Sunnudagur 05.11.2023 - 09:17 - Rita ummæli

Lýðræðisumræðurnar í Danmörku

Strax eftir stríð urðu fjörugar umræður á Norðurlöndum um framtíðartilhögun stjórnmála. Í Svíþjóð og á Íslandi snerust umræðurnar aðallega um þann boðskap Friedrichs von Hayeks, að sósíalismi færi ekki saman við lýðræði. Smám saman hurfu vinstri menn í báðum löndum þó frá róttækustu hugmyndum sínum.

Í Danmörku tóku umræðurnar á sig aðra mynd. Þar skrifuðu tveir kommúnistar, báðir prófessorar, Jørgen Jørgensen í heimspeki og Mogens Fog í læknisfræði, sumarið 1945 greinar í blöð um, að stríðið hefði sýnt, að ekki mætti leyfa andlýðræðisskoðanir. Ella yrði nasisminn hættulegur. Poul Andersen, prófessor í lögfræði, minnti þá á fræg orð Grundtvigs gamla, að frelsið væri ekki síður frelsi Loka en Þórs. Taldi hann erfitt að skilgreina, hvað væru andlýðræðisskoðanir.

Þessar umræður voru einkennilegar. Nasisminn var aldrei hættulegur í Danmörku. Hann hafði mjög lítið fylgi. En hefði átt að banna einhverjar andlýðræðisskoðanir (sem ég tel ekki), þá voru það skoðanir kommúnista, sem vildu koma á alræði og gengu erinda erlends stórveldis, Rússaveldis Stalíns.

Á heimasíðu, sem Háskólinn í Árósum heldur uppi fyrir ungt fólk um Danmerkursögu, er mikið efni úr þessum lýðræðisumræðum (demokratidebatten). Þar er þó ekki framlag Pouls Andersens, þótt greinar sumra kommúnistanna, sem þar eru birtar, séu einmitt andsvör við henni. Ég skrifaði ritstjóranum og benti á þetta. Hún svaraði mér kurteislega, að auðvitað ætti grein Andersens heima þarna, en hún hefði birst í Politiken, og erfitt gæti orðið að útvega leyfi fyrir henni. En margar aðrar greinar í umræðunum og á heimasíðunni birtust líka í Politiken. Áttu dönsk skólabörn aðeins að heyra sumar raddir?

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. nóvember 2023.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir