Þriðjudagur 04.06.2013 - 20:11 - FB ummæli ()

Ef ég gæti lifað aftur

Ég myndi vilja gera fleiri mistök næst

Ég myndi slaka á og vera mýkri

Ég myndi vera kjánalegri en ég hef verið í þessari ferð

Ég myndi taka færri hluti alvarlega

Ég myndi taka áhættu oftar

Mynd af baldursbrámÉg myndi klífa fleiri fjöll og synda yfir fleiri fljót

Ég myndi borða meiri ís og minna af grænum baunum

Ég myndi ef til vill eiga fleiri raunveruleg vandamál en færri ímynduð

Sjáðu til ég er ein af þessum manneskjum sem hef verið skipulögð og skynsöm alla ævi, klukkustund eftir klukkustund, dag eftir dag. Ég hef átt mín andartök.

Ef ég ætti að lifa aftur myndi ég eiga fleiri andartök. Ekkert annað en andartök, hvert á fætur öðru í staðinn fyrir að vera alltaf svona mörgum árum á undan hverjum degi. Ég hef verið ein af þessum manneskjum sem hafa aldrei farið neitt án þess að taka með sér hitamæli, hitapoka, regnföt og fallhlíf. Ef ég ætti að lifa aftur myndi ég taka minna með mér en ég hef gert áður.

Ef ég ætti að lifa lífinu aftur, þá myndi ég fara úr skónum fyrr á vorin og ganga berfætt langt fram á haust. Ég myndi fara á fleiri dansleiki, fara oftar í hringekju og ég myndi tína fleiri baldursbrár.

(Nadine Stair, 85 ára gömul)

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur