Laugardagur 28.02.2015 - 12:33 - FB ummæli ()

Lokaspretturinn

Framhald gestafærslu sem birtist á þessum vettvangi þann 22. desember síðastliðinn og er skrifaður af frænku minni Elínu Ósk Arnarsdóttur sem hefur verið að vinna að frábæru verkefni í tengslum við forvarnir við átröskun og eflingu líkamsvirðingar hjá börnum. Færsluna má einnig finna á þessu bloggi.

Nú er draumur minn að rætast. Verkefnið sem ég hef tekið þátt í síðastliðna mánuði er að verða að veruleika. Við erum á lokasprettinum og vantar síðustu krónurnar uppá. Ef þú kæri lesandi sérð þér fært að styrkja verkefnið um smá upphæð, þó það sé ekki nema 500 krónur, þá ert þú mikilvægur hluti af verkefninu. Án allra strykjanna yrði það ekki að möguleika.

Ef þú veist ekki um verkefnið sem ég er að tala um þá snýst þetta um að gefa leikskólum landsins bók um líkamsvirðingu. Sjálf er ég með átröskun og er að berjast gegn því helvíti. Mig langar því að gera allt í mínu valdi til að sem fæstir þurfa að ganga í gegnum þessa erfiðleika. Við lifum í átröskunarsamfélagi þar sem ytra útlit líkama segir til um heilbrigði og fegurð. En í rauninni segir það okkur ekkert! Það er innri starfsemi og líðan sem lýsir heilsu einstaklings ásamt dagvenjum hans. Margir grannir einstaklingar í ,,kjörþyngd” borða mikið unnin mat, hreyfa sig of lítið og eru með slæmar svefnvenjur. Er það hollara en manneskja rétt yfir ,,kjörþyngd” sem hlustar á sinn líkama og hreyfir sig vegna ánægju?

Það er margt í samfélaginu sem þarf að laga og gerist það ekki á einni nóttu. Sem betur fer, finn ég fyrir miklum breytingum á síðustu 5 árum. Fólk er orðið meðvitaðara en við þurfum að taka þetta skrefi lengra og bæta réttri hegðun inn í samfélagið. Og hvar er betra að rjúfa vítahringinn en hjá nýju kynslóðinni? Við erum með upplýsingarnar, fróðleikinn og við þurfum bara að kenna börnunum það. Ósk mín er því sú að leikskólar taki upp fræðslu um líkamsvirðingu og tali jákvætt í kringum mat og líkama. Öll eigum við mismunandi líkama og við þurfum að læra hlusta á hann og hætta að miða okkur við aðra. Líkaminn er snilldarvél sem við getum sko treyst.

Einföldum lífið! Það er sorglegt hvað margir kljást við þennan sjúkdóm, oftast vegna þess þau halda að hamingja felist í ,,fullkomnum” líkama. Heilbrigður og sáttur líkami er fullkominn! Ekki eitthvað mót sem við sjáum úr glansheiminum!

Ef að þið hafið áhuga að styrkja verkefnið þá er reikningsnúmerið 0701-26-15704 og kennitalan er 570412-1590. Ég er að vinna verkefnið með samtökum um líkamsvirðingu og er í sambandi við Sigrúnu Daníelsdóttur. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurning um verkefnið megið þið senda mér línu á elinoskarnars@gmail.com

Eigið frábæran dag og hugsið vel um ,,vélina” ykkar. Við fáum jú bara eina 🙂

Flokkar: Lífið og tilveran · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur