Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 24.02 2019 - 10:38

Rawls og Piketty (2)

Tveir kunnustu hugsuðir nútíma jafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir (svo sem um áskapaða hæfileika sína, stétt eða kyn), setja tvær réttlætisreglur, um jafnt […]

Mánudagur 18.02 2019 - 17:20

Rawls og Piketty

Tveir kunnustu hugsuðir jafnaðarstefnu okkar daga eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem gaf út Kenningu um réttlæti (A Theory of Justice) árið 1971, og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, sem gaf út Fjármagn á tuttugustu og fyrstu öld (Capital in the Twenty-First Century) árið 2014. Ég lagði það á mig fyrir skömmu vegna verkefnis, sem ég […]

Laugardagur 09.02 2019 - 07:37

Brjóstmyndin af Brynjólfi

Á dögunum var málverk í Seðlabankanum af nakinni konu tekið niður að ósk viðkvæms starfsmanns. Mynd í Menntaskólanum á Ísafirði af umdeildum fyrrverandi skólameistara var einnig fjarlægð nýlega að beiðni nemanda. Ég ætla ekki að fella hér dóm um réttmæti þessara ákvarðana, heldur aðeins minna á að brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni stendur fyrir framan hátíðarsal […]

Laugardagur 02.02 2019 - 11:44

Ragnar Árnason

Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 verður Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, sjötugur. Hann er í röð fremstu fræðimanna Háskóla Íslands og ráðgjafi ríkisstjórna um heim allan á sérsviði sínu. Af mörgu er að taka, en ég staldra einkum við tvö verk Ragnars. Annað er fræg ritgerð í Canadian Journal of Economics árið 1990, Minimum Information Management […]

Laugardagur 26.01 2019 - 10:32

Niður með fjöllin?

Ungur vinstrimaður flutti á dögunum jómfrúræðu á Alþingi. Hafði hann áhyggjur af því að í heiminum væru hinir ríku að verða sífellt ríkari og vitnaði í svokallaða fjalldalareglu bandaríska heimspekingsins Johns Rawls í túlkun Þorsteins Gylfasonar: „Fjöll mega ekki vera hærri né tignari en þarf til þess að dalirnir séu sem blómlegastir og byggilegastir.“ Regla […]

Laugardagur 19.01 2019 - 10:20

Faðir velferðarríkisins

Miðvikudagur 16.01 2019 - 17:44

Það bar hæst árið 2018

Heimarnir eru jafnmargir mönnunum, sagði þýska skáldið Heinrich Heine, og þegar ég horfi um öxl í árslok 2018, verður mér auðvitað starsýnt á það, sem gerðist í eigin heimi. Þar bar hæst, að ég skilaði í september skýrslu á ensku um bankahrunið 2008, en hana vann ég í samstarfi við nokkra aðra fræðimenn fyrir Félagsvísindastofnun að […]

Miðvikudagur 16.01 2019 - 17:42

Löstur er ekki glæpur

Einn skemmtilegasti einstaklingshyggjumaður Bandaríkjanna á nítjándu öld var Lysander Spooner. Hann var ákafur baráttumaður gegn þrælahaldi og stofnaði bréfburðarfyrirtæki í samkeppni við bandaríska póstinn, þótt ekki tækist honum að raska einokun hans. Ein bók hefur komið út eftir Spooner á íslensku, Löstur er ekki glæpur. Þar leiðir höfundurinn rök að því, að ekki eigi að […]

Sunnudagur 30.12 2018 - 06:48

Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2018

[Ég þarf að gera rannsóknarskýrslu fyrir Háskólann á hverju ári og fer hér í skýrslunni fyrir 2018 eftir flokkun hans:]   Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun: Totalitarianism in Europe: Three Case Studies. Brüssel: ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe] 2018.   Ritgerðir í ritrýndum erlendum fræðitímaritum: Icelandic Liberalism and […]

Sunnudagur 30.12 2018 - 06:35

Heimurinn fer batnandi!

Ísland væri best allra landa, ef ekki væri fyrir veðrið og nöldrið. Líklega ætti dimmustu vetrarmánuðina að bæta við þriðja bölinu, sem okkur hrjáir, myrkrinu. En þá mætti minna á tvær nýlegar og læsilegar bækur frá Almenna bókafélaginu, Heimur batnandi fer eftir breska dýrafræðinginn og metsöluhöfundinn dr. Matt Ridley, sem situr í lávarðadeild breska þingsins, […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir