Fyrir ári síðan voru samþykkt lög á Alþingi um að kvótasetja úthafsrækju. Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafði á árinu 2010 gefið veiðarnar frjálsar í kjölfar þess að handhafar kvótans voru nánast hættir að stunda veiðar, þar sem meira var upp úr því að hafa að braska með veiðiheimildirnar en að veiða. Eftir að veiðarnar voru […]
Ríkisstjórnin hélt gríðarmikla skrautsýningu í dag með aðstoð MP banka. Fjölmiðlar hafa gert sýningunni góð skil en samt sem áður er eitt og annað sem ég skil bara alls ekki. Hverjar eru staðreyndir málsins? Jú það er búið að herða gjaldeyrishöftin og búið að gefa í skyn að það sé komið á samkomulag á milli stjórnvalda […]
Það er gaman að sjá á skrifum Hannesar Hólmsteins í Mogganum í dag að það er kominn á ný gamalkunnur vorfiðringur í einn skemmtilegasta prófessor landsins. Í aðdraganda hrunsins boðaði hann glaður í bragði, að landsmenn, en þó aðallega Sjálfstæðismenn, ættu og væru að græða á daginn og grilla á kvöldin. Í dag boðar prófessorinn […]
Helstu rök þeirra sem enn mæla bót óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi, er meint hagkvæmni sem kerfið er sagt leiða af sér. Þjóðinni eru fluttar miklar grobbsögur um yfirburði hins séríslenska kerfis umfram öll önnur kerfi í heiminum. Á grundvelli ýkjusagnanna er þjóðinni sagt að sætta sig við; óréttlæti kerfisins, einokunina í greininni og að heilu […]
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kyrjar nú þann söng að horfa eigi til Norðurlandanna við úrlausn kjaradeilna og undir það taka minni spámenn flokksins. Fyllilega er hægt að taka undir kúvendingu Sjálfstæðisflokksins og á þá málshátturinn „batnandi mönnum er best að lifa“ vel við. Flokkurinn hlýtur þá að meina að við tökum upp norrænu leiðina á fleiri […]
Eftir að hafa fylgst með fjölmörgum viðtölum við sjávarútvegsráðherra, þá hefur megin stef þeirra verið að það þurfi að tryggja auðmönnum í útgerð sérstakan stuðning og fyrirsjáanleika. Sérstakir stuðningsfulltrúar auðmanna í ríkisstjórn silfurskeiðabandalagsins virðast vita að skjólstæðingar þeirra geta ekki rekið fyrirtæki í eðlilegum samkeppnisrekstri. Þeir þurfa því „fyrirsjáanleika“ og vernd sem er algerlega óþekktur innan annarra […]
Frjálshyggjumaðurinn Elliði Vignisson var um árabil harðasti talsmaður algerlega frjáls framsals á veiðiheimildum. Bæjarstjórinn í Eyjum gekk þá hart fram og sagði þá, sem efuðust um dásemd þess að svipta heilu landshlutana veiðiheimildum, vera kommúnista. Fyrir nokkrum árum gerðist það sem var fyrirséð, þ.e. bæjarstjórinn fékk að bragða á eigin meðali þegar aflaheimildir fóru að týnast […]
Margt bendir til þess að ríkisstjórnin stefni beinlínis að því að setja lög á kjaradeilur. Í fyrsta lagi þá eiga sér engar alvöru viðræður sér stað á milli deiluaðila. Í öðru lagi þá tekur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þátt í þeim ljóta leik að ýkja kröfur launafólks. Ég held að í þessu sambandi sé rétt að […]
Kjarninn reiknaði það út að heildarvirði makrílkvótans væri um 150 milljarða króna, sem ríkisstjórninn ætlar að úthluta endurgjaldslaust með nýja makrílfrumvarpinu, Ef ríkisstjórn undir forystu framsóknarmannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kemur frumvarpinu í gegnum þingið, þá mun um 15% kvótans renna til HB Granda. Kristján Loftsson er langstærsti eigandi HB Granda en ætla má að hann ráði […]
Framámenn Framsóknarflokksins fara mikinn í að boða miklar skipulagsbreytingar í húsnæðismálum. Breytingarnar sem sagðar eru til langrar framtíðar eru lagðar fram algerlega óútfærðar og á allra síðustu stundu! Það er ekki einu sinni búið að meta kostnað við nýju frumvörpin sem komin eru fram. Sérkennilegt er að ráðherrann sem ber ábyrgð á málflokknum, Eygló Harðardóttir […]