Laugardagur 29.10.2022 - 10:35 - Rita ummæli

Jóhannes Nordal

Það er fagnaðarefni, að Jóhannes Nordal hafi nú í hárri elli skráð endurminningar sínar, Lifað með öldinni, og hlakka ég til að lesa þær, en rifja hér upp nokkur atriði um höfundinn.

Eitt er það, að Jóhannes flutti afbragðs gott erindi á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 10. mars 1959, en það mátti kalla uppgjör hans við haftastefnuna, sem hér hafði verið fylgt allt frá því í heimskreppunni upp úr 1930. Færði Jóhannes rök fyrir því, að lýðræði væri ekki markmið í sjálfu sér og óheft lýðræði hefði í för með sér ýmsar hættur. Stefna ætti að sem víðtækustu frelsi borgaranna innan marka laga og góðrar allsherjarreglu.

Er þetta erindi birt í greinasafni Jóhannesar, Málsefnum, sem kom út árið 1994. Skipaði Jóhannes sér með því í röð frjálslyndra umbótasinna á Íslandi, þeirra Jóns Sigurðssonar (langafabróður hans), Arnljóts Ólafssonar, Jóns Þorlákssonar (frænda hans), Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Björnssonar.

Annað er sá algengi misskilningur, að ekki hafi verið hlýtt á milli Jóhannesar og Benjamíns. Um það leyti er Benjamín ákvað að snúa baki við skarkala heimsins, birti hann í blaði vísu, þar sem mannsnafnið Jóhannes kom fyrir. Ég spurði Benjamín eitt sinn um þetta, og kvað hann vísuna hafa verið um allt annan mann. Hann hafi ekki haft neitt út á Jóhannes að setja.

Hið þriðja er, að Davíð Oddsson bauð Jóhannesi til sín, skömmu eftir að hann settist í Seðlabankann í október 2005. Davíð sagði, að sér litist ekki á hina öru útþenslu bankanna. Efnislega sagði þá Jóhannes: „Þetta er snjóbolti, sem er að rúlla niður hlíðina, og líklega átt þú eftir að verða undir honum.“

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. október 2022.)

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir