Það dylst fáum sem fylgjast með nýjum forsætisráðherra að brúnin er farin að þyngjst á Sigmundi Davíð, enda hefur honum ekkert orðið ágengt í að kynna raunverulegar lausnir til lausnar á skuldamálum heimilanna. Nú er hann jafnvel farinn að gefa það í skyn að lítið verði að frétta af úrbótum fyrr en í fyrsta í […]
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur héldu uppi harðri stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, einkum í þeim málum sem snéru að því þegar fyrrverandi ríksstjórnarflokkar móuðust með hangandi hendi við að fara í viðkvæm mál á borð við uppgjör við Hrunið og stjórnkerfisbreytingar. Atgangurinn var mestur í Landsdómsmálinu, stjórnarskrármálinu og jú þegar Jón Bjarnason steig nokkur hænufet til […]
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er fátt sem hönd á festir og er hann harla loðinn. Stjórnarsáttmálinn, sem innblásinn er af ágætum þjóðræknum gildum, tekur jafnvel ekki af öll tvímæli um hvert skuli stefna í Evrópumálum. Viðræðum er ekki slitið heldur er gert hlé á þeim þar til þjóðin hefur sagt sína skoðun á ferlinu. Það […]
Ég er nýkominn af tveggja daga fundi framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitssvæða, sem rekin eru af sveitarfélögum landsins auk þess sóttu fundinn fulltrúar Umhverfisstofnun, Matvælastofnunar og ráðuneyta umhverfismála og atvinnu- og nýsköpunar. Fundurinn var haldinn á Hótel Geysi í Haukadal. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á þau frábæru veisluföng sem hótelið bauð upp á og ég reikna með að koma […]
Í síðustu viku, þ.e. vikuna fyrir kosningar, lá Framsóknarflokknum gríðarlega á að aflétta umsátursástandinu um heimili landsins. Eftir hagstæð úrslit kosninganna fyrir flokkinn, hafa Framsóknarmenn tekið því rólega, spáð í spilin og boðið, í umboði Ólafs Ragnars Grímssonar, öðrum flokkum, sem eiga sæti á Alþingi, upp á að gera hosur sínar grænar fyrir Framsóknarflokknum. Þeir […]
Beinast liggur við að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu ríkisstjórn þó svo að nærri sé útilokað að samræma kosningaloforð flokkanna, þ.e. stórtækar niðurfærslur lána annars vegar með skattfé og hins vegar einhliða á kostnað óskilgreindra lánardrottna og síðan að halda í verðtrygginguna og afnema hana. Báðir flokkarnir eru að vísu sammála um að auka ríkisútgjöld […]
Kosningaúrslitin eru skýr og fátt eitt stendur í veginum fyrir því að forystumenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks myndi stjórn. Það er þá helst að ágreiningur gæti orðið um hver eigi að sitja í forsæti stjórnarinnar, en fordæmi eru fyrir því að menn geti skipst á. Margir kjósendur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks búast við betri tíð sem mun færa þeim: stórtækar […]
Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég er að keyra um landið eða þá á sundi – hvort að það sé raunveruleg kreppa í landinu? þetta kunna að hljóma undarlegar vangaveltur á sama tíma og og það berast í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum fréttir af hækkandi lyfjakostnaði, snjóhengjum og ónýtum vegum. Ástæðan fyrir […]
Ég var að horfa á Illuga Gunnarson þingmann, á stöð 2. Í máli hans kom fram að stefna Sjálfstæðisflokksins væri að leyfa fólki að greiða skattfrítt 100 þúsund krónur inn á lán, á mánuð. Þannig gæfi ríkissjóður eftir 40 þús krónur, á hvern einstakling á mánuði. Á ári yrði upphæðin 40 þúsund kr. x 12 mán = 480 þús kr. í […]
Ekki þarf mikinn hugsuð til þess að sjá að kosningaloforð Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokksins ganga alls ekki upp. Í stuttu máli fela þau í sér að ríkissjóður muni verða af megninu af skatttekjum á launatekjur einstaklinga. Lofað er hundrað milljarða króna skattafslætti með því skilyrði að peningarnir renni inn í bankana til að greiða niður […]