Miðvikudagur 06.11.2013 - 23:11 - FB ummæli ()

Í dag

Slepptu tökunumÍ dag er fyrsti dagur þess sem þú átt ólifað, slepptu tökunum á fortíðinni, fyrirgefðu og öðlastu frelsi.

Leyfðu framtíðinni að koma án þess að velta þér upp úr áhyggjum af henni og njóttu þess að vera þú sjálfur/sjálf því allir aðrir eru fráteknir og þú ert einstök og dýrmæt sköpun sem fær sama tækifæri og aðrir í þessu stórmerkilega lífi sem við deilum öll saman.

Mundu að vera góð/góður við aðra og sérstaklega við börn sem eru eins og ómótaður leir í höndum okkar sem erum fullorðin og veltu því fyrir þér hvað þú myndir gera, hvar þú værir og hver væri í kringum þig ef þú ættir bara þennan eina dag og byrjaðu strax að lifa eftir því á þessu augnabliki.

 

Flokkar: Lífið og tilveran

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur