Í áróðri sínum fyrir ofursköttum á auðmenn vitnar franski hagfræðingurinn Thomas Piketty óspart í skáldsögur þeirra Honorés de Balzacs og Jane Austens: Nú sé dreifing tekna og eigna að verða eins ójöfn og á dögum þeirra, á öndverðri nítjándu öld. Ég hef þegar bent á, að skáldsaga Balzacs, Faðir Goriot, er ekki um óviðráðanlega upphleðslu auðs, […]
Í bókinni Fjármagni á 21. öld heldur Thomas Piketty því fram, að auður sé að hlaðast upp í höndum örfárra manna, svo að þjóðskipulagið sé að verða svipað því, sem var á fyrri hluta 19. aldar, þegar dreifing tekna og eigna var mjög ójöfn. Piketty vitnar óspart í skáldsögu Honorés de Balzacs, Föður Goriot, máli […]
Franski hagfræðingurinn Tómas Piketty, sem sendi ári 2014 frá sér bókina Fjármagn á 21. öld, er átrúnaðargoð vinstri manna. Hann vill leggja ofurskatta á stóreignafólk, enda sé velmegun miklu meira áhyggjuefni en fátækt. Telur hann auð í höndum einkaaðila hafa tilhneigingu til þess við óheftan kapítalisma að hlaðast upp: hann vaxi oftast hraðar en atvinnulífið í […]
Tómas Piketty, helsti spekingur jafnaðarmanna um þessar mundir, hefur miklu meiri áhyggjur af auðmönnum en fátæklingum. Hann vill ekki aðeins dalina upp, heldur líka fjöllin niður, eins og Jón Trausti hefði orðað það. Í bók sinni, Fjármagni á 21. öld, víkur Piketty að feigðarför farþegaskipsins Titanic árið 1912 og segir, að stéttaskiptingin um borð hafi […]
Munurinn á tveimur helstu spámönnum jafnaðarmanna á okkar dögum, John Rawls og Tómasi Piketty, er, að Rawls hefur áhyggjur af fátækt, en Piketty af auðlegð. Mér finnst skoðun Rawls heilbrigðari. Fátækt er böl, en auðlegð blessun. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Ef til vill var þess ekki að vænta, að Piketty […]
Við kennarar í stjórnmálafræðideild vorum nýlega beðin að skila inn upplýsingum um áhugasvið, menntun, starfsferil og valin verk síðustu þriggja ára vegna sjálfsmats deildarinnar á ensku. Hér er framlag mitt, en mörgu varð að sleppa, því að það mátti aðeins vera ein blaðsíða: Research Field: Political philosophy; political economy; contemporary history Education B.A. History and […]
Nýlegar athugasemdir