Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, undirritaði ásamt 345 öðrum starfsmönnum Háskóla Íslands yfirlýsingu 13. nóvember 2023, þar sem lýst var andstöðu við „nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu og þjóðarmorð“ Ísraels í tilefni þess, að Ísraelsher fór eftir árás Hamas liða á Ísrael 7. október inn á Gasa svæðið til að stöðva hryðjuverk samtakanna. Ekki var í yfirlýsingunni […]
Hér hef ég bent á þá stefnu Snorra Sturlusonar, að Íslendingar ættu að vera vinir annarra þjóða, en ekki þegnar, og kemur hún gleggst fram í ræðu Einars Þveræings, sem Snorri samdi auðvitað sjálfur. Ég hef líka varpað fram þeirri tilgátu, að sagan af Haraldi blátönn og landvættunum fjórum hafi verið dæmisaga, sem hinn gætni […]
Í leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, heldur Capulet gamli dansleik, en þegar hann sér jafnaldra sinn einn taka þátt í dansinum, bandar hann honum frá og segir: „Við erum báðir vaxnir upp úr dansi!“ Þótt ég hafi orðið sjötíu og eins árs í febrúar á þessu ári, get ég ekki sagt, að ég sé vaxinn […]
Hegel sagði í inngangi að Söguspeki sinni, að þjóðir hefðu aldrei lært neitt af sögunni. Sennilega er eitthvað til í þessu. Íslendingar hyggjast nú taka við um 100 hælisleitendum frá Palestínu. Þetta er sami fjöldi og önnur Norðurlönd ætla að taka við til samans (en því til viðbótar taka þau auðvitað við eigin ríkisborgurum). En […]
Nýlega kvartaði dr. Gylfi Zoëga undan því í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti aðallega við mig. Í skrifum sínum gerir dr. Gylfi mikið úr varnaðarorðum prófessors Roberts Z. Alibers um bankana vorið 2007. Aliber er þó ekki óskeikull. Hann spáði því í ársbyrjun 2010, að […]
Nýlega sagði dr. Gylfi Zoëga í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti við mig, en ég hef sett fram þá skoðun, að bankahrunið hafi verið „svartur svanur“, óvæntur atburður, sem aðeins sé fyrirsjáanlegur eftir á. En auðvitað er það rétt, sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar […]
Nýlega sagði dr. Gylfi Zoëga í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu íslenska bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti við mig, þótt ég sé ekki að reyna að endurskrifa söguna, heldur hafa það, sem sannara reynist. Hér skal ég benda á fjórar mikilvægar staðreyndir um bankahrunið, sem ég hef bent á, en […]
Í nýlegri grein í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, kveður dr. Gylfa Zoëga marga reyna að endurrita sögu bankahrunsins. Með þessum „mörgu“ á hann við mig. En málið snýst ekki um að endurrita neina sögu, heldur hafa það, sem sannara reynist. Gylfi styðst við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu. Á henni eru margir annmarkar. Einn er, að […]
Dr. Gylfi Zoëga prófessor birti nýlega grein um bankahrunið í málgagni íslenskra vinstriöfgamanna, Heimildinni. Þar segir hann marga hafa reynt að skrifa söguna upp á nýtt. Þeir haldi því fram, að hið sama hafi gerst erlendis og hér á landi, að Bretar og Hollendingar hafi komið illa fram við okkur og að innlend stjórnvöld hafi […]
Árið 2023 fór ég víða og hlustaði á marga fyrirlestra. Tveir voru fróðlegastir. Prófessor David D. Friedman, sem lauk doktorsprófi í eðlisfræði, en hefur löngum starfað sem hagfræðiprófessor, talaði á ráðstefnu í Lissabon í apríl. Hann miðar rökræðunnar vegna við spálíkön milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun jarðar, en reynir að bera saman kostnað og ábata af […]
Nýlegar athugasemdir