Dagana 13.–14. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu í Vínarborg um austurrísku hagfræðihefðina, sem Carl Menger var upphafsmaður að, en innan hennar störfuðu einnig Eugen von Böhm-Bawerk, einn skarpskyggnasti gagnrýnandi marxismans, Ludwig von Mises og Friedrich A. Hayek. Ég var beðinn um að flytja erindi á ráðstefnunni, og skoðaði ég hugmyndatengsl Mengers og Hayeks. Menger velti […]
Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur skrifaði á Facebook frá Bretlandi: Today in Iceland, several conservative commentators are making the case that bribery and tax evasion is not too serious, just a natural consequence of government being corrupt and hard-working rich people wanting to increase their profits, and that government ministers being in close relationships with those […]
Dagana 7.–10. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu og helguð sambandi Úkraínu við önnur Evrópulönd. Ég var beðinn um að segja nokkur orð á ráðstefnunni, og benti ég fyrst á, að Ísland og Úkraína væru mjög ólík lönd, en bæði þó á útjaðri Evrópu. Ég […]
Berlínarmúrinn féll fyrir réttum þrjátíu árum, en sigur Vesturveldanna í Kalda stríðinu var ekki síst að þakka festu, framsýni og hyggindum þeirra Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers. Þó var sagt fyrir um þessi endalok löngu áður í bók, sem kom út í Jena í Þýskalandi 1922, Die Gemeinwirtschaft eftir Ludwig von Mises, en þar rökstuddi […]
Undanfarnar vikur hef ég sökkt mér niður í rit eftir og um Snorra Sturluson og þá rekist á tvær þrálátar missagnir. Önnur er, að hann hafi í utanför sinni til Noregs og Svíþjóðar 1218–1220 heitið þeim Hákoni Hákonarsyni konungi og Skúla Bárðarsyni jarli að koma Íslandi undir Noregskonung. Þetta er gefið í skyn í ritum […]
Snorri Sturluson hefur ekki notið sannmælis, því að andstæðingur hans (og náfrændi), Sturla Þórðarson, var oftast einn til frásagnar um ævi hans og störf. Sturla fylgdi Noregskonungi að málum og virðist hafa verið sannfærður um, að Íslendingum væri best borgið undir stjórn hans. Íslendinga saga hans var um land, sem vart fékk staðist sökum innanlandsófriðar, […]
Almennt er talið, að Íslendingar hafi ekki átt annars úrkosta árið 1262 en játast Noregskonungi og gjalda honum skatt gegn því, að hann friðaði landið, tryggði aðflutninga og virti lög og landssið. En er þessi skoðun óyggjandi? Því má ekki gleyma, að Íslendingar voru mjög tregir til, ekki síst af þeirri ástæðu, sem Snorri Sturluson […]
Eftir Snorra Sturluson liggja þrjú meistaraverk, Edda, Heimskringla og Egla. En hvað rak hann til að setja þessar bækur saman? Hann varð snemma einn auðugasti maður Íslands og lögsögumaður 1215–1218 og 1222-1231. Hann hafði því í ýmsu öðru að snúast. Snorri var skáldmæltur og hefur eflaust ort af innri þörf. En ég tek undir með […]
Snorri Sturluson var frjálslyndur íhaldsmaður, eins og við myndum kalla það. Fimm helstu stjórnmálahugmyndir hans getur að líta í Heimskringlu og Eglu. Hin fyrsta er, að konungsvald sé ekki af náð Guðs, heldur með samþykki alþýðu. Haraldur hárfagri lagði að vísu Noreg undir sig með hernaði og sló síðan eign sinni á allar jarðir, en […]
Jón Þorláksson lýsti viðhorfi samstarfsmanns síns, Hannesar Hafsteins ráðherra, til utanríkismála svo í Óðni 1923, að „hann vildi afla landinu þeirra sjálfstæðismerkja og þess sjálfstæðis, sem frekast var samrýmanlegt þeirri hugsun að halda vinfengi danskra stjórnmálamanna og fjármálamanna og áhuga þeirra fyrir að veita þessu landi stuðning í verklegri framfaraviðleitni sinni“. Hannes var Danavinur, hvorki […]
Nýlegar athugasemdir