Mánudagur 08.09.2014 - 22:59 - FB ummæli ()

Hvað velur þú?

Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir ótal valkostum. Við erum sífellt að taka ákvarðanir, allt frá mjög veigalitlum ákvörðunum til mjög afdrifaríkra ákvarðana. Við veljum hvort við ætlum að fá okkur banana eða súkkulaði og jafnvel hvort við ætlum að segja já eða nei við bónorði.

Stundum gleymum við hvað við höfum í raun mikla stjórn á eigin lífi. Lykillinn að farsæld okkar liggur í því hvað við veljum. Við ráðum hvaða hugsunum við veitum athygli, hvað við gerum og oft aðstæðum þeas. hvar við erum og með hverjum.

decision

“Watch your thoughts; they become words. Watch your words; they become actions. Watch your actions; they become habit. Watch your habits; they become character. Watch your character; it becomes your destiny.

― Lao Tzu

Velur þú að vakna snemma eða sofa út?

Velur þú að borða morgunmat eða sleppa honum?

Velur þú hollan mat að jafnaði eða óhollan?

Velur þú hreyfingu eða kyrrstöðu?

Velur þú vinnu sem þú elskar eða vinnu þar sem þú telur mínúturnar hvern dag?

Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life.

– Confucius

Velur þú þér jákvætt eða neikvætt viðhorf hvern dag?

Velur þú þínar þarfir eða þarfir annarra?

Velur þú félagsskap eða einveru?

Velur þú eymd eða lærdóm þegar erfiðleikar steðja að?

“Problems are inevitable. Misery is a choice.”

― Ann Landers

Velur þú að taka ómaklegri gagnrýni sem árás á þig eða vísbendingu um að öðrum líði illa?

Velur þú von eða vonleysi?

Velur þú auðveldu leiðina eða þá erfiðu?

 

Þessi listi verður hvergi tæmdur og fá einföld svör að fá. Þetta hljómar samt allt svo einfalt. Bara velja rétt, fylgja listanum og lífið brosir við þér. Ef það væri þannig þá værum við sennilega öll hamingjusöm frá toppi til táar og að lifa hinu fullkomna lífi. Það er sennilega hægara sagt en gert. Sumum finnst erfitt þegar þessu er varpað svona fram því frelsinu og valinu fylgir líka ábyrgð sem þýðir að við berum ábyrgð á mörgu því sem misjafnt er í okkar lífi. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að aðstæður okkar eru ákaflega ólíkar. Ekkert okkar fæðist með sömu spilin á hendi og sumir hafa vissulega minna val en aðrir. Þrátt fyrir það geta allir skoðað sitt líf, næsta augnablik, næsta dag og velt því fyrir sér hvað þér geta valið um, hvað þeir vilja velja og hvort þeir séu að velja rétt. Því betur sem við veljum því betur mun okkur farnast og samfélaginu í heild sinni.

Veldu lífið í dag og lífið velur þig á morgun.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur