Einn kunnasti auðlindahagfræðingur heims, bandaríski prófessorinn Gary Libecap, flytur föstudaginn 20. október fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands klukkan fjögur um fiskveiðar frá hagfræðilegu sjónarmiði, hagkvæmustu nýtingu fiskistofna og eðlilegustu sjónarmið við úthlutun aflaheimilda í fiskveiðum. Er ekki að efa, að lestur hans verður forvitnilegur, en hann hefur skrifað margt um svokallaða afareglu (grandfathering) við úthlutun […]
Árin milli stríða skiptust ríki heims í þau, sem vildu losna við Gyðinga, og hin, sem neituðu að taka á móti þeim. Þetta sýndi Gyðingum fram á það í eitt skipti fyrir öll, að síonisminn ætti við rök að styðjast. Gyðingar yrðu að sjá um sig sjálfir, búa í eigin landi, en reiða sig ekki […]
Tveir Íslendingar voru drepnir í Kaupmannahöfn, eftir að þýska hernámsliðið í Danmörku gafst upp 5. maí 1945, rithöfundurinn Guðmundur Kamban, sem margt hefur verið skrifað um, og sautján ára drengur, Karl Jón Hallsson. Er sagt frá drápi Karls Jóns í Berlínarblús eftir Ásgeir Guðmundsson. Faðir hans, Gunnar Hallsson, útgerðarmaður í Esbjerg, og bróðir hans, Björn, […]
Á dögunum birti Guðmundur Magnússon sagnfræðingur fróðlega grein í Morgunblaðinu um dráp íslenska skáldsins Guðmundar Kambans í Kaupmannahöfn vorið 1945. Er þar í fyrsta skipti upplýst um drápsmanninn. Hann var Egon Alfred Højland, sem hafði ungur gerst róttækur og barist með lýðveldishernum í spænska borgarastríðinu (sjá Aktuelt 18. júlí 1986). Síðan var Højland virkur í […]
Mistök stjórnmálamanna eru sjaldnast mælanleg: allt orkar tvímælis, þá er gert er. Ég hef þó rifjað upp tvenn mistök íslenskra stjórnmálamanna, þegar Valtýr Guðmundsson hélt árið 1901 til streitu úreltri hugmynd um ráðgjafa í Kaupmannahöfn, þótt ný stjórn í Danmörku vildi samþykkja ráðgjafa í Reykjavík, og þegar Svavar Gestsson samdi árið 2009 af sér um […]
Stjórnmálamenn geri sjaldan mælanleg mistök, því að venjulega má þræta um, hvað átt hefði að gera við einhverjar aðstæður. Þeir geta oftast bjargað sér með hliðarsögum eða eftiráskýringum. Ég hef þó í grúski mínu rekist á margvísleg mistök eða alvarlega dómgreindarbresti. Hér ætla ég að rifja upp tvö íslensk dæmi. Fyrsti dómgreindarbresturinn var strax eftir […]
Fæstir vita, að Norðurlandabúar hafa leyst ýmis mál friðsamlega, sem vafist hafa fyrir öðrum: 1. Friðsamlegur aðskilnaður. Grundtvig gamli orti, að þjóðin væri þeir, sem vildu vera þjóð. En hvað gerist, þegar einhver hópur vill ekki deila ríki með öðrum? Norðurlönd eiga svarið. Norðmenn og Svíar skildust að 1905, Finnar og Rússar 1917 og Íslendingar […]
Sjónvarpið sendi 31. ágúst 1984 út umræðuþátt með hinum heimskunna hagfræðingi Milton Friedman og þremur íslenskum vinstri mönnum, og er hann aðgengilegur á Youtube. Vinstri mennirnir gerðu sitt besta, en höfðu þó lítt roð við Friedman. Einn þeirra, Stefán Ólafsson félagsfræðingur, bryddaði upp á máli, sem ekki var síðan rætt í þaula, því að umræðurnar færðust […]
Einn merkasti Dani allra tíma var Nikolaj F. S. Grundtvig, prestur, sálmaskáld, fornfræðingur, þýðandi, skólamaður, stjórnmálakappi og þjóðmálafrömuður. Hann lagði líklega mest allra af mörkum við að skilgreina og jafnvel skapa danska þjóðarsál, en tvær göfugustu birtingarmyndir hennar voru, þegar öll danska þjóðin tók höndum saman árið 1943 um að bjarga dönskum Gyðingum undan hrammi […]
Norðurlandaþjóðir þurftu ekki að sækja frjálshyggju til annarra. Margar hugmyndir hennar voru rótgrónar á Norðurlöndum. Íslenski sagnritarinn Snorri Sturluson (1179–1241) lýsti því í Heimskringlu, hvernig Norðurlandaþjóðir leiddu eins og aðrar germanskar þjóðir mál til lykta á samkomum, og urðu konungar að beygja sig fyrir lögunum og samþykktum alþýðu. Ella voru þeir settir af. Snorri var […]
Nýlegar athugasemdir