Þriðjudagur 23.07.2013 - 21:54 - FB ummæli ()

Blautir endurkomudraumar

Ég spái því að eftir verslunarmannahelgi fari fólk að stíga fram sem hugsar sér til hreyfings fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í því ljósi er afar mikilvægt að hvetja efnilegar konur til þess að gefa kost á sér því á sveitarstjórnarstiginu hallar of mikið á hlut kvenna og er hlutfallið yfirleitt u.þ.b. ein kona á móti tveimur körlum (40/60) og afar fáar konur sem leiða lista. Áhugavert er að líta á samantekt Jafnréttisstofu í þessu samhengi þar sem tölfræðin er sýnd fyrir hvert landssvæði. Einnig er áhugavert að skoða samantekt þeirra um framboðslista 2010 því þar kom í ljós að hlutfallið á listunum var nokkuð jafnt eða 47% konur á móti 53% karla en það segir einungis hálfa söguna því einungis 25% listanna voru leiddir af konum en 75% leiddir af körlum. Af því leiðir að konurnar skila sér ekki að sama skapi og karlmenn í valdastöður á sveitarstjórnarstiginu. 

Einnig vona ég að hæft og nýtt fólk sé tilbúið að leggja sveitarstjórnunum lið því mikið mun mæða á nærþjónustunni næstu kjörtímabilin og flókið verkefni verður að styðja við grunnstoðir samfélagsins á sama tíma og fjárhagsstaða sveitarfélaganna er afar bágborin víða.

Að sama skapi vona ég að endurunnir óhæfir stjórnmálamenn sem ekki hafa hlotið brautargengi af ýmsum orsökum fari nú ekki að láta sig dreyma blauta drauma um endurkomu. Við þurfum síst á því að halda!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur