Nú er komið í ljós, að það var ekki Ísraelsher, sem réðst á Al-Ahli sjúkrahúsið í Gaza 17. október 2023, heldur hafði ein af eldflaugunum, sem hryðjuverkasamtökin Jihad skutu á Ísrael, bilað, fallið niður á bílastæði við hlið sjúkrahússins og sprungið. Talið er, að um 50 manns hafi látist, en ekki 500, eins og Palestínumenn […]
Heimspekingar hafa mjög velt fyrir sér merkingu orðsins „þjóð“. Minn gamli lærifaðir Karl R. Popper hafnaði þjóðernisstefnu með öllu, taldi hana ættbálkahugsun endurborna. Hann kvað ekkert dæmi til um raunverulega þjóð, nema ef vera skyldi Íslendinga, en þeir sæju þó ekki sjálfir um varnir sínar. Sir Isaiah Berlin hélt því fram, að þjóðarvitund yrði oftast […]
Einn kunnasti auðlindahagfræðingur heims, bandaríski prófessorinn Gary Libecap, flytur föstudaginn 20. október fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands klukkan fjögur um fiskveiðar frá hagfræðilegu sjónarmiði, hagkvæmustu nýtingu fiskistofna og eðlilegustu sjónarmið við úthlutun aflaheimilda í fiskveiðum. Er ekki að efa, að lestur hans verður forvitnilegur, en hann hefur skrifað margt um svokallaða afareglu (grandfathering) við úthlutun […]
Árin milli stríða skiptust ríki heims í þau, sem vildu losna við Gyðinga, og hin, sem neituðu að taka á móti þeim. Þetta sýndi Gyðingum fram á það í eitt skipti fyrir öll, að síonisminn ætti við rök að styðjast. Gyðingar yrðu að sjá um sig sjálfir, búa í eigin landi, en reiða sig ekki […]
Tveir Íslendingar voru drepnir í Kaupmannahöfn, eftir að þýska hernámsliðið í Danmörku gafst upp 5. maí 1945, rithöfundurinn Guðmundur Kamban, sem margt hefur verið skrifað um, og sautján ára drengur, Karl Jón Hallsson. Er sagt frá drápi Karls Jóns í Berlínarblús eftir Ásgeir Guðmundsson. Faðir hans, Gunnar Hallsson, útgerðarmaður í Esbjerg, og bróðir hans, Björn, […]
Nýlegar athugasemdir