kremlverjar sáu sitt óvænna og gáfust í raun upp. Kommúnisminn hrundi, ekki með braki, heldur snökti.

Aldrei kom neitt annað frá málvinum Ólafs Ragnars sex en frómar yfirlýsingar, og raunar voru sumir þeirra óhappamenn eins og Raúl Alfonsin í Argentínu, Julius Nyerere í Tansaníu, Olof Palme í Svíþjóð og Rajiv Gandhi á Indlandi. Argentína, sem verið hafði eitt ríkasta land heims um aldamótin 1900, var löngum á tuttugustu öld undir stjórn óábyrgra lýðskrumara, sem kunnu það ráð eitt að herða á seðlaprentun. Tansanía þáði meiri þróunaraðstoð en flest önnur ríki, en varð skýrt dæmi um aðstoð án þróunar, á meðan Hong Kong varð jafnskýrt dæmi um þróun án aðstoðar. Ríkisafskipti jukust svo í Svíþjóð undir forystu Palmes, að öll nýsköpun hvarf, og urðu Svíar að breyta um stefnu í lok níunda áratugar. Hagvöxtur á Indlandi tók ekki við sér, fyrr en eftir að Indverjar sneru frá áætlunarbúskap og ofstýringu Nehru- og Gandhi-fjölskyldunnar, sem fylgt hafði verið illu heilli frá 1947 til 1991.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. maí 2023.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir