Fimmtudagur 06.06.2013 - 22:14 - FB ummæli ()

Alþingi tókst það enn á ný

Súlurit af kynjaskiptingu í nefndum Alþingis 2013Enn á ný hefur Alþingi Íslendinga mistekist að ganga á undan með góðu fordæmi varðandi jafna kynjaskiptingu nefnda sinna. Þær nefndir sem snúa að atvinnu-, efnahags-, viðskipta- og utanríkismálum eru aðallega skipaðar körlum og sú nefnd sem snýr að velferðarmálum er aðallega skipuð konum. Ekki ólíkt því sem bent var á 2011. Sem sagt karlmenn sjá um peningamálin og útlönd en konur um velferðarmálin. Þetta er ekki gott fordæmi og ekki líklegt til þess að skila þjóðinni bestum árangri og afurðum úr vinnu allra nefndanna þar sem ekki munu heyrast sjónarmið beggja kynja nægilega í þeim öllum. Það eru þó þrjár nefndir sem líta vel út varðandi kynjaskiptingu, fjárlaga-, allsherjar- og menntamála og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það er jákvætt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur