Árin 1494–1509 háði Flórens kostnaðarsamt stríð við Pisu. Ítalski sagnfræðingurinn Francesco Guicciardini sagði frá fundi í Æðsta ráði Flórens um, hvernig skipta skyldi kostnaðinum. Einn af þeim, sem tóku til máls, mælti: „Byrðarnar, sem lögð er á fátæklinginn og ríka manninn, eru taldar jafnar, þegar þeir leggja báðir fram tíunda tekna sinna. En þótt tíundi […]
Það er fagnaðarefni, að ég skuli verða sjötugur 19. febrúar 2023. Hitt væri óneitanlega miklu verra, að verða ekki sjötugur. Annars er lífið undarlegt ferðalag: Við mælum það í dögum, þeim tíma, sem það tekur jörðina að snúast í kringum sjálfa sig, og árum, þeim tíma, sem það tekur jörðina að þeysast í kringum sólina. […]
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands hélt fund 16. janúar 2023 um bók mína, Landsdómsmálið. Hafði ég framsögu, en Ögmundur Jónasson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, veitti andsvör. Hann sagði ýmislegt fróðlegt. Geir H. Haarde var sakfelldur fyrir að hafa ekki sett yfirvofandi bankahrun árið 2008 á dagskrá ráðherrafunda þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar um, að halda skyldi […]
Á ráðstefnu evrópskra íhaldsflokka í Lundúnum 14. janúar 2023 var ég beðinn um að halda tölu. Ég lýsti því þar, hvernig Íslendingar hafa leyst úr þremur erfiðum verkefnum. Hið fyrsta var að tryggja nothæfa peninga. Helstu hlutverk peninga eru að vera verðmælir annars vegar og gjaldmiðill hins vegar. Gallinn við mikla verðbólgu til langs tíma, […]
Landnemarnir úr Noregi höfðu ekki búið lengi í þessu landi, þegar þeir tóku að líta á sig sem sérstaka þjóð. Sighvatur skáld Þórðarson orti í Austurfararvísum um hin „íslensku augu“, sem hefðu dugað sér vel. Um svipað leyti, árið 1022, gerðu Íslendingar sinn fyrsta milliríkjasamning, og var hann við Norðmenn um gagnkvæman rétt þjóðanna. Segja […]
Um aldamótin 1900 var Ísland dönsk hjálenda, eins og það var kallað (biland). Það var þá eitt fátækasta land Vestur-Evrópu. Hér vantaði sárlega vegi, brýr, hafnir og vita. Landsmenn bjuggu flestir í köldum, dimmum, saggasömum torfbæjum. Útlendir togarar ösluðu upp að ströndum og létu vörpur sópa, en Íslendingar stunduðu af vanefnum sjó á litlum bátum, […]
Í nýrri bók minni um landsdómsmálið segi ég frá ýmum minnisstæðum atvikum úr bankahruninu. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gekk á fund ríkisstjórnarinnar 30. september 2008 til að vara við bankahruni. Á leiðinni út mætti hann þvögu af fréttariturum. Í miðjum hópnum var Sævar Cielselski, sem lét ófriðlega, en hann taldi ríkið hafa svikið sig um bætur. […]
Þegar rætt er um ábyrgð ráðamanna á bankahruninu 2008, skipta tvær spurningar mestu máli: Hvað gátu þeir vitað? Hvað gátu þeir gert? Seinni spurningunni er auðsvarað: Lítið sem ekkert. Þeir urðu aðeins að bíða og vona. Fyrri spurningin er flóknari. Auðvitað vissu helstu ráðamenn, að íslenska bankakerfið var þegar í árslok 2005 orðið svo stórt, […]
Eitt merkasta og mikilvægasta lögmál réttarríkisins er In dubio, pars mitior est sequenda, um vafamál skal velja mildari kostinn. Þetta lögmál braut meiri hluti landsdóms árið 2012, þegar hann sakfelldi Geir H. Haarde fyrir að hafa vanrækt skyldu sína samkvæmt stjórnarskrá til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Minni hlutinn, þar á meðal hæstaréttardómararnir Garðar […]
Kynni mín af Jóhannesi Nordal voru ekki mikil, en ætíð ánægjuleg. Þegar ég stundaði nám á Pembroke-garði í Oxford árin 1981–1985, var ég þar R. G. Collingwood verðlaunahafi, snæddi þrisvar í viku við háborðið með kennurunum og mátti taka með mér gest. Ég bauð Jóhannesi einu sinni þangað, þegar hann átti leið um, og áttum […]
Nýlegar athugasemdir