Talið er, að um 500 milljónir manna eða þriðjungur jarðarbúa árið 1918 hafi smitast af spánsku veikinni og af þeim hafi um tíu af hundraði látist, um 50 milljónir manna. Ein skýringin á því, hversu skæð veikin varð, var fátæktin á þeim tíma, vannæring, þéttbýli í lökum húsakynnum og skortur á hreinlæti. Við búum sem […]
John Stuart Mill setti fram þá reglu, að ríkið mætti ekki skerða frelsi einstaklinga nema í sjálfsvarnarskyni. Samkvæmt þeirri reglu má ríkið vitanlega reyna að koma í veg fyrir smit, þegar drepsótt geisar, með því til dæmis að skylda Íslendinga til að fara í sóttkví, leiki grunur á því, að þeir beri í sér drepsóttina, […]
Eitt frægasta málverk Rembrandts er Næturverðirnir. Það sýnir nokkra næturverði ganga fylktu liði um hollenska borg. Þetta málverk er táknrænt um eðlilegt hlutverk ríkisins. Það á eins og næturverðir Rembrandts að vernda okkur gegn ofbeldisseggjum, sem læðast að okkur í skjóli myrkurs, hvort sem þeir koma frá öðrum löndum eins og innrásarherir eða úr okkar […]
Því dýpra sem ég sekk mér niður í rit Snorra Sturlusonar, því líklegra virðist mér, að hann hafi samið þrjú höfuðrit sín í sérstökum tilgangi. Eddu samdi hann til að reyna að endurvekja skáldskaparlistina, sem hafði verið útflutningsvara Íslendinga öldum saman. Snorri hefur tekið hana saman, áður en hann fór í fyrri ferð sína til […]
Ég gat ekki stillt mig um að leggja orð í belg á vegg samkennara míns, Ólafs Þ. Harðarsonar, sem greint hafði frá niðurstöðu bandarískra sagnfræðinga um verstu og bestu forsetana (bestur væri Lincoln, en verstur Trump, og hafa þessir vitringar ekki heyrt af því, að dag skal að kveldi lofa, auðvitað átti ekki að taka […]
Nýlegar athugasemdir