Laugardagur 28.05.2022 - 10:15 - Rita ummæli

Norðurlönd til fyrirmyndar

Á ráðstefnu norskra íhaldsstúdenta í Osló 21. maí 2022 benti ég á, að velgengni Norðurlanda væri þrátt fyrir, en ekki vegna ofurvalds sósíalista þar um miðja tuttugustu öld. Hún ætti sér aðallega þrjár rætur: Réttarríkið standi traustum fótum á Norðurlöndum, ekki síst virðing fyrir eignarréttinum; hagkerfið sé opið og áhersla lögð á frjáls alþjóðaviðskipti; og samheldni sé veruleg og almennt traust algengt, en það greiðir fyrir verðmætasköpun og gagnkvæmri aðlögun.

Á Norðurlöndum er einmitt til sterk frjálslyndishefð. Snorri Sturluson kom orðum að þeirri skoðun, að konungar væru settir undir sömu lög og þegnar þeirra og setja mætti þá af, brytu þeir þessi lög. Í ræðu Einars Þveræings sagði Snorri meira að segja, að konungar væru misjafnir og Íslendingum því best að hafa engan konung. Anders Chydenius, sænsk-finnskur prestur á átjándu öld, skrifaði bókina Þjóðarhag ellefu árum áður en Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith kom út 1776, en boðskapurinn var hinn sami: eins gróði þarf ekki að vera annars tap, og hagkerfið getur verið skipulegt án þess að vera skipulagt.

Ég ræddi líka um hina víðkunnu sænsku hagfræðinga Gustav Cassel og Eli Heckscher, sem mæltu af mælsku fyrir atvinnufrelsi á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar. Þeir höfðu mikil áhrif, líka á sænska jafnaðarmenn, sem fóru sér þess vegna hægar en í upphafi var ætlunin. Margt af því, sem Jón Þorláksson skrifaði uppi á Íslandi, var einmitt ættað frá Cassel, meðal annars hin fræga ritgerð „Milli fátæktar og bjargálna“.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. maí 2022.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir