Laugardagur 3.1.2026 - 15:37 - Rita ummæli

Tvær vísur eftir nafna mína

Hátíðarkvöldverður Þjóðmála árið 2025 var haldinn í Hvalasafninu úti á Granda 20. nóvember, og ávarpaði ég samkomuna. Kvaðst ég kunna vel við mig innan um hvalina, því að ég hefði tekið upp þeirra sið. Ég dveldist á Íslandi á sumrin og á suðlægum slóðum á veturna. Ég sagðist eiga marga nafna á Íslandi, því að nöfnin Hannes, Jón, Jóhann og Jóhannes eru öll afbrigði sama nafns. Tveir nafnar mínir hefðu ort snjallar vísur um daginn og kvöldið. Vísan um daginn væri eftir Jón Helgason prófessor og eins og töluð út úr mínu hjarta:

Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend.
Á himni ljómar dagsins gullna rönd.
Sú gjöf mér væri gleðilegust send,
að góður vinnudagur færi í hönd.

Þegar húmar, er vinnudagurinn á enda. Vísan um kvöldið væri eftir Hannes Hafstein ráðherra og ætti vel við í þessum hátíðarkvöldverði:

Lífið er stutt,
dauðinn þess borgun.
Drekkum í kvöld,
iðrumst á morgun.

Raunar er lífsspeki í þessari vísu ekki síður en þeirri, sem Jón Helgason orti, enda táknar gamansemi ekki afsal neinnar alvöru. Lífið er stutt og best að reyna að njóta þess. Því væri þó ekki að neita, sagði ég í ávarpinu, að stundum fylgdu drykkjunni timburmenn, en þá rifjaði ég upp, að góður vinur minn, Jón E. Ragnarsson hæstaréttarlögmaður, hefði sagt, að menn ættu ekki að gefa timburmönnunum neitt færi á sér. Jón var manna skemmtilegastur, en dró ekki af sér við drykkju.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. desember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:36 - Rita ummæli

Gamanmál á hátíðarkvöldverði

Á árlegum hátíðarkvöldverði Þjóðmála, sem haldinn var í Hvalasafninu 20. nóvember 2025, hélt ég ræðu kvöldsins. Þegar vín var borið fram, minnti ég á þau orð Tómasar Guðmundssonar, að það mætti áfengið eiga, að það gerði engum manni mein að fyrra bragði. Ég vitnaði til mótvægis í Freymóð Jóhannsson listmálara, sem sagði: „Ekki drekk ég, og er ég þó skemmtilegur.“ Bjarni Benediktsson (eldri) var ekki sammála honum, og þegar Freymóður hafði í viðtalstíma gerst langorður um bindindismál, hringdi Bjarni bjöllu. „Merkir þetta, að ég eigi að fara?“ spurði Freymóður. „Nei, það merkir, að næsti maður á að koma,“ svaraði Bjarni. Ég rifjaði upp, þegar Davíð Oddsson var fenginn til að halda hátíðarræðu í Íslendingafélaginu í Lundúnum, en þess látið ógetið, að veislustjóri yrði Össur Skarphéðinsson. Þegar Össur kynnti ræðumann kvöldsins, fór hann niðrunarorðum um hann. Varð nokkur kurr meðal veislugesta, en þegar Davíð fékk orðið, sagði hann: „Þið skulið ekki kippa ykkur upp við, hvernig Össur lætur við mig. Hann kemur aðeins svona fram við þá, sem eru fyrir framan hann í stafrófinu!“
Ég rifjaði líka upp rösk þrjátíu ár mín í stjórnmálafræðideild. Mér var ekki beinlínis tekið opnum örmum, þegar ég var skipaður lektor sumarið 1988. Svanur Kristjánsson heilsaði mér ekki fyrstu árin, og eitt sinn, er ég mætti honum fyrir framan aðalbyggingu Háskólans, hrasaði hann í þrepunum, þegar hann starði beint fram fyrir sig, ráðinn í að sjá mig ekki. Á einum deildarfundinum var kvartað undan því, að allir kennararnir í stjórnmálafræði væru karlar. Ég bað um orðið og sagði, að ekki þyrfti að hafa miklar áhyggjur af þessu. Við værum allir hálfar konur, því að við værum allir fæddir af konum. En auk þess hefðum við reynt eftir megni að rækta konuna inni í okkur, og þar hefði Ólafur Þ. Harðarson náð mestum árangri eins og sjá mætti. Þetta átti að vera spaug, enda er Ólafur lítt kvenlegur, en hann fór þó hjá sér. Í annað skipti var tilkynnt, að Baldur Þórhallsson væri orðinn Jean Monnet prófessor með rausnarlegum styrk frá Evrópusambandinu. Ég kvaddi mér hljóðs og fagnaði þessu, því að við gætum verið viss um, að Baldur myndi vinna fyrir hverri einustu evru, sem hann fengi frá Evrópusambandinu. Ég reyndi alltaf að leggja gott til mála á deildarfundum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. nóvember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:34 - Rita ummæli

Háskólanum til skammar

Það var Háskólanum til skammar, að rektor hans og Háskólaráð skyldu ekki fordæma það, þegar nokkrir kennarar og nemendur hans ruddust 6. ágúst inn á málstofu í Háskólanum um lífeyrismál og gervigreind. Gerði hópurinn hróp að fyrirlesaranum, prófessor Gil Epstein, og fundarstjóranum, prófessor Gylfa Zoëga, svo að ekki heyrðist mannsins mál. Eftir að á þessu hafði gengið í tuttugu mínútur, var þess ekki annar kostur en slíta fundinum. Einn óspektarmanna, Ingólfur Gíslason aðjúnkt, skrifaði færslu á Facebook sama dag: „Fyrirlestur fulltrúa þjóðamorðræðisins [svo] í Ísrael var blásinn af eftir um 20 mínútur. Þá hafði því verið komið því [svo] skýrt á framfæri að fyrirlestri prófessorsins væri hafnað.“
Þetta var árás á akademískt frelsi, en líka skýlaust lögbrot, því að í 122. gr. hegningarlaga segir: „Hver, sem hindrar það, að löglegur mannfundur sé haldinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, eða fangelsi allt að 2 árum, ef miklar sakir eru, einkum ef ofríki eða ógnun í framferði hefur verið viðhaft.“ Haskólaráð samþykkti aðeins ályktun almenns eðlis til stuðnings rétti til að mótmæla og rétti til að halda fundi óáreittur, en sagði ekkert um framferði árásarmanna. Kvað Háskólaráð þeim, sem teldu lög brotin, bera að benda lögreglunni í Reykjavík á það. Strax eftir að samþykkt þess hafði verið birt, gerði ég það bréflega til lögreglustjóra.
Setjum svo, að Noam Chomsky hefði átt að halda fyrirlestur í Háskóla Íslands, en hópur kennara og nemenda ruðst inn á fundinn og komið í veg fyrir, að Chomsky talaði. Þá hefði áreiðanlega ekki staðið á viðbrögðum Háskólans. Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá, að máli hafi skipt, að Gil Epstein var gyðingur frá Ísrael, enda skrifaði forsprakki árásarinnar, Ingólfur Gíslason, aðra færslu sama dag: „Ísrael fari til helvítis!“

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. nóvember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:29 - Rita ummæli

Háskóli eða bergmálshellir?

Mér var fyrir skömmu bent á lokaritgerð í sagnfræði, sem Þorgrímur Kári Snævarr samdi í Háskóla Íslands haustið 2021 undir umsjón prófessors Vals Ingimundarsonar, Afneitunareyjan: Þróun íslenskrar loftslagsumræðu frá níunda áratugnum til okkar daga. Þar erum við Davíð Oddsson og Egill Helgason sagðir „afneitunarsinnar“ um loftslagsbreytingar. Því fer þó fjarri, að ég afneiti loftslagsbreytingum. Ég hef aðeins bent á tvennt: Loftslagsbreytingar hafa alla tíð átt sér stað af náttúrunnar völdum og löngu áður en menn fóru ef til vill að hafa einhver áhrif á loftslag með losun koltvísýrings í andrúmsloftið. Sá tími er ekki skyndilega runninn upp, að náttúruöflin séu hætt að hafa áhrif á loftslag. Í öðru lagi er alls óvíst, að það loftslag, sem var á jörðu um og eftir 1990, sé hið eina æskilega, svo að allar breytingar séu til hins verra. Verið getur, að hækkun meðalhita um eitt eða tvö stig stig sé til góðs, sérstaklega á Norðurslóðum.
Í ritgerðinni er ekki minnst á hneykslið, þegar helstu talsmenn hamfarahlýnunar af mannavöldum urðu uppvísir að því árið 2009 að leggja í tölvuskeytum á ráðin um talnabrellur (Climategate), og því síður á allar hrakspárnar, sem ekki hafa ræst. En úr því að höfundur takmarkaði sig, eins og skynsamlegt var, við umræður á Íslandi á ákveðnu tímabili, eru tvær meinlegar gloppur í verki hans. Önnur er, að hvergi er minnst á fyrirlestur, sem hinn heimskunni vísindabókahöfundur dr. Matt Ridley flutti í Háskólanum 27. júlí árið 2012, þar sem hann afneitaði ekki hlýnun jarðar, en taldi of mikið gert úr henni og neikvæðum afleiðingum hennar. Hefur bók Ridleys, Heimur batnandi fer (The Rational Optimist), komið út á íslensku. Ridley átti í ritdeilu við auðjöfurinn og menningarfrömuðinn Bill Gates um loftslagsmál, en nú hefur Gates skipt um skoðun og tekur undir margt með Ridley. Hin gloppan er, að hvergi er minnst á ráðstefnu, sem haldin var í Háskólanum 8. október árið 2015 til heiðurs prófessor Rögnvaldi Hannessyni, sem hafði einmitt skömmu áður gefið út bókina Ecofundamentalism (Umhverfisöfga), þar sem hann gagnrýndi hamfarahlýnunartrúna. Rögnvaldur er einn virtasti vísindamaður okkar á alþjóðavettvangi. Hefði umsjónarkennari hins unga manns átt að vekja athygli hans á þessu tvennu. Háskólinn á ekki að vera bergmálshellir.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 15. nóvember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:29 - Rita ummæli

Íslam og einstaklingsfrelsi

Á ráðstefnu Mont Pelerin samtakanna í Marrakesh í Marokkó, sem ég sat á dögunum, var rætt um íslam og einstaklingsfrelsi, og kom þar margt fróðlegt fram. Múslimar áttu sinn blómatíma á síðmiðöldum og stóðu þá framar Evrópuþjóðunum um menningu. Spekingarnir Avicenna (Ibn Sina), Averroes (Ibn Rushd) og Ibn Khaldun báru hróður íslams víða. Síðan snerist þetta við, sérstaklega í Arabaheiminum, þar sem ófrelsi og fátækt eru nú á tímum regla frekar en undantekning. Hvað olli? Ein skýringin er, að í Evrópu klofnaði valdið í langri, sögulegri þróun í andlegt og veraldlegt vald, svo að svigrúm myndaðist fyrir frumkvæði og sköpun einstaklinga, en í íslam hefur hvort tveggja þetta vald venjulega verið á einni hendi.
En er eitthvað í sjálfu íslam, sem kemur í veg fyrir framfarir? Á ráðstefnunni í Marrakesh var bent á, að í trúarritum múslima sé hvort tveggja að finna, frjálslyndi og stjórnlyndi. Þó virðist stjórnlyndið vera öllu sterkara. Til dæmis boðar Múhameð spámaður undirgefni enn afdráttarlausar en Páll postuli: „Þótt maður felli sig ekki við það, sem valdhafinn gerir, verður hann að sætta sig við það, því að hver sá, sem hlýðir ekki valdhafanum, jafnvel um smáatriði, mun deyja trúleysingi.“ (Sahih al-Bukhari, Bók 92, 7053.) Þá er ekki virt sú regla, að þeir, sem skapi verðmætin, skuli njóta þeirra. „Auður stofnar rétt betlarans og umkomuleysingjans.“ (Surah Adh-Dhariyat [51. bók Kóransins], 19.) Síðan segir berum orðum: „Ef maður kastar trú sinni [íslam], þá skal drepa hann.“ (Sahih al-Bukhari, Bók 88, 6922.) Liggur raunar dauðarefsing í tíu múslimalöndum, þar á meðal Afganistan, Íran og Pakistan, við því að kasta trú á íslam.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. nóvember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:28 - Rita ummæli

Marrakesh, október 2025

Getur íslam farið saman við einstaklingsfrelsi? Mont Pelerin samtökin eru alþjóðlegt málfundafélag frjálshyggjumanna, og um þetta var rætt á ráðstefnu þeirra í Marrakesh í Marokkó 7.–10. október 2025. Ekki skal vitna beint í ræðumenn á fundum samtakanna, en ég get sagt frá eigin brjósti, að ég tel reginmun á höfundum og sögulegri þróun kristni og íslams. Kristur var sonur Guðs, gekk um í síðum, hvítum kyrtli og boðaði kærleika, fyrirgefningu og auðmýkt. Múhameð var í senn spámaður og hermaður, sem þeysti um á fáki og sveiflaði sverði. Í kristni varð í langri baráttu keisara og páfa til skýr aðgreining veraldlegs og andlegs valds, en í íslam er slík aðgreining vart finnanleg nema helst í Tyrklandi í valdatíð Mústafa Kemals.
Svarið við spurningunni hlýtur þó að vera já. Í kóraninum gætir sums staðar frjálslyndis, annars staðar stjórnlyndis, eins og í biblíunni. Hitt er annað mál, að vestræn gildi hafa ekki þrifist vel í múslimalöndum, eins og fram kom á ráðstefnunni. Til dæmis teljast 55% ríkja heims lýðræðisríki, en aðeins 12% múslimalanda.
Múslimar mælast líka talsvert stjórnlyndari en kristnir menn. Í gildakönnun í 115 löndum á fjörutíu árum, 1981–2020 (samtenging World Values Survey og European Values Study), voru múslimar, mótmælendur, rómversk-kaþólskir menn og grísk-kaþólskir spurðir ýmissa spurninga. Ein var, hvort væri mikilvægara hlutverk ríkisins, að halda uppi reglu eða virða frelsi. Múslimar skáru sig úr: Flestir þeirra töldu mikilvægara að halda uppi reglu. Önnur spurning var, hvort fyrirtæki ættu að vera í eigu einstaklinga eða ríkisins. Enn skáru múslimar sig úr. Langflestir þeirra töldu fyrirtæki betur komin í eigu ríkisins. Þriðja spurningin var, hvort menn vildu aðeins leyfa eigin trúarbrögð. Múslimar töldu miklu fremur en kristnir menn, að svo ætti að vera.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 1. nóvember 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:26 - Rita ummæli

Hægrið og vinstrið

Svo virðist sem hægrið og vinstrið séu hvort tveggja að umhverfast.
Hægrið studdi áður fyrr fjórfrelsið, sem Evrópusambandið var stofnað utan um, óhindrað flæði fjármagns, vöru, þjónustu og fólks yfir landamæri. En nú eru hefðbundnir hægri flokkar í Evrópu að láta undan síga fyrir flokkum, sem vilja takmarka innflutning fólks, aðallega frá múslimaríkjum, en fólk þaðan virðist eiga erfitt með að laga sig að vestrænum siðum. Líklega er kominn tími til þess fyrir hægrið að styðja áfram opin landamæri fyrir duglegt og löghlýðið fólk, en loka þeim fyrir þremur hópum, glæpalýð, öfgamúslimum og bótabetlurum. Jafnframt ætti hægrið að taka upp þjóðernisstefnu án þess þó að kasta alþjóðahyggjunni. Það ætti að efla þjóðríkin og leggja meiri áherslu á þjóðmenningu en fjölmenningu.
Vinstrið tapaði baráttunni um ríkisvaldið af þeirri einföldu ástæðu, að sósíalismi þess mistókst, jafnvel hinn tiltölulega hófsami sænski sósíalismi. Vinstrinu hefur hins vegar tekist að grípa dagskrárvaldið. Það ræður háskólum, fjölmiðlum og ýmsum stofnunum, jafnvel dómstólum. Auðvelt er að skýra þann sigur þess. Ötulir hægri menn stofna fyrirtæki og skapa verðmæti. Ötulir vinstri menn verða blaðamenn, kennarar og atvinnumótmælendur. En með vælumenningu sinni (wokeism) og afturköllunarfári (cancel culture) kann vinstrið að ganga svo fram af venjulegu fólki, að það missi eitthvað af dagskrárvaldi sínu. Nú er draumríki þess ekki Rússland, Kúba eða Svíþjóð, heldur land, sem er ekki til, Palestína, og skrattinn á veggnum ekki lengur ríka fólkið, heldur gyðingar, eins og í Þýskalandi upp úr 1930.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. október 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:25 - Rita ummæli

Hvernig var Snorri í sjón?

Norski listmálarinn Christian Krogh myndskreytti norska útgáfu Heimskringlu árið 1899, og hefur teikning hans af Snorra sem gildvöxnum, þunnhærðum og skeggjuðum gengið aftur í mörgum bókum. En Krogh var að hæðast að lesendum. Mynd hans af Snorra var sjálfsmynd. Snorri hans var gerður nauðalíkur Krogh sjálfum.
Helgi Þorláksson prófessor hefur hins vegar velt fyrir sér, hvernig Snorri hefði verið í sjón. Telur hann líklegt, að Snorri hafi verið smávaxinn, skegglaus og léttur á sér. Rökin eru, að hann hafi haft velþóknun á smávöxnum söguhetjum, höfðingjar hafi verið skegglausir á þrettándu öld, og Snorri hafi ekki átt í erfiðleikum með að hlaupa niður í kjallara, þegar honum var veitt aðför 23. september 1241.
Á málstofu um Snorra í Háskóla Íslands 23. september 2025 benti ég hins vegar á tvennt. Sturla Sighvatsson var samkvæmt lýsingum vörpulegur á velli og fríður sýnum. Snorri var föðurbróðir hans og eðlilegt að líta svo á, að Sturlu hafi verið vel í ætt skotið. Árið 1224 hófu þau Snorri og Hallveig Ormsdóttir, sem þá var ríkasta kona á landinu, sambúð. Þá var Snorri 45 ára, en hún tuttugu árum yngri. Hallveig gat áreiðanlega valið úr mönnum. Hún valdi Snorra, og bendir það til þess, að hann hafi eins og bróðursonur hans verið vörpulegur á velli, fríður sýnum, í meðallagi hár og samsvarað sér vel.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. október 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:24 - Rita ummæli

The Seismic Shift in the Right

The Right came into being as a defence of time-tested practices, not as a demand for the reconstruction of society. In 1689, John Locke argued for limited government in response to the attempts by the Stuart kings to establish absolutism. His idea of a social contract was not new. In 1014, the Anglo-Saxon king Aethelred the Unready had fled to Normandy, and he was only able to return to England after promising the national assembly, the Witan, to uphold the law, to keep taxes low and to consult the Witan. This was a contract between the king and the people. In 1649, King Charles I was put on trial after his defeat in a civil war, and the presiding judge told him that there was a contract and a bargain made under oath between the King and the people, and that the bond was reciprocal. In 1688, the English Parliament passed a resolution that King James II had broken the original contract between king and people.

Conservative Liberalism

Later, David Hume plausibly argued that limited government was based on convention rather than a contract, while presenting a defence of private property as a response to limited altruism and scarcity. Then, Adam Smith rejected mercantilism, the attempt by the emerging European states to regulate commerce instead of allowing the spontaneous cooperation of individuals in the marketplace. Locke, Hume, and Smith articulated what later became known as classical liberalism, grounded in ancient practices, conventions, traditions and habits. In the French Revolution classical liberalism split however into a radical faction, represented by Thomas Paine and the French Jacobins, and the conservative liberalism of Edmund Burke, a friend of both Hume and Smith (and seen in the painting above by Anton Hickel of the House of Commons in 1793, standing on the right, 3rd from right in 2nd row).

The Meaning of the Right

Burke expressed with great eloquence the dispositions of the Right whereas the word itself, a handy simplification, derives from the French Revolution where in the Legislative Assembly of 1791 the supporters of a constitutional monarchy, limited government and social order sat on the right and the Jacobins on the left. In the nineteenth century, Benjamin Constant and Alexis de Tocquevillereinforced conservative-liberal thought, and in the twentieth century, so did Friedrich A. von Hayek. A fourth pillar of the Right, respect for traditions, was added to the three existing ones, limited government, private property, and free trade.

The Real Class Struggle

The Right recognised, unlike the Left, that government had to be limited even if power had been transferred from the kings to the representatives of the people. But since the Right supported private property, for most of the twentieth century it was seen as the party of the affluent. But now almost everybody has some property. The proletarians have no chains to lose, only their houses, cars, pension accounts, and holidays in Spain. Moreover, the Left is dominated by the arrogant elites of the universities and the media, with its absurd cancel culture and wokeism and evil antisemitism, and with no sympathy for the concerns and interests of the working class. Indeed, the class struggle now is between the working class and the talking class. In this struggle, the Right is aligning itself with the working class. In particular, it no longer supports unlimited immigration. Law-abiding, hard-working immigrants are still welcome, but not criminals, zealots, and freeloaders.

Hayek was Prescient

Europe has recently endured a flood of anti-Western asylum seekers and immigrants, mostly from muslim countries. They threaten our values and traditions, such as the hard-won respect for women, gays, and Jews. Hayek was certainly prescient when he wrote in The Times on 11 October 1978 that immigration must not be so great as to create hostile sentiments to other nationalities, although he certainly looked forward to a time when national boundaries would not hinder the free movement of men.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.1.2026 - 15:23 - Rita ummæli

The Seismic Shift in the Left

The last few years have seen a seismic shift in the traditional Left and Right, both in Europe and North America. The Left used to stand for socialism. In the 1920s, this meant the abolition of private property rights to the means of production and hence the end of ‘exploitation’ of the working class by the capitalists. In the 1940s, socialism meant central economic planning where people were mostly allowed to retain their formal property rights but where the planners were supposed to direct individual efforts into the channels deemed most efficient, or socially acceptable. In the 1960s, this meant high taxes and extensive redistribution, not necessarily from the rich to the poor, but rather from those easily taxed to those with the greatest political clout. But socialism in all three variations failed. The Soviet system collapsed. Swedish-type social democracy collided with reality and was quietly abandoned. (When Margaret Thatcher was asked about her greatest achievement, she replied: ‘Tony Blair’.)

Left Dominates Universities and the Media

The Left did not conquer the world, because socialism did not work. But what it did conquer instead were the universities and the media. One reason was that able right-wing individuals become entrepreneurs, investors, businessmen, managers, doctors, and engineers, whereas able left-wing intellectuals become university professors, teachers, and journalists. This trend was then reinforced by the fact that leftists hold their opinion with much more intensity and much less tolerance than rightists. Right-wing university professors would hire newcomers more or less independently of their political views. Left-wing professors would only hire other leftists. Slowly, the universities were thus taken over. The same self-selection bias was found in the media. Left to their own devices, universities and the media will turn left.

Real Victims Disappear, Left Invents New

The universities ceased to be forums for the free competition of ideas, and instead became vehicles for the social changes the Left craved. The journalists ceased to report what was really happening and became left-wing cheerleaders. But which social changes did the Left crave? Its historical (and noble) mission had been to fight for the poor, and the marginal. But at the end of the twentieth century, at least in the West, these issues had ceased to be urgent. Poverty had been largely eliminated, and ethnic and sexual minorities were no longer oppressed. The Left had lost its raison d’être. It therefore invented one. Instead of engaging in the increasingly difficult task of identifying real victims and fighting for them, the Left simply created victims and their oppressors, hence the Left’s cancel culture and wokeism, the passionate rejection of Western civilisation, the inane welcome extended to anti-Western asylum seekers flocking to Europe.

Antisemitism and the New anti-Western Utopia

By now, left-wing political parties were dominated by a new elite of university professors, teachers, journalists, activist lawyers, and government bureaucrats, with no sympathy for the concerns and interests of the working class (which itself had undergone a transformation, with special skills replacing raw muscle). The Left’s imagery had also changed. In the 1920s, the utopia had been the Soviet Union, and the struggle had been supposed to be between capitalists and the proletariat. In the post-war years, the utopia had been Sweden, while the illusion of the epoch had been corporatism—the alliance of big government, big business and big labour. But the Left ran out of utopias to which to send admiring delegations from the West, and it also ran out of real struggles. For a while, the Left embraced ecofundamentalism (and some leftists still do) where the utopia is some imaginary Arcadia of singing birds and the grass swaying gently in the breeze. But recently the Left has found another imaginary country, Palestine (which has never really existed), new enemies, the Jews, and a new constituency, anti-Western immigrants. The Left has changed beyond recognition, while its traditional constituency, the working class, has no sympathy with the new left-wing elite, with its absurd cancel culture and wokeism and its evil antisemitism. This creates a unique opportunity for the Right.

(The Conservative 22 November 2025.)

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir