Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. júlí 2020 færslu á Snjáldru, Facebook, um nýlegt myndband frá Knattspyrnusambandi Íslands: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að […]
Almannaveitur upplýsinga, eins og óhætt er að kalla Facebook, Twitter og Amazon, eru teknar upp á því ritskoða fólk, vegna þess að það er talið hafa fráleitar eða ógeðfelldar skoðanir, þótt ekki sé að vísu alltaf full samkvæmni í þeirri ritskoðun. Full ástæða er til að spyrna hér við fótum. Frelsið er líka frelsi til […]
Í Aldarsögu Háskóla Íslands er kafli eftir Guðmund Hálfdanarson prófessor um dósentsmálið 1937. Ráðherra skipaði Sigurð Einarsson dósent í guðfræði, þótt dómnefnd hefði mælt með öðrum. Hafði ráðherrann sent einum virtasta guðfræðingi Norðurlanda úrlausnir allra umsækjenda og sá talið Sigurð bera af og raunar einan hæfan. Kveður Guðmundur ekkert benda til, að sérfræðingurinn hafi vitað, […]
Adam Smith taldi þrælahald óhagkvæmt með þeim einföldu rökum, að þræll væri miklu meira virði sem frjáls maður, því að þá hefði hann hag af því að finna og þroska hæfileika sína í stað þess að leyna þeim fyrir eiganda sínum. Þetta vissi Snorri Sturluson líka og færði í letur söguna af Erlingi Skjálgssyni, sem […]
Þegar Skúli Magnússon var búðardrengur hjá einokunarkaupmanninum danska og mældi út vöru, kallaði kaupmaður jafnan: Mældu rétt, strákur! Hann átti við hið öfuga, að Skúli skyldi halla á viðskiptavinina, ekki mæla rétt. Þeir, sem nota vildarorð í umræðum, fara að ráði danska kaupmannsins. Þeir útvega sér forgjöf. Þeir neita að mæla rétt. Þeir reyna að […]
Í frjálsum löndum leyfist okkur að hafa skoðanir, en rökfræðin bannar okkur þó að lenda í mótsögn við okkur sjálf. Þriðji frumburður móður er ekki til, aðeins frumburðurinn eða þriðja barnið. Á Íslandi eru þrjár mótsagnir algengar í stjórnmálaumræðum. 1. Sumir segjast vera jafnaðarmenn, en berjast gegn tekjuskerðingu bóta, til dæmis barnabóta eða ellilífeyris frá […]
Þegar menn keppast við að leggja á ráðin um aukin ríkisútgjöld, að því er virðist umhugsunarlaust, er ekki úr vegi að rifja upp frægan fyrirlestur, sem bandaríski félagsfræðingurinn William Graham Sumner hélt í febrúar 1883 um „gleymda manninn“. Sumner bendir þar á, hversu hlutdræg athyglisgáfa okkar er. Hið nýja og óvænta er fréttnæmt, annað ekki. […]
Allt frá árinu 1024 hefur mátt skipta Íslendingum í Þveræinga og Nefjólfssyni. Þetta ár sendi Ólafur digri Noregskonungur íslenskan hirðmann sinn, Þórarin Nefjólfsson, til landsins í því skyni að auka hér ítök sín. Mælti Þórarinn fagurlega um kosti konungs á Alþingi. Einar Þveræingur svaraði því til, að Ólafur digri kynni að vera kostum prýddur. Hitt […]
Svo virðist sem veirufaraldrinum sé hér að linna, þótt hann geisi enn víða erlendis. Hvað situr eftir? Ég hef áður leitt rök að því, að frelsisunnendur hljóta að sætta sig við þá skerðingu á frelsi, sem nauðsynleg er til að minnka smit. Frelsið er ekki frelsi til að bera smit, hvorki egypsku augnveikina haustið 1921 […]
Dagana 3.–6. apríl á þessu ári átti ég að sitja ráðstefnu APEE, Samtaka um einkaframtaksfræðslu, í Las Vegas. Ég ætlaði að hafa framsögu og stjórna umræðum á málstofu um norræna frjálshyggju. Í framsöguerindi mínu, sem var vegna veirufaraldursins í heiminum aldrei flutt, rifjaði ég upp, að margar stjórnmálahugmyndir frjálslyndra manna mætti greina í ritum Snorra […]
Nýlegar athugasemdir