Færslur fyrir flokkinn ‘Lífið og tilveran’

Mánudagur 29.01 2018 - 22:18

Þeir sem minna mega sín

Það er algengt í umræðunni að nota orðalagið „þeir sem minna mega sín“ og er þá stundum verið að vísa til fólks sem hefur minni fjárhagslega burði en aðrir. Ég átti samtal við konu nýlega þar sem við ræddum þetta. Hún kom með hlið á málinu sem mig langar að velta upp. Hvers vegna gera […]

Laugardagur 25.11 2017 - 00:26

Byltingin er rétt að byrja

Í kvöld sótti ég gleðihitting kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum sem haldinn var á vegum hópsins Í skugga valdsins. Þarna voru konur úr öllum flokkum, úr ólíkum stöðum innan stjórnmálanna og á ólíkum aldri. Yngsti þátttakandinn var nokkurra mánaða gömul. Byltingin er hafin. Hún er löngu hafin. Hún hefur smám saman verið að losna úr læðingi […]

Föstudagur 27.10 2017 - 16:56

Fyrstu 1000 dagarnir

Eitt það skemmtilegasta, áhugaverðasta og gagnlegasta sem frambjóðendur gera í kosningabaráttu er að fá að fara í alls kyns heimsóknir til fólks, fyrirtækja og stofnana. Í gær fór ég til fundar við starfsfólk Miðstöðvar foreldra barna (MFB) og Öyrkjabandalagið. Miðstöð foreldra og barna var stofnuð 2008. Hvatinn að stofnun MFB var vöntun á úrræðum fyrir foreldra […]

Miðvikudagur 25.10 2017 - 23:43

Kjóstu betra geðheilbrigðiskerfi

Öll þekkjum við geðrænan vanda á eigin skinni eða í okkar nánasta umhverfi. Ómeðhöndlaður geðrænn vandi hefur mikil áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu viðkomandi og samfélagið allt. Lífsgæði skerðast, vinnuframleiðni minnkar, aukin þörf skapast fyrir þjónustu félags- og heilbrigðiskerfis, tekjur tapast vegna glataðra skatta og útgjöld aukast vegna bóta úr almannatryggingarkerfinu. Rannsóknir hafa sýnt […]

Laugardagur 21.10 2017 - 18:07

Forvarnir eru svarið

Hér á Íslandi búum við í heilsueflandi samfélagi. Nálægðin við náttúruna skapar umgjörð fyrir hvers konar íþróttaiðkun og útivist hvort sem það er að taka þátt í hlaupahópum, stunda hestamennsku, fara í sundlaugarnar, ganga á fjöll eða annað. Þátttaka í íþróttum og frístundastarfi hefur ótvírætt forvarnargildi. Rannsóknir benda til að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna […]

Þriðjudagur 17.10 2017 - 23:47

Viltu plastpoka? Nei, takk!

Ég var spurð að þessu í verslun í dag og gaf þetta svar. Undanfarið hef ég æ oftar afþakkað plastpoka. Fyrir nokkrum árum hefði mér ekki komið það til hugar. Í dag reyni ég að endurvinna allt plast sem ég get á heimili mínu. Það hefði ég heldur ekki gert fyrir nokkrum árum. Umhverfisvitund mín […]

Mánudagur 16.10 2017 - 17:09

Bætt geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga

Nýlegar rannsóknir hafa bent til þess að tilfinningavandi eins og kvíði og þunglyndi hafi aukist verulega hjá börnum og unglingum síðastliðin ár og 10% barna hér á landi taki geðlyf. Ómeðhöndlaður tilfinningavandi getur hamlað eðlilegum tilfinninga- og félagsþroska barna ásamt því að auka líkur á neyslu, brottfalli úr skóla, erfiðleikum í fjölskyldu og öðrum vanda. […]

Miðvikudagur 11.10 2017 - 22:43

Litla stórmálið sem felldi ríkisstjórnina

Fyrir nokkrum árum hefði mál sem snýr að kynferðisofbeldi og þöggun þess líklega ekki fellt ríkisstjórn. Í dag er það raunin og þess vegna erum við að fara að kjósa 28. október n.k. Þolendur og aðstandendur þeirra hafa stigið fram og gert byltingu. Við erum ekki ein um þetta og núna skekur kynferðisofbeldismál Hollywood þar […]

Mánudagur 04.04 2016 - 10:35

Velferð þjóðar í stormi

Enn eina ferðina gefur á bátinn og stormur gengur yfir íslenska þjóð. Smám saman hefur verið að bæta í vindinn og kannski má segja að fárviðri hafi skollið á í kjölfar Kastljóss þáttar í gærkvöldi þegar fjallað var um leynigögn sem ljóstrað hefur verið upp samtímis í mörgum löndum. Í mínum huga er þetta mál […]

Miðvikudagur 24.02 2016 - 16:10

Góðsemi og frönsk súkkulaðikaka

Í dag fékk ég heitan og ljúffengan glaðning. Nágrannakona mín hún Sara bankaði upp á með heita franska súkkulaðiköku. Tilefnið var að létta mér, manninum mínum og litla bumbubúanum aðeins lífið þar sem við höfum eins og margir landsmenn verið að glíma við óvæginn flensuskratta undanfarnar vikur ofan í aðra erfiða hluti. Lífið er víst […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur