Laugardagur 12.3.2022 - 09:59 - Rita ummæli

Rödd frá Úkraínu

Í nóvemberlok 1951 kom út á íslensku bókin Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsjenko, verkfræðing frá Úkraínu, sem leitað hafði hælis í Bandaríkjunum vorið 1944. Þar sagði höfundur meðal annars frá hungursneyðinni í Úkraínu á öndverðum fjórða áratug, hreinsunum Stalíns og þrælkunarbúðum ráðstjórnarinnar, en allt þetta hafði hann horft upp á.

Kommúnistar um allan heim hófu óðar áróðursherferð gegn Kravtsjenko, og höfðaði hann mál gegn frönsku kommúnistatímariti fyrir meiðyrði. Réttarhöldin, sem fóru fram í París á útmánuðum 1949, snerust upp í réttarhöld um stjórnarfarið í Ráðstjórnarríkjunum. Sendi ráðstjórnin fjölda manns til að bera vitni, þar á meðal fyrrverandi eiginkonu Kravtsjenkos, en sjálfur leiddi hann fram ýmis fórnarlömb Stalíns, þar á meðal Margarete Buber-Neumann, en hún var einn þeirra þýsku kommúnista, sem setið höfðu í fangabúðum Stalíns, uns hann afhenti þá Hitler eftir griðasáttmála einræðisherranna tveggja í ágúst 1939. Úrskurðuðu franskir dómstólar Kravtsjenko í vil, og mörgum áratugum síðar viðurkenndi ritstjóri kommúnistatímaritsins, að hann hefði haft rétt fyrir sér.

Lárus Jóhannesson alþingismaður þýddi bókina og gaf út, og luku þeir Hermann Jónasson, Ólafur Thors og Stefán Jóhann Stefánsson allir lofsorði á hana opinberlega. Þeir Brynjólfur Bjarnason og Magnús Kjartansson sögðu hins vegar, að hún væri leiðinleg, og Einar Bragi birti í Þjóðviljanum árás á höfundinn. En því fer raunar fjarri, að bókin sé leiðinleg. Hún er mjög læsileg og vel skrifuð, þótt hún sé átakanleg á köflum. Almenna bókafélagið gaf hana aftur út á Netinu 7. nóvember 2017 í tilefni hundrað ára afmælis bolsévíkabyltingarinnar með inngangi og skýringum eftir mig. Er hún þar aðgengileg öllum endurgjaldslaust.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 12. mars 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 5.3.2022 - 09:58 - Rita ummæli

Brovarí

Þorpið Brovarí nálægt Kænugarði er í fréttum þessa dagana vegna innrásar Pútíns og liðs hans í Úkraínu. Þetta þorp gegnir örlitlu hlutverki í íslenskri bókmenntasögu, því að Halldór Kiljan Laxness sagði í Gerska æfintýrinu frá för þangað. Hann skoðaði þar samyrkjubú, sem hét Íljíts í höfuðið á Vladímír Íljíts Lenín. Laxness kvað íbúana hafa verið hina ánægðustu. Skáldið heimsótti meðal annars átta manna fjölskyldu, sem bjó í fimm herbergja húsi.
Heimsóknir erlendra gesta til Brovarí á dögum Stalíns voru hins vegar ekkert annað en einn stór blekkingarleikur. Til er frásögn af því, þegar franski stjórnmálamaðurinn Eduard Herriot átti að heimsækja sama þorp fimm árum áður. Þá var roskinn kommúnisti látinn leika forstöðumann samyrkjubúsins. Allt þorpið var þrifið. Húsgögn voru tekin úr leikhúsi þorpsins og komið fyrir í samkomusal verkamanna. Gluggatjöld og borðdúkar voru sendir frá Kænugarði. Kálfum og svínum var slátrað og bjór útvegaður. Öll lík voru hirt upp af þjóðveginum og betlarar reknir burt.

Þorpsbúum var sagt, að taka ætti upp kvikmynd, og þeir, sem valdir voru til þátttöku, fengu nýjan fatnað frá Kænugarði, skó, sokka, föt, hatta og vasaklúta. Konurnar fengu nýja kjóla. Fólk var látið setjast til borðs, þegar von var á Herriot. Það fékk stóra kjötbita og bjór með. Það tók rösklega til matar síns, en þá var því fyrirskipað að snæða hægt. Síðan var hringt frá Kænugarði og sagt, að för Herriots í þorpið hefði verið aflýst. Fólkið var umsvifalaust rekið frá borðum og skipað að skila öllum fatnaði, nema hvað það mátti halda eftir sokkum og vasaklútum. Öllu hinu varð að skila í búðirnar í Kænugarði, sem höfðu lánað það.

Nú hefur þessi leikvöllur lyginnar breyst í vígvöll, því að Kremlverjar vilja ekki, að Úkraína gerist vestrænt ríki.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. mars 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 26.2.2022 - 09:56 - Rita ummæli

Sagnritun í anda Pútíns

Þegar Pútín Rússlandsforseti reynir að réttlæta yfirgang sinn í Úkraínu, heldur hann fram margvíslegum firrum um sögu Rússlands. Hann er ekki einn um það. Nokkrir íslenskir fræðimenn hafa flutt svipaðar söguskoðanir, eins og ég hef áður rakið á þessum vettvangi. Til dæmis skrifuðu sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson í Nýjum tímum, kennslubók fyrir framhaldsskóla (bls. 227), að Stalín hefði framkvæmt samyrkjustefnu sína „í óþökk mikils hluta bænda“. Annað eins vanmæli (understatement) er vandfundið. Sannleikurinn er sá, að Stalín knúði bændur til samyrkju með því að svelta til bana sex milljónir manns í Úkraínu og Suður-Rússlandi, og fjöldi bænda og skylduliðs þeirra var líka fluttur nauðugur til Síberíu. Þetta situr enn í Úkraínumönnum, þótt Pútín reyni að gera lítið úr því.

Í bókinni Appelsínum frá Abkasíu eftir Jón Ólafsson heimspeking, sem út kom 2012, segir um Vetrarstríðið (bls. 285). „Það var stríð Rússa við Finna en þeir fyrrnefndu réðust yfir landamærin haustið 1939 til að ná af Finnum þeim hluta Karelíu sem hafði fallið þeim í skaut 1918 þegar Finnland varð sjálfstætt ríki.“ Finnland varð að vísu ekki sjálfstætt árið 1918, eins og Jón segir, heldur 6. desember 1917. En aðalatriðið er, að engin rússnesk svæði (önnur en Petsamo við Íshaf) féllu Finnum í skaut við fullt sjálfstæði. Kremlverjar viðurkenndu 1920 að langmestu leyti landamærin frá 1809, þegar Finnland gekk undan Svíum og varð stórhertogadæmi, sem laut Rússakeisara. Rússar höfðu þá skilað Finnlandi aftur svæðum í Kirjálalandi (Karelíu), sem þeir höfðu unnið á öndverðri átjándu öld eftir stríð við Svía. Þessi svæði voru byggð Finnum og hluti af Finnlandi nema tímabilið 1721–1809. Pútín virðist einmitt vilja miða landamæri ríkis síns við veldi Rússakeisara, eins og það var víðlendast.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 26. febrúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 19.2.2022 - 09:53 - Rita ummæli

Hugleiðingar á afmælisdegi

Svo vill til, að ég á afmæli í dag, er orðinn 69 ára. Á slíkum dögum er tilefni til að staldra við og hugleiða lífið, tímabilið milli fæðingar og dauða, enda munum við ekki eftir fæðingunni og þurfum að þola dauðann. Hvað er eftirsóknarverðast í lífinu? Þegar ég hef rætt um þessa spurningu við nemendur mína í stjórnmálaheimspeki, hef ég raðað verðmætum lífsins svo, að efst og fremst væri góð heilsa, andleg ekki síður en líkamleg, þá traustir fjölskylduhagir og síðan blómlegur fjárhagur. Þeir, sem búa við góða andlega heilsu, eru öðrum líklegri til að mynda sterk fjölskyldubönd, eignast vini og ástvini, og þeir, sem búa við góða líkamlega heilsu, geta oftast aflað sér efnislegra gæða, að minnsta kosti í vestrænum velsældarríkjum.

Stjórnmálaskörungurinn íslenski mælti viturlega, þegar hann gaf barnabarni sínu það ráð að eyða ævinni ekki í að sjá eftir eða kvíða fyrir. Hitt er annað mál, að við ættum að leitast við að læra af mistökum okkur og miðla öðrum af þeirri reynslu. Við ættum líka jafnan að búa okkur undir hið versta, þótt við leyfðum okkur um leið að vona hið besta. Þegar ég horfi um öxl, sé ég til dæmis, að ég hefði átt að nýta tímann í háskóla betur, fara strax í það nám, sem ég hafði áhuga á, og læra fleiri tungumál. Nýtt tungumál er eins og lykill að stórum sal með ótal fjársjóðum. Ég hefði líka átt að sneiða hjá ýmsum tilgangslausum erjum, þótt auðvitað væri rétt að berjast gegn alræðisöflunum, sem enn eru á kreiki, þótt þau væru vissulega öflugri fyrir 1990.

Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni, en við Vesturlandabúar verðum að skilja, að hættur steðja að. Tímabil frjálsra alþjóðaviðskipta í skjóli Bandaríkjahers hefur verið einstakt framfaraskeið. Lífskjör hafa batnað stórkostlega. En einræðisherrarnir í Moskvu og Peking hrista um þessar mundir vopn sín, svo að brakar í. Á þá duga engin vettlingatök. Og á Vesturlöndum vilja sumir neyða eigin þröngsýni, ofstæki og umburðarleysi upp á okkur, um leið og þeir reyna að seilast með aðstoð ríkisvaldsins í vasa okkar eftir fjármunum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 19. febrúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 19.2.2022 - 08:10 - Rita ummæli

Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2021

Við prófessorar þurfum að skila skýrslu 1. febrúar ár hvert um þær rannsóknir, sem við höfum stundað árið á undan. Hér er skýrsla mín.

Bækur: Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun

Communism in Iceland, 1918–1998. Reykjavik: Centre in Politics and Economics, The Social Science Research Centre, 2021. 160 bls.

Bankahrunið 2008: Útdráttur úr skýrslu. Reykjavík: Rannsóknarsetur í stjórnmálum og efnahagsmálum við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2021. 64 bls.

Greinar birtar í tímaritum

Vinnusvik vandlætarans. Þjóðmál, 17. árg. (Vor 2021), bls. 60–65.

Trump: Good President, Bad Loser. The Conservative 7 January 2021.

Lord Acton: Still Relevant. The Conservative 10 January 2021.

David Oddsson: Iceland’s Most Successful Politician. The Conservative 17 January 2021.

Why Include Rand? The Conservative 2 February 2021.

Refuted Marxism: Eugen von Böhm-Bawerk. The Conservative 12 February 2021.

Congratulations, Lithuania! The Conservative 14 February 2021.

Unresolved Scandal at the ECtHR. The Conservative 20 February 2021.

Socialist Failures: Explained by Mises. The Conservative 21 February 2021.

Where Rawls was Wrong. The Conservative 22 February 2021.

Menger’s Many Lessons. The Conservative 26 February 2021.

An Explosive Account of the Interwar Years. The Conservative 2 March 2021.

Free Trade Benefits Developing Countries. The Conservative 9 March 2021.

The Case For Monarchy, and Against Meghan. The Conservative 11 March 2021.

Adam Smith, of All People. The Conservative 18 March 2021.

Political Lessons from the Pandemic. The Conservative 25 March 2021.

Prince Philip and Iceland. The Conservative 12 April 2021.

Iceland: Not a Corrupt Country. The Conservative 13 April 2021.

Israel as a Nation-State. The Conservative 15 April 2021.

The Corrections voxeu Refused to Publish. The Conservative 16 April 2021.

Refusing to Correct Errors: voxeu on Iceland. The Conservative 20 April 2021.

Thatcher: She Changed the World. The Conservative 4 May 2021.

Hayek in Iceland. The Conservative 8 May 2021.

Hayek in Oxford and London. The Conservative 9 May 2021.

Black Liberty Matters. The Conservative 10 May 2021.

Norway’s (Classical) Liberal Tradition. The Conservative 17 May 2021.

Israel Has the Right to Defend Herself. The Conservative 18 May 2021.

The Nazis were Socialists, Too. The Conservative 2 June 2021.

Jared Diamond’s UPHEAVAL. The Conservative 12 June 2021.

How to Deal with a National Crisis. The Conservative 15 June 2021.

Journalism Can Stink, Too. The Conservative 16 June 2021.

Auch Journalismus kann stinken. The Conservative 17 June 2021.

Distorting History: An Icelandic Example. The Conservative 23 June 2021.

Friedmanomics is alive, and kicking. The Conservative 25 June 2021.

Bastiat’s Brilliant Case for Free Trade. The Conservative 30 June 2021.

Ferguson’s Doom. The Conservative 2 July 2021.

Happy Birthday, America! The Conservative 4 July 2021.

Extremes Meet: A Norwegian Case. The Conservative 10 July 2021.

Now for the Good News! The Conservative 14 July 2021.

Yet Another Left-Wing Myth Refuted. The Conservative 18 July 2021.

Why is Iceland Not a Monarchy? The Conservative 22 July 2021.

Why Young People Should Study Hayek. The Conservative 28 July 2021.

Guardian’s Distorted Image of Thatcherism. The Conservative 7 August 2021.

Global Minimum Tax: Bad Idea. The Conservative 9 August 2021.

Sixty Years Ago: The Berlin Wall. The Conservative 13 August 2021.

When the Icelanders Were Talibans. The Conservative 16 August 2021.

What Next for the United States? The Conservative 17 August 2021.

Has China Started a Cold War? The Conservative 18 August 2021.

Austin Mitchell: True Friend of Iceland. The Conservative 19 August 2021.

Day of Remembrance. The Conservative 23 August 2021.

A Memorable Dinner. The Conservative 25 August 2021.

The End of History, Not Yet. The Conservative 10 September 2021.

Life Goes On, Twenty Years Later. The Conservative 11 September 2021.

Are the Icelanders Heading for ‘Interesting Times’? The Conservative 15 September 2021.

‘Soak the Rich’. The Conservative 16 September 2021.

Why is the Left Winning? The Conservative 18 September 2021.

The Right Need Not Lose. The Conservative 19 September 2021.

Thoughtful Response to Thatcher’s Critics. The Conservative 24 September 2021.

Iceland Votes for Stability. The Conservative 27 September 2021.

Icelandic Judges Also Violated the Principle. The Conservative 29 September 2021.

Silvio No Madder than the Rest of Us. The Conservative 2 October 2021.

Prostitution as Degradation of Women: Implausible. The Conservative 4 October 2021.

Prostitution as Exploitation of Women: Hardly Any More. The Conservative 4 October 2021.

Insider Trading: Victimless Crime? The Conservative 5 October 2021.

The Icelandic Discovery of America. The Conservative 8 October 2021.

In Defence of Tax Avoidance. The Conservative 11 October 2021.

Taiwan Should Be Defended. The Conservative 21 October 2021.

Piketty, Balzac, and Money. The Conservative 23 October 2021.

Piketty, Balzac, and Capitalism. The Conservative 24 October 2021.

Vautrin’s Lecture. The Conservative 25 October 2021.

An Austrian in the Balkans. The Conservative 4 November 2021.

Café Landtmann, 1873, 1918, and 2021. The Conservative 7 November 2021.

What is Thatcherism? The Conservative 9 November 2021.

How Prometheus Became Procrustes. The Conservative 11 November 2021.

Platform of European Memory and Conscience. The Conservative 13 November 2021.

The Slánský Trial: New Material. The Conservative 26 November 2021.

Manuel Ayau: Champion of Freedom. The Conservative 30 November 2021.

Why Include Snorri Sturluson? The Conservative 4 December 2021.

Freedom of Speech Threatened by Social Media. The Conservative 10 December 2021.

Violence and Hate Speech in Iceland. The Conservative 13 December 2021.

For Peace and Low Taxes! The Conservative 14 December 2021.

The 2021 Freedom Dinner in Miami. The Conservative 18 December 2021.

Plenum-fyrirlestur eða inngangsfyrirlestur á alþjóðlegri vísindaráðstefnu

Menger’s Political Significance. Keynote paper. Conference on The Austrian School of Economics in the 21st Century. Vienna 4–5 November 2021.

The Year 1991, in Retrospect. Keynote paper. International Conference of the Platform of European Memory and Conscience. Prague 12–13 November 2021.

Erindi á fræðilegu málþingi, málstofu eða fundi fyrir faghópa

Iceland’s Fall and Rise. Some Lessons for Europe. Erindi á rafrænni málstofu Euro Forum 26. maí 2021.

The Conservative-Liberal Political Tradition. Paper at the Summer School of New Direction and Fundación Civismo in Madrid 14–19 June 2021.

How the Right Should Respond to the Left. Panel contribution. New Direction Conference on Think Tank Central. Lisbon 22–25 September 2021.

Policing Victimless Crimes: The Philosophical Angle. Fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um Löggæslu og samfélagið í Háskólanum á Akureyri 6. október 2021.

Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Presentation of a book at a meeting of Civil Development Forum, Warsaw Enterprise Institute, and Economic Freedom Foundation. Warsaw 2 November 2021.

Laudatio for Professor Veselin Vukotic. Austrian Economic Conference. Vienna 4–5 November 2021.

Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Paper at a meeting of the Danube Institute. Budapest 8 November 2021.

Is Thatcherism Conservatism? Paper at a meeting of the Danube Institute. Budapest 10 November 2021.

Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Talk at the Mont Pelerin Society Special Meeting in Guatemala City 14–18 November 2021.

Snorri Sturluson: Frumkvöðull frjálslyndrar íhaldsstefnu? Erindi á málþingi Miðaldastofu 2. desember 2021

Freedom of Expression in Social Media. Paper at a ECR conference on digital freedom. Rome 10–13 December.

Ritdómar

Píslarsaga Jóns hin síðari. Ritdómur um bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson. Morgunblaðið 4. febrúar 2021.

Skipulagning alþjóðlegrar vísindaráðstefnu

Balzac's Capitalism: Money, Passions, and Morality in Pere Goriot. Liberty Fund conference. Paris, 28–31 October 2021.

Fræðsluefni fyrir almenning

Hef ég drepið mann? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 2. janúar 2021.

Árásirnar á þinghúsin. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 9. janúar 2021.

Laxness: Lærisveinn Einars og Brynjólfs. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 16. janúar 2021.

Rakhnífur Occams. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 23. janúar 2021.

Hvað er nýfrjálshyggja? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 30. janúar 2021.

Nýfrjálshyggjan og lánsfjárkreppan. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 6. febrúar 2021.

Nýfrjálshyggjan og tekjudreifingin. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 13. febrúar 2021.

Brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur í verkum Jóns Ólafssonar. Kjarninn (veftímarit) 14. febrúar 2021.

Brellur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 20. febrúar 2021.

Firrur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 27. febrúar 2021.

Gloppur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 6. mars 2021.

Skekkjur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 13. mars 2021.

Villur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 20. mars 2021.

Vormaður og sálufélag. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 27. mars 2021.

Þekktir hugsuðir í Heims­kringlu Hannesar. Viðtal í Fréttablaðinu 30. mars 2021.

Metum fyrst frelsið er við missum það. Viðtal í Morgunblaðinu 31. mars 2021.

Uppljóstrun um fjármál flokka. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 3. apríl 2021.

„Menn hafa gleymt áföllunum og ókostunum við sósíalismann.“ Viðtal í sjónvarpsþættinum Markaðnum 7. apríl 2021.

Frjálslynd íhaldsstefna. Viðtal í sjónvarpsþættinum Dagmál 7. apríl 2021.

Island är inget korrupt land. Hufvudstadsbladet (Helsingfors) 6. apríl 2021.

Rangfærslur í Finnlandi. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 10. apríl 2021.

Þráinn Eggertsson. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 17. apríl 2021.

Vændi og klám í stjórnmálaheimspeki. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 24. apríl 2021.

Undirstaðan réttlig fundin. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 1. maí 2021.

Hvers vegna drap Gissur Snorra? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 8. maí 2021.

Þrælar í íslenskri sagnritun. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 15. maí 2021.

Kristján X. og Íslendingar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 22. maí 2021.

Afhrópun Kristjáns X. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 29. maí 2021.

Dr. Valtýr og Kristján konungur. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 5. júní 2021.

Styrkjasósíalisminn. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 12. júní 2021.

Í Escorial-höll. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 19. júní 2021.

Hreyfing og flokkur þjóðernissinna. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 26. júní 2021.

Hvað er fasismi? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 3. júlí 2021.

Skammt öfga í milli. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 10. júlí 2021.

Eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 17. júlí 2021.

Tvær þrálátar goðsagnir. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 24. júlí 2021.

Skorið úr ritdeilum. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 31. júlí 2021.

Hvað sögðu ráðunautarnir? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 7. ágúst 2021.

Sjálfstæði dómarans. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 14. ágúst 2021.

Tómlátt andvaraleysi? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 21. ágúst 2021.

Hallað á tvo aðila. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 28. ágúst 2021.

Styrmir Gunnarsson. Minningargrein, Morgunblaðið 3. september 2021.

Vinnubrögð Rannsóknarnefndarinnar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 4. september 2021.

Fyrir tuttugu árum. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 11. september 2021.

Hvers vegna gelti hundurinn ekki? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 18. september 2021.

Er vinstrið að sækja í sig veðrið? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 25. september 2021.

Hvað getur hægrið gert? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 2. október 2021.

Fórnarlambalaus brot. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 9. október 2021.

Kaupmaðurinn frá Alexandríu. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 16. október 2021.

Fórnarlambalaus brot. Stundin 18. október 2021.

Til varnar „skattasniðgöngu“. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 23. október 2021.

Samhengið í íslenskum stjórnmálum. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 30. október 2021.

Balzac og kapítalisminn. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 6. nóvember 2021.

Á Landtmann í Vínarborg. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 13. nóvember 2021.

Hvað er thatcherismi? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 20. nóvember 2021.

Hengdur fyrir að selja okkur fisk! Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 27. nóvember 2021.

Hver var Snorri? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 4. desember 2021.

Tragedia wspólnego lowiska. Viðtal í pólska blaðinu Dziennik Gazeta Prawna 9. desember 2021.

Eðlisréttur og vildarréttur. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 11. desember 2021.

Málfrelsi og samfélagsmiðlar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 18. desember 2021.

Jestem neoliberaÅ‚em i jestem z tego dumny. Viðtal (á ensku) í sjónvarpi Warsaw Enterprise Institute 21. desember 2021.

Liberalism needs conservatism too. Viðtal í hlaðvarpi Centre for Independent Studies í Ástralíu 27. desember 2021.

 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 12.2.2022 - 09:52 - Rita ummæli

Saga sigurvegaranna?

Á Söguþingi 2012 kvartaði Skafti Ingimarsson undan því, að ég hefði í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, verið að skrifa sögu sigurvegaranna í Kalda stríðinu og afgreitt íslenska kommúnista (og vinstri sósíalista) sem erindreka erlends valds. Skilja þyrfti íslenska kommúnista í stað þess að fordæma þá. Þetta er hæpið. Skökku skyti við, ef sagnfræðingar færu að skrifa sögu seinni heimsstyrjaldarinnar af skilningi og samúð með málstað nasista, enda komst Nürnberg-dómstólllinn að þeirri niðurstöðu, að samtök þeirra hefðu verið glæpsamleg.

Þó er sannleikskjarni í kvörtun Skafta. Auðvitað þarf að skýra, hvers vegna íslenskir kommúnistar náðu yfirhöndinni í baráttu við jafnaðarmenn árin 1937–1942 ólíkt því, sem gerðist í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, þar sem jafnaðarmenn voru miklu öflugri en kommúnistar. Ég reyni þetta í nýrri bók minni, Communism in Iceland, 1918–1998, og hef raunar áður vikið að málinu hér í Fróðleiksmolum.

Ein algeng skýring er hæfir leiðtogar. En ég fæ ekki séð, að leiðtogar kommúnista, Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson, hafi verið miklu hæfari en leiðtogar Alþýðuflokksins á þessum tíma, Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Guðmundsson og Emil Jónsson, þótt eflaust hafi það spillt fyrir Alþýðuflokksmönnunum þremur, að þeir gegndu allir háum embættum, á meðan kommúnistarnir þrír lögðu sig alla í baráttuna.

Önnur skýring er afleikir andstæðinganna: Vinstri jafnaðarmenn á Íslandi hafi undir forystu Héðins Valdimarssonar verið einu norrænu jafnaðarmennirnir, sem tóku samfylkingarboði kommúnista upp úr 1935, en þegar Héðinn hafi viljað snúa aftur í árslok 1939, hafi Alþýðuflokkurinn ekki viljað taka við honum. Benjamín Eiríksson, vinur Héðins, hélt þessu fram við mig og benti á, að sænskir jafnaðarmenn hefðu fagnað endurkomu þeirra Zeths Höglunds og Fredriks Ströms, eftir að þeir misstu trúna á kommúnismann. Eflaust var Héðinn of trúgjarn og Alþýðuflokksforystan of óbilgjörn, en ég held samt, að þessi mistakakenning dugi lítt, enda gerðu leiðtogar kommúnista margvísleg mistök líka. Fleiri skýringa er þörf, þótt eitthvað sé til í þessum tveimur.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 12. febrúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 5.2.2022 - 09:52 - Rita ummæli

Tvö ný rit mín

Árið 1961 komu með stuttu millibili út tvö rit eftir Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. Skömmu eftir útkomu hins síðari spurði Tómas Guðmundsson skáld hæversklega í bókabúð: „Hefur nokkurt rit eftir Matthías Johannessen komið út í dag?“ Þessi saga rifjaðist nýlega upp fyrir mér, því að í árslok 2021 gekk ég frá tveimur ritum, sem dreifa á innan tíðar í bókabúðir, en þau verða líka aðgengileg á Netinu.

Annað heitir Bankahrunið 2008 og er 64 blaðsíður. Það er útdráttur á íslensku úr skýrslu minni á ensku fyrir fjármálaráðuneytið, sem ég skilaði 2018. Þar er meginniðurstaðan, að beiting bresku hryðjuverkalaganna á Íslendinga 8. október 2008 hafi í senn verið ruddaleg og óþörf, því að breska fjármálaeftirlitið hafði þegar girt fyrir hugsanlega ólöglega fjármagnsflutninga með tilskipun til útibús Landsbankans 3. október, en yfirlýstur tilgangur aðgerðarinnar var einmitt að koma í veg fyrir slíka flutninga. Ein skýring mín á hörku Breta er, að þeir Gordon Brown og Alistair Darling eru báðir Skotar, og þeir vildu sýna kjósendum sínum, hversu varasamt sjálfstæði Skotlands væri.

Hitt ritið er á ensku. Það heitir Communism in Iceland: 1918–1998 og er 160 blaðsíður. Ég skrifaði það að áeggjan prófessors Stéphane Courtois, ritstjóra Svartbókar kommúnismans, og studdist þá við bók mína á íslensku, sem kom út 2011, Íslenska kommúnista 1918–1998. Þar er meginniðurstaðan, að hreyfing kommúnista og síðan vinstri sósíalista hafi haft nokkra sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, því að hún hafi tekið við fyrirmælum og fjármagni frá alræðisríki og ekki heldur verið með öllu frábitin beitingu ofbeldis. Sú forvitnilega spurning vaknar þá, hvers vegna þessi hreyfing var allt frá 1942 til 1987 hér fylgisælli en hreyfing jafnaðarmanna öfugt við það, sem gerist í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Svar mitt er, að eðlilegast sé að bera Ísland saman við Finnland. Þetta voru fátækustu löndin og nýjustu ríkin í þessum heimshluta, svo að stjórnmálamenning var óþroskaðri en á öðrum Norðurlöndum og jarðvegur frjórri fyrir byltingarstefnu.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. febrúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 29.1.2022 - 09:51 - Rita ummæli

Lausnir Úkraínudeilunnar

Einn vandinn er, að í Austur-Úkraínu vilja rússneskumælandi menn vera í Rússlandi, en úkraínskumælandi menn vera í Úkraínu. Hér kemur danska lausnin til greina. Þjóðverjar tóku Slésvík af Dönum 1864, en í Norður-Slésvík var fjöldi manns dönskumælandi. Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri var íbúum svæðisins leyft að ráða hlutskipti sínu. Norður-Slésvík var skipt í tvo hluta. Í nyrðri hlutanum greiddu 75% kjósenda atkvæði með því að sameinast Danmörku. Í syðri hlutanum greiddu 80% kjósenda atkvæði með því að vera áfram í Þýskalandi. Farið var eftir þessum úrslitum og landamærin færð til friðsamlega. Mætti ekki færa landamæri Úkraínu og Rússlands til á sama hátt með samþykki og atbeina allra aðila?

Annar vandi er, að á Krímskaga kann meiri hluti íbúanna að vilja vera í Rússlandi, eins og Pútín heldur fram. En minnihlutahópar Úkraínumanna og Tatara búa líka á skaganum og eiga sinn rétt. Hér kemur svissneska lausnin til greina: að skipta Krím upp í sjálfstjórnareiningar, eins og kantónurnar í Sviss, og koma þannig í veg fyrir, að meiri hluti geti beitt minni hluta ofríki.

Þriðji vandinn er, að Úkraína vill vera vestrænt ríki, en Kremlverjar mega ekki heyra á það minnst, að það gangi í Evrópusambandið eða Atlantshafsbandalagið. Hér kemur íslenska lausnin til greina: að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu án þess að ganga í Evrópusambandið. Með því væru kostir frjálsra viðskipta og alþjóðlegrar verkaskiptingar nýttir án víðtækra stjórnmálaskuldbindinga. Því er að vísu haldið fram, að EES-ríkin hafi ólíkt ESB-ríkjunum engin áhrif á löggjöf um Evrópumarkaðinn. En í ESB eru smáríkin líka áhrifalaus. Frakkar og Þjóðverjar ráða þar öllu. Úkraína er eins og Ísland á jaðri Evrópu og á því frekar heima í EES en ESB.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. janúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 22.1.2022 - 09:50 - Rita ummæli

Þjóðræknir heimsborgarar

Þeir samkennarar mínir, sem gera lítið úr löndum sínum erlendis, eiga sér ýmsa forvera. Þorlákur Skúlason biskup skrifaði í bréfi til Óla Worms 30. ágúst 1625: „Ég hef af aumum örlögum hrakist burt á þennan útkjálka og verð að lifa innan um ómenntað, óþægilegt og dónalegt fólk, hin eina huggun mín er að hugsa um það, hve lífið er stutt, og um tilkomandi samvistir vorar á himnum.“ Hundrað árum síðar sagði Jón Ólafsson Grunnvíkingur landslýð vera óróasaman „með óþokkamál, og eyðir sjálfum sér, yfrið ósamþykkt og sundurlynt fólk, ágjarnt líka, óhreinlynt og illa geðjað. Þeir góðu menn eru miklu færri og fá engu ráðið.“

Nokkru áður en Jón Grunnvíkingur samdi athugasemd sína á öndverðri átjándu öld var alnafni hans, Jón Ólafsson Indíafari, staddur á krá í Kaupmannahöfn, þar sem maður einn úthúðaði Íslendingum. Jón spurði, hvort hann hefði komið til Íslands og talaði því af eigin raun. Maðurinn sagðist aldrei myndu fara þangað norður, og greiddi Jón honum að bragði tvö væn kjaftshögg.

Þeir Þorlákur Skúlason og Jón Grunnvíkingur hafa eflaust talið sig heimsborgara, en um þá er mælt, að þeir séu vinveittir öllum löndum nema sínu eigin. Ég tel hins vegar ýmislegt til í lýsingu Hegels gamla á því, hvernig heimsandinn bræðir með sér hugmyndir. Fyrst er sett fram afstaða, sem síðan leiðir til andstöðu, en loks renna hinar ólíku hugmyndir saman og hefja sig um leið upp í niðurstöðu. Í stað þess að greiða þeim, sem níða niður Ísland, kjaftshögg að hætti Jóns Indíafara ættum við einmitt að reyna að sameina þjóðrækni og víðsýni, gerast þjóðræknir heimsborgarar, læra það af öðrum þjóðum, sem þær gera betur en við, en vera þó stolt af þeim góða árangri, sem við höfum náð á mörgum sviðum. Stolt er ekki dramb.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. janúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 15.1.2022 - 09:48 - Rita ummæli

Rússar loka Memorial-stofnuninni

Hæstiréttur Rússlands samþykkti 28. desember síðast liðinn kröfu ríkissaksóknara landsins um að loka Memorial-stofnuninni rússnesku, en tilgangur hennar er að halda á lofti minningu fórnarlamba kommúnismans og annarra alræðishreyfinga tuttugustu aldar. Var það haft að yfirvarpi, að stofnunin væri tengd erlendum aðilum. Saksóknari kvað stofnunina líka halda því ranglega fram, að Ráðstjórnarríkin hefðu verið hryðjuverkaríki, jafnframt því sem hún dreifði rógi um Föðurlandsstríðið mikla 1941–1945.

Memorial-stofnunin talar fyrir munn þeirra, sem varnað hefur verið máls. Nú reyna hins vegar Pútín og samstarfsmenn hans að falsa söguna, hylja slóð glæpanna. Ráðstjórnarríkin voru einmitt hryðjuverkaríki. Það var eðlismunur á einræði Rússakeisara og alræði kommúnista. Á tímabilinu frá 1825 til 1905 var 191 maður tekinn af lífi af stjórnmálaástæðum í Rússaveldi. Kommúnistar drápu margfalt fleiri fyrstu fjóra mánuðina eftir valdarán sitt í nóvember 1917. Talið er, að samtals hafi um tuttugu milljónir manna týnt lífi í Ráðstjórnarríkjunum af völdum þeirra, auk þess sem tugmilljónir manna hírðust árum saman við illan aðbúnað í þrælakistum norðan heimsskautsbaugs.

Það er síðan umhugsunarefni, að Rússar skuli kalla þátttöku sína í seinni heimsstyrjöld „Föðurlandsstríðið mikla“. Þess ber að minnast, að það var griðasáttmáli Stalíns og Hitlers, sem hleypti styrjöldinni af stað, en hann var undirritaður í Moskvu 23. ágúst 1939. Fram í júní 1941, þegar Hitler rauf sáttmálann og réðst á Rússland, voru þeir Stalín bandamenn. Eftir að Hitler lagði Frakkland að velli sumarið 1940, börðust Bretar einir (ásamt samveldislöndunum) gegn alræðisstefnunni. Þá voru aðeins sex lýðræðisríki eftir í Evrópu, Írland, Bretland, Ísland, Svíþjóð, Finnland og Sviss.

Böðlarnir mega ekki fá að drepa fórnarlömb sín tvisvar, í seinna skiptið með þögninni.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 15. janúar 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir