Færslur fyrir desember, 2022

Laugardagur 31.12 2022 - 07:34

Nullum crimen sine lege

Eitt merkasta og mikilvægasta lögmál réttarríkisins er Nullum crimen sine lege, enga sök án laga. Það merkir, að ekki megi sakfella menn fyrir háttsemi, sem ekki var ólögleg og refsiverð, þegar hún fór fram. En eins og ég bendi á í nýrri bók minni um landsdómsmálið braut rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu 2008 þetta lögmál, þegar […]

Miðvikudagur 28.12 2022 - 11:57

Tvö viðtöl um landsdómsmálið

Hér hafa verið klippt saman tvö viðtöl við mig um landsdómsmálið, hjá Agli Helgasyni í Silfrinu og Sigmundi Erni Rúnarssyni á Fréttavaktinni.

Mánudagur 26.12 2022 - 17:46

Það sem lesendur Stundarinnar þurfa að vita um LANDSDÓMSMÁLIÐ

Flestir lesendur Stundarinnar eru eflaust vinstri sinnaðir alveg eins og þeir, sem skrifa að staðaldri í blaðið. Ég yrði ekki hissa, þótt einhverjir þeirra hnipruðu sig jafnvel saman í bergmálsklefum og forðuðust að kynna sér neitt það, sem vakið gæti hjá þeim efa um réttmæti eigin skoðana. En ég trúi ekki öðru en að í […]

Sunnudagur 25.12 2022 - 12:03

Ólafur Arnarson um landsdómsmálið

Ólafi Arnarsyni (eða ef til vill Helga Magnússyni, vinnuveitanda hans) mislíkar sumt í bók minni um landsdómsmálið, þótt hann viðurkenni, að dómurinn yfir Geir H. Haarde hafi verið rangur. Sérstaklega gremst honum, að í fyrri hluta bókarinnar er rætt um orsakir bankahrunsins, en Ólafur hafði sjálfur skrifað bók á vegum auðjöfranna, Sofandi að feigðarósi, þar sem […]

Sunnudagur 25.12 2022 - 11:02

Ræða í Vínarborg 8. nóvember 2022

The surroundings could not be more appropriate. We are overlooking Vienna from the 23rd floor of the Ringturm, the highest building in the city after the cathedral, Stephansdom. Tonight we are celebrating the Hayek Lifetime Achievement Award, given out annually by the Hayek Institute and the Austrian Economics Centre. Friedrich August von Hayek was, I […]

Sunnudagur 25.12 2022 - 11:02

Tjörvi Schiöth um landsdómsmálið

Þórarinn Hjartarson tók við mig hressilegt viðtal í hlaðvarpi sínu, og er helmingurinn aðgengilegur án endurgjalds, en hinn helmingurinn krefst áskriftar. Þar ber Þórarinn upp ýmis sjónarmið vinstri manna. Þegar hann vakti athygli á þessu á Facebook-vegg sínum, kom fram maður að nafni Tjörvi Schiöth og sagði: Hver nennir að hlusta á HHG nema hörðustu […]

Sunnudagur 25.12 2022 - 10:59

Vanhæfi sökum fyrri árekstra

Þegar Geir H. Haarde var leiddur fyrir landsdóm 5. mars 2012, sakaður um refsiverða vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, stóð hann andspænis tveimur hæstaréttardómurum, sem áttu eflaust erfitt með að vera óhlutdrægir í hans garð, eins og ég leiði rök að í nýrri bók um landsdómsmálið. Þeir Eiríkur Tómasson og Eggert Óskarsson höfðu árið 2004 sótt […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:12

Lilja Rafney um landsdómsmálið

Lilja Rafney Magnúsdóttir var einn þeirra þingmanna, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Hún vildi ekkert við mig tala, þegar ég skrifaði bók mína um landsdómsmálið, en hún skrifaði nýlega athugasemd í umræðum á Facebook-vegg Stefáns Pálssonar, sem hafði haldið því fram, að ákæran hefði ekki verið neitt sérstakt […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:10

Þorsteinn Vilhjálmsson um landsdómsmálið

Nokkrar umræður urðu á Facebook-vegg Stefáns Pálssonar, eftir að ég hafði kynnt bók mína um landsdómsmálið í Silfrinu 4. desember. Einn þeirra, sem tók til máls, var Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur (og faðir Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis og aðaleiganda Kjarnans): Aðalmistökin í Landsdómsmálinu fólust í atkvæðagreiðslu Alþingis um hverja skyldi ákæra. Að mínu mati hefði líka átt […]

Mánudagur 19.12 2022 - 13:08

Stefán Pálsson um landsdómsmálið

Stefán Pálsson sagnfræðingur birti um daginn færslu á Facebook um landsdómsmálið, og er þar eina efnislega athugasemdin, sem ég hef fengið við bók mína um það mál. Þar sagði meðal annars: Ég kveikti á Silfrinu fyrir rælni í morgun. Þar var Hannes Hólmsteinn að segja frá nýrri bók sinni um Landsdómsmálið. Munið með mér að […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir