Í Fróðleiksmola 1. ágúst 2020 nefndi ég dæmi um þá afsiðun, sem stríð hafa í för með sér. Í lok síðari heimsstyrjaldar flýðu um 250 þúsund Þjóðverjar undan Rauða hernum rússneska yfir Eystrasalt til Danmerkur. Þar voru þeir umsvifalaust lokaðir inni í fangabúðum. Danska læknafélagið sendi frá sér tilkynningu um, að læknar myndu ekki hlynna […]
Hinn 19. apríl var mér boðið að flytja erindi um stjórnspeki Snorra Sturlusonar í Snorrastofu í Reykholti. Þar notaði ég tækifærið til að svara rækilegar en áður tveimur mótbárum, sem hreyft var við fyrirlestri mínum um sama efni í miðaldastofu í Reykjavík 2. desember á síðasta ári. Hin fyrri var, að Snorri hefði ekki samið […]
Í ágúst 2005 skipulagði ég í Reykjavík ráðstefnu Mont Pelerin Society, alþjóðasamtaka frjálslyndra fræðimanna. Ráðstefnugestir hrifust margir af íslenska Þjóðveldinu, þegar þjóðin átti sér engan konung annan en lögin. Einn gestanna, Michel Kelly-Gagnon í Hagfræðistofnuninni í Montréal, hvatti tvo vini sína, fjármálaráðgjafana Gabriel Stein og John Nugée í Lundúnum, til að skrifa skáldsögu um Þjóðveldið. […]
Á íslensku heitir Las Vegas engi og Nevada Snæland, þótt lítið sé um engi nálægt Las Vegas og snjór aðeins á hæstu fjallstindum í Nevada. Á hinni árlegu ráðstefnu Samtaka um framtaksfræðslu, Association of Private Enterprise Education, á Engjum í Snælandi kynnti ég hinn 5. apríl nýlega bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, en […]
Úkraínumenn hafa verið óheppnari með nágranna en Íslendingar. Einn hræðilegasti atburður tuttugustu aldar í Evrópu var hungursneyðin í Úkraínu árin 1932–1933. Talið er, að fjórar milljónir manna hafi þá soltið í hel. Orsök hennar var, að Kremlverjar vildu koma á samyrkju, en bændur streittust á móti. Kremlverjar brugðust við með því að gera mestalla uppskeru […]
Nýlegar athugasemdir