Iðulega skilja fallnir óvinir frelsisins eftir sig stórhýsi, sem sjálfsagt er að nýta. Eftir fall kommúnismans í Póllandi var kauphöll hýst í fyrrverandi bækistöðvum kommúnistaflokksins. Ég býð stundum til útgáfuhófa í Rúblunni að Laugavegi 18. Og nú á dögunum kenndi ég á sumarskóla tveggja evrópskra frjálshyggjustofnana, sem haldinn var í Escorial-höll nálægt Madrid. Filippus II. […]
Á árum áður mátti gera greinarmun á tveimur tilraunum til að endurskapa skipulagið, rússneskum vinnubúðasósíalisma og sænskum vöggustofusósíalisma. Rússnesku sósíalistarnir vildu breyta þjóðskipulaginu í risastórar vinnubúðir, þar sem þeir segðu sjálfir fyrir verkum. Þeir, sem óhlýðnuðust, voru skotnir eða sveltir til bana. Sænskir sósíalistar sáu hins vegar þjóðskipulagið fyrir sér eins og vöggustofu, þar sem […]
Það vakti athygli mína, þegar ég las Íslandsdagbækur Kristjáns X., konungs Íslands 1918–1944, var, að hann hitti stundum til skrafs og ráðagerða dr. Valtý Guðmundsson, sem kenndi sögu og bókmenntir Íslands í Kaupmannahafnarháskóla. Kann það að vera ein skýringin á andúð konungs á Hannesi Hafstein, sem skín af dagbókunum, en um skeið öttu þeir Valtýr […]
Þegar ég las nýlega Íslandsdagbækur Kristjáns X., velti ég enn fyrir mér, hvers vegna Íslendingar afhrópuðu kónginn. Það var hvergi gert ráð fyrir því í sambandslagasáttmálanum frá 1918, að konungssambandið væri uppsegjanlegt. Ég hef rakið ýmsar sögur um hranalega framkomu Kristjáns X. við Íslendinga. En setjum svo, að konungur hefði verið sami Íslandsvinurinn og faðir hans […]
Í árslok 2018 kom út bók í Danmörku, Christian X og Island, en hún hefur að geyma dagbókarfærslur og athugasemdir Kristjáns X. um Ísland, en þær færði konungur til sérstakrar bókar, og sá prófessor Knud V. J. Jespersen um útgáfuna. Kristján var konungur Íslands frá 1918 fram að lýðveldisstofnun, því að með sambandslagasáttmálanum við Dani […]
Einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna um þrælahald er hagfræðingurinn Thomas Sowell, sem hefur ef til vill frjálsari hendur en flestir aðrir um djarflegar kenningar, af því að hann er dökkur á hörund. En þrennt í bókmenntum og sögu Íslands styrkir kenningar hans. Ein kenningin er, að þrælahald sé líklegt til að deyja út við venjulegar aðstæður, […]
Síðustu misseri hef ég lesið aftur verk Snorra Sturlusonar og skrifað talsvert um hann, þar á meðal kafla í bókinni Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, sem kom út í Brüssel í desember 2020. Að mörgu er að hyggja. Mér sýnist, að helsti heimildarmaðurinn um Snorra, Sturla Þórðarson, hafi ekki alltaf látið föðurbróður sinn njóta sannmælis. Sturla tekur […]
Í gær, hinn 30. apríl 2021, voru þrjátíu ár frá því, að Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn. Hann átti eftir að verða forsætisráðherra í nær fjórtán ár, lengst allra manna, jafnt samfellt og samtals. Enginn vafi er á því, að þá urðu tímamót í Íslandssögunni, þótt margt væri í rökréttu framhaldi af því, sem […]
Á meðan ég kenndi stjórnmálaheimspeki í Háskóla Íslands, reyndi ég eftir megni að hugsa upp rök með og á móti ólíkum sjónarmiðum, reyna á þanþol hugmynda, rekja þær út í hörgul. Heimspekin á að vera frjó samræða, ekki einræða. Eitt sígilt umræðuefni var, hversu langt ríkið mætti ganga í að lögbjóða það, sem er á […]
Einn virtasti fræðimaður Íslendinga á alþjóðavettvangi, dr. Þráinn Eggertsson prófessor, er áttræður á þessu ári. Tvær bækur hans á ensku um stofnanahagfræði eru lesnar og ræddar í háskólum um allan heim. Ekki er síður um það vert, að Þráinn hefur í nokkrum snjöllum ritgerðum varpað ljósi hagfræðinnar á sögu Íslands. Ein þeirra er um ítöluna […]
Nýlegar athugasemdir