Laugardagur 19.03.2022 - 10:00 - Rita ummæli

Tvö kvæði

Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, „Þú mátt ekki sofa!“ sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Þar segir:

Þú mátt ekki hírast í helgum steini
með hlutlausri aumkun í þögn og leyni!

Vesturlandamenn verða að sögn skáldsins að standa sameinaðir í stað þess að falla sundraðir:

En hver, sem ei lífinu hættir í flokki,
má hætta því einn — á böðuls stokki.

Kvæði Øverlands hafði bersýnilega mikil áhrif á Tómas Guðmundsson, sem orti kvæðið „Heimsókn“ árið 1942, í miðju stríði:

Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann,
sem veruleikinn yrkir kringum hann.

Niðurstaða Tómasar er afdráttarlaus:

Því meðan til er böl, sem bætt þú gast,
og barist var, á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.

Þessa dagana verður mér iðulega hugsað til kvæða þeirra Øverlands og Tómasar.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 19. mars 2022.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir