Viðskiptaráð fór mikinn fyrir hrun og á mikla sök á því hve illa fór fyrir almenningi. Það var gert með því að láta semja falsskýrslur um raunverulega stöðu bankakerfisins og hvetja til þess að dregið yrði úr eftirliti með fjármálakerfinu. Nú virðist vera kominn upp sami sperringur í ráðið sem leggur til að selt verði ofan […]
Það verður að segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að flokkurinn kemur hreint fram þegar hann ber fram sjávarútvegsstefnu sína. Stefnan er í stuttu máli að veita örfáum einstaklingum sérréttindi umfram aðra Íslendinga, til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Stefnunni er haldið að fólki með þeim áróðri að kerfið sé það besta í heimi og afrakstur þjóðarinnar […]
Íslendingar ættu að spyrja sig að því, hvaða erindi auðmenn á borð við formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eiga í þau verk að gæta almannahagsmuna. Efast má um að þeir geti sett sig í spor fólks sem er að vandræðast með að láta enda ná saman. Í þessu ljósi verður að sýna því skilning þegar formaður […]
Umræðan sem fram fór í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag markaðist af því að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar auk viðhengisins BF, er í burðarliðnum. Formaður Vg á veigamikinn þátt í fæðingu nýrrar stjórnar, þar sem Vg sleit viðræðum um myndun 5 flokka ríkisstjórnar í tvígang. Það sem steytti á í viðræðum flokkanna 5, var […]
Það átti ekki að koma á óvart að Vg hafi látið steyta á breytingum á fiskveiðikerfinu í stjórnarmyndunarumræðum með Pírötum, BF, Viðreisn og Samfylkingu. Í kjölfar hrunsins mynduðu Vg og Samfylkingin hreina og tæra vinstristjórn, fyrst minnihlutastjórn í boði Sigmundar Davíðs sem breyttist síðan í meirihlutastjórn. Í aðdraganda kosninganna árið 2009, lofuðu flokkarnir að koma […]
Niðurstöður haustmælinga Hafró gefa til kynna að þorskstofninn sé á hraðri niðurleið. Fréttirnar hljóta að vekja spurningar í hugum þeirra sem hafa hingað til viljað fylgja ráðgjöf reiknisfiskifræðinga Hafró í blindni. Samdrátturinn verður þrátt fyrir að ráðgjöfinni hafi verið fylgt út í ystu æsar á síðustu árum. Hafa ber í huga að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri […]
Einn af vondum fylgifiskum kvótakerfis í fiskveiðum er brottkast og rangar upplýsingar um landaðan afla. Hér er ný skýrsla Hafró sem sýnir fram á að liðlega 2.138 tonn af þorski hafi verið hent í sjóinn í fyrra. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að brottkast þorsks hafi aukist talsvert í bæði línu og botnvörpuveiðum á árinu 2015 […]
Píratar hafa samþykkt að verða ekki aðilar að ríkisstjórn nema þá aðeins að ráðherrar hennar muni ekki sitja samtímis á þingi. Fyrirvarinn er eflaust byggður á því að tryggja betur en nú er 18. alda hugmyndir Montesquieu nái fram að ganga um þrískiptingu ríkisvaldsins. Aðgreina átti helstu þætti ríkisvaldsins þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald (ráðherravald) og dómsvald. […]
Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þau sjónarmið Dögunar að vextir séu allt of háir í landinu. Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þá kröfu Dögunar að leggja beri verðtrygginguna af og skipta verðbólguáhættu á milli fjármálafyrirtækja og skuldara. Meirihluti kjósenda styður hugmyndir Dögunar um að ríkisbönkunum sem enn eru að greiða bónusa og moka eignum til […]
Íslenska lífeyrissjóðakerfið er talið af eitt það allra besta í heimi af þeim sem fara með stjórn þess. Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að til standi að hækka framlag í lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna, í um 20% af launum þeirra. Við slíka tug prósenta hækkun á lífeyrisframlagi, þá hefði mátt ætla að verið væri að […]