Þorpið Brovarí nálægt Kænugarði er í fréttum þessa dagana vegna innrásar Pútíns og liðs hans í Úkraínu. Þetta þorp gegnir örlitlu hlutverki í íslenskri bókmenntasögu, því að Halldór Kiljan Laxness sagði í Gerska æfintýrinu frá för þangað. Hann skoðaði þar samyrkjubú, sem hét Íljíts í höfuðið á Vladímír Íljíts Lenín. Laxness kvað íbúana hafa verið […]
Þegar Pútín Rússlandsforseti reynir að réttlæta yfirgang sinn í Úkraínu, heldur hann fram margvíslegum firrum um sögu Rússlands. Hann er ekki einn um það. Nokkrir íslenskir fræðimenn hafa flutt svipaðar söguskoðanir, eins og ég hef áður rakið á þessum vettvangi. Til dæmis skrifuðu sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson í Nýjum tímum, kennslubók fyrir framhaldsskóla […]
Svo vill til, að ég á afmæli í dag, er orðinn 69 ára. Á slíkum dögum er tilefni til að staldra við og hugleiða lífið, tímabilið milli fæðingar og dauða, enda munum við ekki eftir fæðingunni og þurfum að þola dauðann. Hvað er eftirsóknarverðast í lífinu? Þegar ég hef rætt um þessa spurningu við nemendur […]
Við prófessorar þurfum að skila skýrslu 1. febrúar ár hvert um þær rannsóknir, sem við höfum stundað árið á undan. Hér er skýrsla mín. Bækur: Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun Communism in Iceland, 1918–1998. Reykjavik: Centre in Politics and Economics, The Social Science Research Centre, 2021. 160 bls. Bankahrunið 2008: Útdráttur […]
Á Söguþingi 2012 kvartaði Skafti Ingimarsson undan því, að ég hefði í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, verið að skrifa sögu sigurvegaranna í Kalda stríðinu og afgreitt íslenska kommúnista (og vinstri sósíalista) sem erindreka erlends valds. Skilja þyrfti íslenska kommúnista í stað þess að fordæma þá. Þetta er hæpið. […]
Árið 1961 komu með stuttu millibili út tvö rit eftir Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. Skömmu eftir útkomu hins síðari spurði Tómas Guðmundsson skáld hæversklega í bókabúð: „Hefur nokkurt rit eftir Matthías Johannessen komið út í dag?“ Þessi saga rifjaðist nýlega upp fyrir mér, því að í árslok 2021 gekk ég frá tveimur ritum, sem […]
Einn vandinn er, að í Austur-Úkraínu vilja rússneskumælandi menn vera í Rússlandi, en úkraínskumælandi menn vera í Úkraínu. Hér kemur danska lausnin til greina. Þjóðverjar tóku Slésvík af Dönum 1864, en í Norður-Slésvík var fjöldi manns dönskumælandi. Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri var íbúum svæðisins leyft að ráða hlutskipti sínu. Norður-Slésvík var skipt í […]
Þeir samkennarar mínir, sem gera lítið úr löndum sínum erlendis, eiga sér ýmsa forvera. Þorlákur Skúlason biskup skrifaði í bréfi til Óla Worms 30. ágúst 1625: „Ég hef af aumum örlögum hrakist burt á þennan útkjálka og verð að lifa innan um ómenntað, óþægilegt og dónalegt fólk, hin eina huggun mín er að hugsa um […]
Hæstiréttur Rússlands samþykkti 28. desember síðast liðinn kröfu ríkissaksóknara landsins um að loka Memorial-stofnuninni rússnesku, en tilgangur hennar er að halda á lofti minningu fórnarlamba kommúnismans og annarra alræðishreyfinga tuttugustu aldar. Var það haft að yfirvarpi, að stofnunin væri tengd erlendum aðilum. Saksóknari kvað stofnunina líka halda því ranglega fram, að Ráðstjórnarríkin hefðu verið hryðjuverkaríki, […]
Atlas Network eru regnhlífarsamtök rannsóknarstofnana um heim allan, sem kanna möguleika á sjálfsprottnu samstarfi í stað valdboðs að ofan, verðlagningar í stað skattlagningar. Breski athafnamaðurinn Sir Antony Fisher kom samtökunum á fót árið 1981, en hann hafði ungur hrifist af frelsisboðskap ensk-austurríska hagfræðingsins Friedrichs von Hayeks og stofnað hina áhrifamiklu Institute of Economic Affairs í […]
Nýlegar athugasemdir