Í snarpri gagnrýni á þjóðarhugtakið viðurkenndi ensk-austurríski heimspekingurinn Karl R. Popper, að líklega kæmust Íslendingar næst því allra heilda að kallast þjóð: Þeir töluðu sömu tungu, væru nær allir af sama uppruna og í sama trúfélagi, deildu einni sögu og byggju á afmörkuðu svæði. Því er ekki að furða, að þjóðerniskennd sé sterkari hér á […]
Þótt enskan sé auðug að orðum, enda samruni tveggja mála, engilsaxnesku og frönsku, á hún aðeins eitt og sama orðið, „pride“, um tvö hugtök, sem íslenskan hefur eins og vera ber um tvö orð, stolt og hroka. Þess vegna er sagt á ensku, að „pride“ sé ein af höfuðsyndunum sjö. Íslendingar myndu ekki segja það […]
Ég tók þátt í ráðstefnu Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, í Bakú í Aserbaídsjan 8.-9. júní 2018, og lék mér forvitni á að heimsækja landið, sem liggur við Kaspíahaf og er auðugt að olíu. Bersýnilega er einhverju af olíutekjunum varið í innviði, sem eru mjög nútímalegir. Þótt gamli borgarhlutinn í Bakú sé vel varðveittur, rísa […]
Eftir komuna til Íslands í júní 2018 getur kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson tekið sér í munn orð Sesars: Ég kom, sá og sigraði. Hann fyllti stóran samkomusal í Hörpu tvisvar, þótt aðgangseyrir væri hár, og bók hans rokselst, Tólf lífsreglur: Mótefni við glundroða, sem Almenna bókafélagið gaf út í tilefni heimsóknarinnar. Boðskapur Petersons er svipaður […]
Ísland er fámennt, hrjóstrugt lítið land á hjara veraldar. Líklega var fyrsta byggðin hér eins konar flóttamannabúðir, eftir að Haraldur hárfagri og aðrir ráðamenn hröktu sjóræningja út af Norðursjó. Engu að síður hafa Íslendingar í sinni ellefu hundruð ára sögu lagt skerf til heimsmenningarinnar og hann jafnvel fimmfaldan, eins og ég benti á í fyrirlestri […]
Á ráðstefnu Frelsisnetsins, Freedom Network, sem Atlas Foundation og fleiri aðilar efna til í Kaupmannahöfn 29.-30. maí 2018, kynni ég rit mitt, sem kom út hjá hugveitunni New Direction í Brussel árið 2016, The Nordic Models. Þar bendi ég á, að velgengni Norðurlanda er ekki vegna jafnaðarstefnu, heldur þrátt fyrir hana. Þessa velgengni má rekja […]
Á ráðstefnu Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, um umhverfismál í Brüssel fimmtudaginn 24. maí 2018 kynni ég nýútkomið rit mitt, Green Capitalism (Grænan kapítalisma), og mæli með hófsamlegri verndun og nýtingu náttúrugæða í stað skilyrðislausrar friðunar þeirra. Meðal annars lýsi ég áhrifunum af bók Rachel Carsons, Raddir vorsins þagna. Höfundurinn andmælti skordýraeitrinu DDT af svo […]
Í frægri smásögu lýsir George Orwell því þegar hann var lögregluþjónn í bresku nýlendunni Búrma og neyddist til að skjóta fíl sem hafði troðið niður bambuskofa, velt um sorpvagni og drepið mann. Birtist hún á íslensku í Rauðum pennum 1938 og í annarri þýðingu í greinasafninu Stjórnmálum og bókmenntum 2009. Sögumaður hugsar með sjálfum sér: […]
Það sýnir yfirborðslega söguþekkingu og grunnan heimspekilegan skilning, ef tvö hundruð ára afmælis Karls Marx í dag, 5. maí 2018, er minnst án þess að víkja að þeirri sérstöðu hans á meðal heimspekinga, að reynt var að framkvæma kenningar hans um alræði öreiganna og afnám einkaeignarréttar í hálfum heiminum með hræðilegum afleiðingum: Rösklega hundrað milljón […]
Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn flutti ég erindi um nýútkomið rit mitt, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir. Ein rannsóknin var á stjórnmálaafskiptum stalínistans Halldórs K. Laxness, beittasta penna alræðisstefnunnar á Íslandi. Ég sagði ýmsar sögur af Laxness, sem eru ekki á allra vitorði, til […]
Nýlegar athugasemdir