Franski rithöfundurinn Frédéric Bastiat mælir gegn hvers kyns viðskiptatálmunum af mikilli fimi. Ég hef þegar rifjað hér upp sögur hans af brotnu rúðunni og bænarskrá kertasteyparanna, en þar sýnir hann, hversu fráleitt er að neita sér um þann ávinning, sem hlotist getur af frjálsum viðskiptum. Þriðja sagan er um Róbinson Krúsó á eyðieyjunni. Bastiat rifjar […]
Engum hefur tekist betur að mæla fyrir frjálsum alþjóðaviðskiptum en franska rithöfundinum Frédéric Bastiat. Ein kunnasta háðsádeila hans á tollverndarmenn er „Bænarskrá kertasteyparanna“, sem birtist árið 1846. Framleiðendur kerta, vax, tólgs, eldspýtna, götuljósa og annars ljósmetis senda bænarskrá til franska fulltrúaþingsins. „Við þurfum að sætta okkur við óþolandi samkeppni erlends aðila, sem nýtur slíks forskots […]
Fyrir viku rakti ég hér hina snjöllu dæmisögu franska rithöfundarins Frédérics Bastiats um brotnu rúðuna, en hana notaði hann til skýra, hvers vegna eyðilegging verðmæta gæti ekki örvað atvinnulífið, eins og sumir héldu fram. Fyrsta íslenska hagfræðiritið, Auðfræði Arnljóts Ólafssonar, sem kom út árið 1880, var að miklu leyti samið upp úr ritum Bastiats, og […]
Franski rithöfundurinn Frédéric Bastiat er einn snjallasti talsmaður viðskiptafrelsis fyrr og síðar. Ein ritgerð hans heitir „Það, sem við sjáum, og það, sem við sjáum ekki“. Þar bendir hann á, að athafnir okkar hafa margvíslegar afleiðingar. Ein er strax sýnileg, en aðrar koma síðar fram og dyljast mörgum, en aðalsmerki góðs hagfræðings er að leiða […]
Þess var minnst á dögunum, að 75 ár eru frá því, að Rauði herinn hrakti þýska nasista úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Ég var hins vegar hissa á því, að enginn gat um, hvernig Ísland tengdist búðunum. Árið 1934 kom þýsk gyðingakona, Henný Goldstein, til Íslands með ungan son sinn, en hún hafði skilið við föður […]
Ég var að taka saman rannsóknarskýrslu mína fyrir 2019, sem Háskólinn krefur okkur prófessora jafnan um. Afköstin voru minni en venjulega, vegna þess að ég varð fyrir alvarlegu slysi í júní og lá í margar vikur og hafði ekki hátt um. Hér fer ég eftir flokkun Háskólans, þótt hún sé um margt kynleg: A2.2 Innlend […]
Þegar klukkan sló tólf á miðnætti í París að kvöldi 31. janúar 2020, sagði Hið sameinaða konungsríki Stóra Bretlands og Írlands skilið við Evrópusambandið, en auk þess standa nú utan sambandsins Noregur, Sviss og Ísland ásamt nokkrum ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu. Ermarsund skilur Bretland og Frakkland. En fleira skilur en þetta sund. Í byltingunni […]
Eðlismunur var á byltingunni dýrlegu í Bretlandi 1688 og byltingunni í Frakklandi 1789, eins og breski stjórnskörungurinn Edmund Burke benti á í stórmerku riti, sem kom út þegar árið 1790. Hin breska var gerð til að varðveita arfhelg réttindi Breta og stöðva konung, Jakob II., sem vildi taka sér einræðisvald að fyrirmynd starfsbróðurs síns handan […]
Fræg er sagan af því, þegar Bandaríkjamenn spurðu Zhou Enlai, einn af leiðtogum kínverskra kommúnista, að því árið 1971, hvað hann segði um frönsku stjórnarbyltinguna. „Það er of snemmt um það að segja,“ svaraði Zhou. Þetta hefur verið haft til marks um djúpa kínverska speki, þegar horft er langt fram og aftur í tímann. En […]
Einokunarverslunin danska var í raun innheimtustofnun fyrir auðlindaskatt, eins og Gísli Gunnarsson prófessor hefur sýnt fram á: Fé var með ýmsum opinberum aðgerðum fært úr sjávarútvegi til landbúnaðar, en snarminnkaði auðvitað á leiðinni, eins og títt er um slíkt umstang. Með henni voru Íslendingar hraktir inn í fátæktargildru, sem gekk svo nærri þjóðinni, að hún […]
Nýlegar athugasemdir