Þessi ræða er ekkert annað en lýðskrum. Ég skal reyna að skýra í örstuttu máli, hvers vegna kvótakerfið er í senn réttlátt, arðbært og sjálfbært. Fiskihagfræðin og raunar auðlindahagfræði almennt kennir okkur, að ótakmarkaður (ókeypis) aðgangur að takmarkaðri auðlind hefur í för með sér ofnýtingu hennar. Á einhvern hátt varð að takmarka aðgang að fiskistofnunum á Íslandsmiðum, […]
Fyrsta kauphöll heims, sem enn starfar, var stofnuð í Amsterdam árið 1602. Hún hafði lengi aðsetur í reisulegu húsi við Oudebrugsteeg (Gömlubrúarstíg), og þar flutti ég fyrirlestur 20. apríl 2023 í fallegum fundarsal stjórnar kauphallarinnar. Átti það vel við, því að ég varði þar kapítalismann fyrir rökum jöfnunarsinna. Fremstur þeirra fræðilega var bandaríski heimspekingurinn John […]
Það var ekki ónýtt að feta í fótspor þjóðsagnahetjunnar Sæmundar fróða í Svartaskóla, Sorbonne, í París, nema hvað þar flutti ég fyrirlestur 19. apríl 2023, en var ekki aðeins að afla fróðleiks eins og Sæmundur forðum. Fyrirlestur minn hafði meðal annars að geyma gagnrýni á kenningar franska hagfræðingsins Tómasar Pikettys, átrúnaðargoðs vinstri manna. Piketty hefur ekki […]
Í málstofu í Lundúnum 18. apríl var mér falið að ræða um hlutverk frumkvöðla á frjálsum markaði. Þegar Karl Marx skipti á nítjándu öld fólki í tvær stéttir, borgara og öreiga, horfði hann fram hjá þeim, sem lifa af að selja þekkingu sína, kunnáttu og hugvit frekar en hrátt vöðvaafl, svo sem rafvirkjum, tölvunarfræðingum, læknum […]
Hið forna heiti borgarinnar Bristol í Englandi var Brycgstow, sem merkir Brúarstæði. Hún kemur nokkuð við sögu Íslendinga á fimmtándu öld, þegar Englendingar, ekki síst frá Bristol, stunduðu fiskveiðar og verslun við Íslandsstrendur. Árið 1484 voru 48 Íslendingar skráðir í borginni, og nokkrir kaupmenn þar versluðu jöfnum höndum við Ísland og Portúgal. Þessi fjöruga verslun […]
Næststærsta borg Portúgals, sem Fjölnismenn kölluðu Hafnarland, er Porto, Höfn. Miðbærinn við sjóinn er fallegur og notalegur. Hér var ég beðinn að segja nokkur orð 15. apríl um æskilegustu þróun Evrópusambandsins. Ég kvað stofnun þess hafa verið af hinu góðu. Frakkar og Þjóðverjar smíðuðu plóga úr sverðum og eins auðvelt varð að fara yfir landamæri […]
Hér hef ég tvisvar vikið að því, þegar fulltrúi Svía í friðarsamningum við Dani í Kíl í janúar 1814, Wetterstedt barón, virtist hafa trúa því, sem danski fulltrúinn, Edmund Bourke, sagði honum, að Grænland, Ísland og Færeyjar hefðu aldrei tilheyrt Noregi. Þessar Atlantshafseyjar hefðu þess vegna verið undanskildar, þegar Danir létu Noreg af hendi við […]
Á ráðstefnu evrópskra íhaldsflokka í Split í Króatíu 31. mars og 1. apríl flutti ég fyrirlestur um frjálslynda íhaldsstefnu í Evrópu. Ég velti því þar fyrir mér, hvenær Evrópa hefði orðið til í sögulegum skilningi. Það hefði aðallega gerst í tveimur áföngum: árið 732, þegar Karl Martel hratt árás Serkja við Tours í Suður-Frakklandi, og […]
Á nítjándu öld minnkaði Danmörk niður í lítið þjóðríki, eftir að Danakonungur hafði misst konungsríkið Noreg, sem Svíar fengu árið 1814, og hertogadæmin Slésvík og Holtsetaland, sem Þjóðverjar lögðu undir sig árið 1864. Danir brugðust við með því að efla með sér þjóðarvitund undir sterkum áhrifum frá sálmaskáldinu og skólamanninum Nikolaj F. S. Grundtvig, sem […]
Anthony D. Smith, sem var sérfræðingur um þjóðernismál, skilgreindi þjóð sem heild með eigið nafn og afmarkað landsvæði, þar sem íbúar deila arfleifð minninga, goðsagna, tákna, verðmæta og hefða, halda uppi sérstakri menningu og fara eftir sömu lögum og venjum. Samkvæmt því voru Íslendingar þegar á þjóðveldisöld sérstök þjóð. Smith sagði einnig, þegar um þjóðlega […]
Nýlegar athugasemdir