Í fréttum, m.a. á RÚV og Vísi, hefur verið talsverð umfjöllun um fækkun frystitogara. Einkennilegt er að í umfjöllun fjölmiðla sé algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að helsti hagræni hvati útgerðanna fyrir breytingunni er gríðarleg lækkun á launum sjómanna. Breytingarnar gera sjávarútvegsfyrirtækjunum kleift að komast hjá því að gera upp við sjómenn á grundvelli raunverulegs afurðaverðs […]
Það er virkilega gott framtak hjá Víglundi Þorsteinssyni sem hefur verið einn helsti áhrifamaður í Samtökum atvinnulífsins að upplýsa um ruglandann í kjölfar hrunsins. Ráðamenn sömdu þá um Icesave og sýndu erlendum kröfuhöfum mikla gæsku. Ráðamenn veittu sömuleiðis ríkulegar afskriftir og skattaafslátt til handa fjárglæframönnum. Víglundur Þorsteinsson hleypur í umfjöllun sinni einhverra hluta vegna yfir þá […]
Ég á orðið æ erfiðara með að skilja pólitískan leiðtoga þjóðarinnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Á honum er að heyra að nánast væri blæbrigðamunur á afstöðu Vilhjálms Bigissonar sem vill afnema verðtrygginguna strax og meirihluta nefndarinnar sem hann sat í og fékk það hlutverk að útfæra leiðir til þess að afnema verðtrygginguna. Nefndin komst sem frægt er […]
Nú hefur starfshópur ríkisstjórnarinnar sýnt á spilin í stærsta hagsmunamáli íslenskra heimila þ.e. afnámi verðtryggingarinnar . Satt best að segja þá bjóst ég við að niðurstaðan yrði eitthvað í þá veru að stefnt yrði að því að minnka vægi verðtryggingarinnar smám saman m.a. með því að koma í veg fyrir að ný verðtryggð lán yrðu […]
Á sveitarstjórnarfundi í dag lagði ég fram eftirfarandi ályktun sem felur í sér að skoða Norsku leiðina þ.e. aukið frelsi fyrir smábáta. Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að kynna sér forsendur þess að Norðmenn gáfu veiðar smábáta frjálsar um síðustu áramót með þeim hætti að allir bátar sem hafa veiðileyfi og eru undir 11 […]
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kenna sig við að vera hægrimenn og vilja í orði kveðnu nýta markaðslausnir þegar vel liggur á þeim. Markaðslausnir fela í sér að verð á vöru og þjónustu ræðst af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði. Óneitanlega er það skringilegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis Samtökum Atvinnulífsins fagna sérstöku átaki undir […]
Nú berast fréttir af því að ágætur bæjarstjóri í Hafnarfirði vilji að Hafnarfjarðarbær hafi milligöngu um kaup á togaranum Þór og aflaheimildum til þess að tryggja um 40 störf í sveitarfélaginu. Ekki er ólíklegt að kaupverðið verði vel á annan tug milljarða króna og að hvert starf kosti því um 400 milljónir króna. Væri ekki […]
það má vel fullyrða að Skagafjörður geti talist vagga Framsóknarflokksins og jafnvel sömuleiðis vagga verðtryggingarinnar en lög um verðtryggingu fjárskuldbindinga eru gjarnan kennd við Fljótamanninn Ólaf Jóhannesson og því nefnd Ólafslög. Í morgun var borin upp sú tillaga af forystumönnum Framsóknarflokksins í byggðaráði Skagafjarðar að halda áfram að binda verðhækkanir á leigu á íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, […]
Um helgina komu bæði heilbrigðisráðherra og velferðarráðherra fram í viðtölum á Rúv og virtust steinhissa á þeirri staðreynd, sem Félagsvísindastofnun dró fram í nýrri skýrslu, að stór hluti tekjulágra landsmanna hefði neitað sér um nauðsynlega læknisþjónustu. Eiginlega var ég mest hissa á að þetta væru nýjar fréttir fyrir ráðherra í ríkisstjórninni. Er ég þá ekki […]
Talsmenn LÍÚ hafa gefið þá skýringu á stórfelldum uppsögnum sjómanna á frystitogurum, að þær megi rekja beint til lækkunar á afurðaverði sjófrystra afurða. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ hefur bent á að gögn Hagstofunnar staðfesti þá fullyrðingu. Sú skýring LÍÚ gengur einfaldlega alls ekki upp, en samkvæmt talnaefni sem sýnir verðvísitölur sjávarafurða, þá kemur skýrt fram […]