Laugardagur 13.11.2021 - 09:42 - Rita ummæli

Á Landtmann í Vínarborg

Vínarborg er kunn fyrir sín mörgu góðu kaffihús. Eitt hið frægasta er Landtmann, sem stofnað var 1873, en það er við Hringstræti, nálægt Vínarháskóla og ráðhúsinu. Á dögunum átti ég leið um borgina og leit þá inn á Landtmann. Rifjuðust þá upp fyrir mér sögur af fastagestum.

Einn þeirra var hagfræðingurinn Carl Menger, sem drakk þar jafnan kaffi með bræðrum sínum, Max og Anton. Menger gaf 1871 út bók um lögmál hagfræðinnar, þar sem hann setti fram jaðarnotagildiskenninguna. Hún er í rauninni einföld: Í stað þess að horfa á vöru í heild, brjótum við hana niður í einingar og finnum, hversu margar einingar af einni vöru fullnægja jafnvel mannlegum þörfum og einingar af annarri vöru. Við það mark er jaðarnotagildið hið sama. Verð sérhverrar vöru ætti að vera hið sama og jaðarnotagildi hennar, notagildi síðustu einingarinnar.

Bróðir Carls, Max, átti sæti í fulltrúadeild austurríska þingsins. Seint á áttunda áratug nítjándu aldar spjallaði Carl við einn vin hans, dr. Joachim Landau, sem líka var þingmaður, og sagði: „Eins og stórveldin í Evrópu hegða sér, hlýtur hræðilegt stríð að skella á, jafnframt því sem byltingar verða gerðar. Það mun marka endalok evrópskrar siðmenningar og hagsældar.“

Spá Mengers reyndist ekki vera út í bláinn. Heimsstyrjöld skall á, og kommúnistar hrifsuðu völd í Rússlandi. Snemma árs 1918 sátu þeir Max Weber og Joseph Schumpeter saman á Landtmann. Schumpeter fagnaði því, að nú fengju kommúnistar tækifæri til að prófa kenningar sínar í tilraunastofu. Weber svaraði, að þá yrði þetta tilraunastofa full af líkum. Eftir nokkur frekari orðaskipti rauk Weber á dyr. Schumpeter sat eftir og sagði við vin sinn: „Hvernig geta menn látið svona í kaffihúsi?“ En Weber hafði rétt fyrir sér. Tilraunastofan fylltist af líkum. Kommúnisminn kostaði um eitt hundrað milljón mannslíf á tuttugustu öld.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. nóvember 2021.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir