Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, „Þú mátt ekki sofa!“ sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Þar segir: Þú mátt ekki hírast í helgum steini með hlutlausri aumkun í þögn og leyni! Vesturlandamenn verða að sögn skáldsins að standa sameinaðir í stað þess að falla […]
Í nóvemberlok 1951 kom út á íslensku bókin Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsjenko, verkfræðing frá Úkraínu, sem leitað hafði hælis í Bandaríkjunum vorið 1944. Þar sagði höfundur meðal annars frá hungursneyðinni í Úkraínu á öndverðum fjórða áratug, hreinsunum Stalíns og þrælkunarbúðum ráðstjórnarinnar, en allt þetta hafði hann horft upp á. Kommúnistar um allan heim […]
Þorpið Brovarí nálægt Kænugarði er í fréttum þessa dagana vegna innrásar Pútíns og liðs hans í Úkraínu. Þetta þorp gegnir örlitlu hlutverki í íslenskri bókmenntasögu, því að Halldór Kiljan Laxness sagði í Gerska æfintýrinu frá för þangað. Hann skoðaði þar samyrkjubú, sem hét Íljíts í höfuðið á Vladímír Íljíts Lenín. Laxness kvað íbúana hafa verið […]
Þegar Pútín Rússlandsforseti reynir að réttlæta yfirgang sinn í Úkraínu, heldur hann fram margvíslegum firrum um sögu Rússlands. Hann er ekki einn um það. Nokkrir íslenskir fræðimenn hafa flutt svipaðar söguskoðanir, eins og ég hef áður rakið á þessum vettvangi. Til dæmis skrifuðu sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson í Nýjum tímum, kennslubók fyrir framhaldsskóla […]
Svo vill til, að ég á afmæli í dag, er orðinn 69 ára. Á slíkum dögum er tilefni til að staldra við og hugleiða lífið, tímabilið milli fæðingar og dauða, enda munum við ekki eftir fæðingunni og þurfum að þola dauðann. Hvað er eftirsóknarverðast í lífinu? Þegar ég hef rætt um þessa spurningu við nemendur […]
Við prófessorar þurfum að skila skýrslu 1. febrúar ár hvert um þær rannsóknir, sem við höfum stundað árið á undan. Hér er skýrsla mín. Bækur: Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun Communism in Iceland, 1918–1998. Reykjavik: Centre in Politics and Economics, The Social Science Research Centre, 2021. 160 bls. Bankahrunið 2008: Útdráttur […]
Á Söguþingi 2012 kvartaði Skafti Ingimarsson undan því, að ég hefði í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, verið að skrifa sögu sigurvegaranna í Kalda stríðinu og afgreitt íslenska kommúnista (og vinstri sósíalista) sem erindreka erlends valds. Skilja þyrfti íslenska kommúnista í stað þess að fordæma þá. Þetta er hæpið. […]
Árið 1961 komu með stuttu millibili út tvö rit eftir Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. Skömmu eftir útkomu hins síðari spurði Tómas Guðmundsson skáld hæversklega í bókabúð: „Hefur nokkurt rit eftir Matthías Johannessen komið út í dag?“ Þessi saga rifjaðist nýlega upp fyrir mér, því að í árslok 2021 gekk ég frá tveimur ritum, sem […]
Einn vandinn er, að í Austur-Úkraínu vilja rússneskumælandi menn vera í Rússlandi, en úkraínskumælandi menn vera í Úkraínu. Hér kemur danska lausnin til greina. Þjóðverjar tóku Slésvík af Dönum 1864, en í Norður-Slésvík var fjöldi manns dönskumælandi. Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri var íbúum svæðisins leyft að ráða hlutskipti sínu. Norður-Slésvík var skipt í […]
Þeir samkennarar mínir, sem gera lítið úr löndum sínum erlendis, eiga sér ýmsa forvera. Þorlákur Skúlason biskup skrifaði í bréfi til Óla Worms 30. ágúst 1625: „Ég hef af aumum örlögum hrakist burt á þennan útkjálka og verð að lifa innan um ómenntað, óþægilegt og dónalegt fólk, hin eina huggun mín er að hugsa um […]
Nýlegar athugasemdir