Í tilefni 50 ára afmælis Hafró fór forstjóri stofnunarinnar mikinn í sjálfshóli. Í sjálfu sér er gott að vera ánægður með sig og sína, sérstaklega þegar einhver innstæða er fyrir því. Það er því vert að fara yfir árangurinn þ.e. veiðina á Íslandsmiðum nú og síðan fyrir hálfri öld: Árið 1965 var þorskveiðin á 394 […]
Nú fer fram Sjávarútvegsráðstefnan, en það væri meira lýsandi að kalla samkomuna – málþing til heiðurs kvótakerfinu. Kirfilega er tryggt að engum gagnrýnisröddum sé hleypt að á samkomunni heldur einungis sungið halelúja, dýrð sé blessuðum kvótanum. Helsti vitnisburðurinn um kraftaverk kerfisins, var línurit um gífurlega aukningu á útflutningsverðmætum fiskafurða frá hruni í krónum talið. Hvaða […]
Eitt stærsta hagsmunamál almennings er afnám verðtryggingarinnar, sem leiðir reglulega af sér miklar hörmungar fyrir heimilin. Verðtryggingin er mjög ósanngjörn, þar sem lánveitendur taka ekki neina áhættu af hækkun verðlags, heldur er áhættunni skellt í heilu lagi yfir á lántakendur. Flestum ætti að vera ljóst að núverandi skipan gengur alls ekki upp. Ríkisstjórinin er nýbúin […]
Katrín Jakobsdóttir hefur um nokkurt skeið verið vinsælust af leiðtogum fjórflokksins, en pólitískar áherslur hennar hafa verið á reiki. Mér fannst því fróðlegt að fara í gegnum ályktanir landsþings Vg sem hljóta að einhverju leyti að endurspegla áherslur formannsins sem leitt hefur flokkinn í 2 ár. Af ályktunum á nýliðnu landsþingi Vg má ráða að […]
Útvarp Saga hefur mátt þola ákveðna útskúfun af öðrum helstu fjölmiðlum landsins og fastagestum þeirra. Það er rétt að velta því upp hvers vegna svo sé. Ekki getur það verið persóna útvarpsstjórans, sem er háskólamenntuð á sviði fjölmiðlunar og hefur gengt trúnaðarstörfum á helstu fjölmiðlum landsins. Arnþrúður Karlsdóttir hefur starfað fyrir; RÚV bæði sem fréttamaður og stofnandi Rásar 2 ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, verið fréttastjóri Bylgjunnar og starfað fyrir Norska […]
Afar jákvæð þróun hefur átt sér stað í umhverfismálum síðustu áratugina, bæði nær og fjær. Á Íslandi hafa orðið stórstígar framfarir á mörgum sviðum t.d. í förgun sorps og bættri nýtni á gæðum jarðar. Út í hinum stóra heimi hafa sömuleiðis margir mikilvægir áfangar náðst í bættum mengunarvörnum og efnanotkun. Það hefur leitt af sér margvíslegar […]
Varaformaður VG er ekki kátur með þá niðurstöðu Pírata að útgerðarmenn þurfi að greiða fyrir aðgang að auðlindinni. (Sjá hér: BVG ) Nei það er miklu betra að afhenda þetta án greiðslu. Markaðurinn er náttúrulega ómögulegur fyrir helstu kapítalista Íslands og mun Björn Valur Gíslason standa þvert í vegi fyrir því að vinir hans þurfi að […]
Það er stórfurðulegt að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skuli vera forsprakkinn í því að stórskaða hagsmuni Íslands með því að setja viðskiptabann á Rússa. Óskiljanlegt er hvers vegna ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, sem segist vera vera á móti aðild að Evrópusambandinu, skuli vera taglhnýtingur sambandsins. Nú lítur út fyrir að Rússnesk stjórnvöld munu loksins svara þeim […]
Það má vel taka undir það sem Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir um vinnubrögð núverandi félags- og húsnæðismálaráðherra í húsnæðismálum. Ráðherrann blaðrar í sífellu um kerfisbreytingar á meðan verk hennar eru mjög ómarkviss. Afleiðingarnar eru að ekkert hefur gerst í húsnæðismálum á þeim rúmu tveimur árum sem ríkisstjórnin hefur setið annað en að hagur […]
Mikil óvissa ríkir enn um hverjir munu bjóða sig fram til forseta Íslands. Fjölda manna hefur borið á góma sem líklega frambjóðendur, en enginn hefur staðfest enn sem komið er áhuga á framboði, fyrir utan baráttumanninn Sturlu Jónsson. Mikil pólitísk gerjun á sér stað meðal almennings, sem birtist meðal annars í því að Píratar mælast síendurtekið í skoðanakönnunum, sem stærsti […]