Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 18.02 2021 - 12:03

Brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur í verkum Jóns Ólafssonar

Jón Ólafsson hefur gefið út tvær bækur um sögu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista, Kæru félaga árið 1999 og Appelsínur frá Abkasíu árið 2012, og hann var aðalyfirlesari hinnar þriðju, Drauma og veruleika eftir Kjartan Ólafsson, sem birtist árið 2020. Jón hefur einnig birt nokkrar ritgerðir um íslensku kommúnistahreyfinguna. Þótt hann sé skólagenginn í heimspeki, […]

Laugardagur 13.02 2021 - 06:24

Nýfrjálshyggjan og tekjudreifingin

Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin. En minna verður á, að þetta tímabil er eitthvert mesta framfaraskeið mannkynssögunnar: Fátækt hefur minnkað stórkostlega, hungurvofunni verið bægt frá þrátt fyrir ótal hrakspár um hið gagnstæða, barnadauði minnkað og margvísleg önnur […]

Laugardagur 06.02 2021 - 11:22

Nýfrjálshyggjan og lánsfjárkreppan

Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin. Hann segir meðal annars, að hún hafi valdið lánsfjárkreppunni 2007–2009, en hún náði hámarki sínu haustið 2008 og hafði sem kunnugt er óskaplegar afleiðingar hér á Íslandi. Þetta er mikill misskilningur. Orsakir […]

Fimmtudagur 04.02 2021 - 06:35

Píslarsaga Jóns hin síðari

Í upphafi Málsvarnar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem Einar Kárason rithöfundur færði í letur og kom út í janúar 2021, líkir hann málum gegn honum við Dreyfusarmálið franska, þegar franskur liðsforingi af gyðingaættum var hafður fyrir rangri sök um njósnir, jafnvel þótt yfirvöld vissu eða hefðu rökstuddan grun um, hver væri sekur. Þessi líking er fráleit. […]

Laugardagur 30.01 2021 - 05:06

Hvað er nýfrjálshyggja?

Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin og ber fyrir því tvo kunna vinstri menn bandaríska, Joseph Stiglitz hagfræðing og Robert Kuttner fréttamann. En hvað er nýfrjálshyggja? Flestir geta verið sammála um, að hún sé sú skoðun, sem Friedrich […]

Laugardagur 23.01 2021 - 07:10

Rakhnífur Occams

Þegar ég stundaði forðum heimspekinám, var okkur kennt um „rakhníf Occams“. Vilhjálmur af Occam var enskur munkur af reglu heilags Frans frá Assisi, og var hann uppi frá 1285 til 1349. Rakhnífur Occams merkir þá reglu, að jafnan beri að velja einföldustu skýringuna, sem völ sé á. Þessi regla er oftast orðuð svo á latínu: […]

Laugardagur 23.01 2021 - 06:52

Laxness: Lærisveinn Einars og Brynjólfs

Oft er með réttu talað um mikil áhrif Halldórs Laxness á hreyfingu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista. Minna hefur verið rætt um áhrif helstu íslensku stalínistanna á skáldið. Hér skal ég nefna tvö dæmi um bein áhrif Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á Laxness. Eftir að Laxness hafði gefið út Sölku Völku, birti Einar greiningu […]

Sunnudagur 17.01 2021 - 22:41

Afmælisgrein um Davíð

Davíð Oddsson er 73 ára í dag. Ég skrifaði af því tilefni grein um hann í The Conservative.

Sunnudagur 17.01 2021 - 07:58

Dálkahöfundur á The Conservative

Ég er orðinn fastur dálkahöfundur í The Conservative, sem íhalds- og umbótaflokkarnir í Evrópu gefa út á netinu. Ég skrifa þar að meðaltali tvisvar í viku um hin ýmsu mál, árásina á þinghúsið bandaríska, þöggunartilburði bandarísku netrisanna, boðskap Burkes til okkar, kenningar Actons um söguna, misráðna fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, heimsókn Churchills til Íslands 1940, afskræminguna af Thatcher […]

Mánudagur 11.01 2021 - 12:47

Svar við færslu Guðmundar Andra

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar skrifar á Facebook: Víða sér maður fólk dásama Ísraelsríki fyrir góða frammistöðu við að bólusetja sitt fólk. Sitt fólk. Bara sitt fólk. Palestínuþjóðin á herteknu svæðunum fær ekkert. Sjaldan hefur maður séð jafn svart á hvítu það ranglæti sem þetta ríki er reist á. Ég svaraði: Þessi færsla lýsir miklum […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir