Miðvikudagur 18.03.2015 - 23:46 - FB ummæli ()

Getur þú svarað þessum tveimur mikilvægu spurningum?

Ég sótti áhugaverðan morgunverðarfund í morgun á vegum Náum áttum hópsins. Þar fór fram góð umræða um geðheilbrigðismál ungs fólks. Hér má sjá mjög góða frétt um fundinn.

Í máli Sigrúnar Daníelsdóttur sálfræðings og verkefnastjóra hjá Embætti landlæknis kom fram að 75% geðraskana hafa komið fram fyrir 25 ára aldur.

Á fundinum vaknaði forvitni mín á tveimur spurningum.

1. Hversu hátt hlutfall af útgjöldum til geðheilbrigðismála fara til fólks á aldrinum 0-25 ára?

2. Hvað kostar að bíða með nauðsynlega greiningu vegna langra biðlista og veita ekki viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu í kjölfarið?

Ég vonast til þess að áhugasamir aðilar geti hjálpað mér með þessi reikningsdæmi og það væri einnig vel þegið að áhugasamur þingmaður tæki að sér að leggja þessa spurningar fram á Alþingi.

Tilgáta mín er sú að það sé afar lágt hlutfall útgjalda til geðheilbrigðismála sem rennur til hópsins 0-25 ára sem þó er líklegastur til þess að geta náð bata fáist viðeigandi aðstoð. Tilgáta mín er sú að með því að leggja áherslu á þennan hóp megi afstýra miklum framtíðarvanda og kostnaði.

Ég hef einnig grun um að þessi dæmi hafi ekki verið reiknuð hér á landi og við vitum ekki nákvæmlega hvað kostar að kasta krónunni fyrir aurinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur