Mánudagur 19.12.2022 - 13:12 - Rita ummæli

Lilja Rafney um landsdómsmálið

Lilja Rafney Magnúsdóttir var einn þeirra þingmanna, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Hún vildi ekkert við mig tala, þegar ég skrifaði bók mína um landsdómsmálið, en hún skrifaði nýlega athugasemd í umræðum á Facebook-vegg Stefáns Pálssonar, sem hafði haldið því fram, að ákæran hefði ekki verið neitt sérstakt kappsmál Vinstri grænna:

Góð greining á veruleikanum á þessum tíma Stefán Pálsson Þar sem ég sat með Atla í viðkomandi þingnefnd og öll rök færustu lögspekinga sem komu fyrir nefndina voru skýr að mál viðkomandi ráðherra ættu að fara í réttan farveg sem lög um ráðherraábyrgð gera ráð fyrir það er Landsdóm. Margir hafa lagt lykkju á leið sína til að endurskrifa söguna í pólitískum tilgangi því miður.

Ég svaraði henni:

Það var auðvitað furðulegt, eins og ég bendi á í bók minni, að þið í þingmannanefndinni skylduð bæta við þremur sakarefnum (stjórnarskrárbroti fjögurra ráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu á sakamannabekk og Icesave-málinu hjá Árna M. Mathiesen) án þess að gera neina rannsókn á þeim. Rannsóknarnefnd Alþingis hafði einmitt tekið allt þrennt til athugunar og horfið frá ásökunum um þau. Af hverju bættuð þið þeim við og með hvaða rökum? Og það voru ekki „öll rök færustu lögspekinga“, að það ætti að ákæra. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, taldi ekki forsendur til að ákæra, og í rauninni staðfesti landsdómur með sýknudómum sínum um öll efnisleg atriði álit hans, en ekki hinna „lögspekinganna“, sem gáfu ykkur ráð. Og það er eins og ekkert ykkar hafið veitt því athygli, að ákúrur eða ásakanir rannsóknarnefndarinnar um vanrækslu voru með skírskotun til laga, sem sett voru EFTIR bankahrunið, með öðrum orðum afturvirkt, sem er brot á lögmálum réttarríkisins.

 Lilja Rafney hefur að sjálfsögðu ekki svarað spurningum mínum. Gaman væri að vita, hvort aðrir þeir, sem vildu ákæra, hafa einhver svör.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir