Það er fagnaðarefni, að Jóhannes Nordal hafi nú í hárri elli skráð endurminningar sínar, Lifað með öldinni, og hlakka ég til að lesa þær, en rifja hér upp nokkur atriði um höfundinn. Eitt er það, að Jóhannes flutti afbragðs gott erindi á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 10. mars 1959, en það mátti kalla uppgjör hans við […]
Eftir að ég hafði setið þing Mont Pelerin samtakanna í Osló 4.–8. október 2022, hélt ég til Wroclaw í Póllandi, þar sem ég tók þátt í starfshópi Evrópuvettvangs um minningu og samvisku um, hvernig minnast mætti fórnarlamba alræðisstefnu nasista og kommúnista. Notalegur miðaldablær er yfir miðborginni, en ég tók eftir því, að mörg fallegustu húsin […]
Á aðalfundi Mont Pelerin samtakanna í Osló í október 2022 var hlé gert á fundum síðdegis 7. október og siglt frá borginni suður til hins sögufræga Óskarsvirkis, sem stendur á hólma í Oslóarfirði, þar sem hann er einna þrengstur. Virkið var fullgert árið 1853 og hét eftir konungi Svíþjóðar og Noregs á þeirri tíð. Það […]
Nú í ár héldu Mont Pelerin samtökin, alþjóðleg samtök frjálslyndra fræðimanna og annarra áhugamanna um frelsi, aðalfund sinn í fyrstu viku október í Osló. Þau voru stofnuð að frumkvæði ensk-austurríska hagfræðingsins Friedrichs von Hayeks, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, í Sviss vorið 1947, svo að þau eru nú 75 ára. Meðal stofnenda voru þrír aðrir hagfræðingar, sem […]
Það var fróðlegt á dögunum að gista tvær gamlar verslunarborgir í Evrópu, Tallinn í Eistlandi og Split í Króatíu. Báðar liggja þær vel við siglingum, önnur um Eystrasalt og hin um Adríahaf, og báðar voru þær öldum saman undir stjórn útlendinga, Tallinn þýskrar riddarareglu og Split feneyskra kaupmanna. Íslendingar eiga aðeins einn nágranna, Ægi konung, […]
Nýlegar athugasemdir