Færslur fyrir mars, 2019

Laugardagur 30.03 2019 - 10:50

Tvær eyjar í hitabeltinu

Hvar er fátækt fólk best komið? spyr John Rawls. Berum saman Jamaíku og Singapúr. Bæði löndin eru eyjar í hitabeltinu og fyrrverandi nýlendur Breta.. Jamaíka öðlaðist sjálfstæði árið 1962, en Singapúr var nauðugt rekið úr Malasíu árið 1965. Þá voru þjóðartekjur á mann örlitlu hærri á Jamaíku en í Singapúr. En atvinnulíf óx hratt næstu […]

Miðvikudagur 27.03 2019 - 06:03

Viðtal í Fréttablaðinu um nýleg verk mín

Viðtal var við mig í Fréttablaðinu í dag um fimm rit, sem hafa nýlega komið eða eru að koma út eftir mig: skýrslan um bankahrunið, Foreign Factors in the 2008 Icelandic Bank Collapse; safnrit um menningarbaráttuna í Kalda stríðinu, Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958 (með 40 bls. formála mínum og aftanmálsgreinum á 78 […]

Mánudagur 25.03 2019 - 11:34

Ólík örlög tveggja þjóða

Hvar er fátækt fólk best komið? spyr John Rawls. Berum saman Argentínu og Ástralíu, sem ættu um margt að eiga samleið. Löndin eru stór, bæði á suðurhveli jarðar, með svipað loftslag og svipaðar auðlindir. Þau eru bæði að langmestu leyti byggð innflytjendum frá Evrópu. Árið 1900 öðlaðist Ástralía sjálfstæði innan breska samveldisins, en Argentína hafði […]

Fimmtudagur 21.03 2019 - 14:33

Styrkjasnillingur svarar samningaglóp

Fyrir mörgum árum fengum við Árni heitinn Vilhjálmsson, prófessor og útgerðarmaður, dr. Benjamín Eiríksson bankastjóra til að snæða með okkur og rabba við okkur um líf sitt og starf. Benjamín lék á als oddi og hafði frá mörgu að segja. Þegar liðið var á kvöld, rifjaði Árni upp gamansögu, sem Ólafur Jónsson, kenndur við Oddhól, […]

Laugardagur 16.03 2019 - 21:18

Frá Márusarlandi

Þegar ég skoðaði nýjustu alþjóðlegu mælinguna á atvinnufrelsi, sem er frá 2018, með tölum frá 2016, rak ég augun í þá óvæntu staðreynd að í Márusarlandi, eins og kalla mætti Mauritius, stendur eitt af tíu frjálsustu hagkerfum heims. Hin eru í Hong Kong, Singapúr, Nýja Sjálandi, Sviss, Írlandi, Bandaríkjunum, Georgíu, Bretlandi, Ástralíu og Kanada (en […]

Laugardagur 09.03 2019 - 10:05

Rawls og Piketty (4)

Tveir kunnustu hugsuðir nútímajafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir, setja þá frumreglu, að tekjudreifingin skuli vera jöfn, nema tekjumunur stuðli að bættum kjörum hinna […]

Laugardagur 02.03 2019 - 12:39

Rawls og Piketty (3)

Tveir kunnustu hugsuðir nútíma jafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir (svo sem um áskapaða hæfileika sína, stétt eða kyn), setja tvær réttlætisreglur, um jafnt […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir