Út er komið eftir mig ritið Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir, og kynni ég það á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm.Fyrsta rannsóknin er á örlögum svissnesku gyðingakonunnar Elinor Lipper, en útdrættir úr metsölubók eftir hana um ellefu ára vist í þrælakistum Stalíns birtust […]
Eistlendingar héldu snemma á þessu ári upp á að 100 ár eru liðin frá því að þeir urðu fullvalda. En þeir voru svo óheppnir að næstu nágrannar þeirra eru Þjóðverjar og Rússar. Þýskar riddarareglur og rússneskir keisarar kúguðu þjóðina á víxl öldum saman og stundum í sameiningu. Hún var aðeins fullvalda til 1940 og síðan […]
Furðu sætir, að sumir blaðamenn, sem hafa valið sér það starf að semja texta, skuli ekki vanda sig betur. Enskan skín sums staðar í gegn, til dæmis þegar þeir skrifa, að einhverjir hafi tekið eigið líf, í stað þess að þeir hafi stytt sér aldur eða ráðið sér bana. Og þeir nota ekki umritunarreglur úr […]
Mánudaginn 2. apríl 2018 flyt ég erindi um íslenska bankahrunið á alþjóðlegri ráðstefnu APEE, Association of Private Enterprise Education, í Las Vegas í Nevada-ríki. Málstofan, sem ég sæki, er helguð peningum og bankamálum. Þar munu aðrir fyrirlesarar meðal annars ræða um, hvort afnema megi brotaforðakerfi (fractional reserves) banka til að koma í veg fyrir útþenslu […]
Nýlegar athugasemdir