Munurinn á tveimur helstu spámönnum jafnaðarmanna á okkar dögum, John Rawls og Tómasi Piketty, er, að Rawls hefur áhyggjur af fátækt, en Piketty af auðlegð. Mér finnst skoðun Rawls heilbrigðari. Fátækt er böl, en auðlegð blessun. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Ef til vill var þess ekki að vænta, að Piketty […]
Við kennarar í stjórnmálafræðideild vorum nýlega beðin að skila inn upplýsingum um áhugasvið, menntun, starfsferil og valin verk síðustu þriggja ára vegna sjálfsmats deildarinnar á ensku. Hér er framlag mitt, en mörgu varð að sleppa, því að það mátti aðeins vera ein blaðsíða: Research Field: Political philosophy; political economy; contemporary history Education B.A. History and […]
Tveir kunnustu hugsuðir nútíma jafnaðarstefnu eru sem kunnugt er John Rawls og Thomas Piketty. Ég hef bent hér á nokkra galla á kenningu Rawls og mun á næstunni snúa mér að boðskap Pikettys. En um báða gildir, að þeir verða að gera ráð fyrir lokuðu hagkerfi, „sósíalisma í einu landi“. Rawls getur ekki látið þá […]
Hvar er fátækt fólk best komið? spyr John Rawls. Berum saman Jamaíku og Singapúr. Bæði löndin eru eyjar í hitabeltinu og fyrrverandi nýlendur Breta.. Jamaíka öðlaðist sjálfstæði árið 1962, en Singapúr var nauðugt rekið úr Malasíu árið 1965. Þá voru þjóðartekjur á mann örlitlu hærri á Jamaíku en í Singapúr. En atvinnulíf óx hratt næstu […]
Viðtal var við mig í Fréttablaðinu í dag um fimm rit, sem hafa nýlega komið eða eru að koma út eftir mig: skýrslan um bankahrunið, Foreign Factors in the 2008 Icelandic Bank Collapse; safnrit um menningarbaráttuna í Kalda stríðinu, Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958 (með 40 bls. formála mínum og aftanmálsgreinum á 78 […]
Hvar er fátækt fólk best komið? spyr John Rawls. Berum saman Argentínu og Ástralíu, sem ættu um margt að eiga samleið. Löndin eru stór, bæði á suðurhveli jarðar, með svipað loftslag og svipaðar auðlindir. Þau eru bæði að langmestu leyti byggð innflytjendum frá Evrópu. Árið 1900 öðlaðist Ástralía sjálfstæði innan breska samveldisins, en Argentína hafði […]
Fyrir mörgum árum fengum við Árni heitinn Vilhjálmsson, prófessor og útgerðarmaður, dr. Benjamín Eiríksson bankastjóra til að snæða með okkur og rabba við okkur um líf sitt og starf. Benjamín lék á als oddi og hafði frá mörgu að segja. Þegar liðið var á kvöld, rifjaði Árni upp gamansögu, sem Ólafur Jónsson, kenndur við Oddhól, […]
Þegar ég skoðaði nýjustu alþjóðlegu mælinguna á atvinnufrelsi, sem er frá 2018, með tölum frá 2016, rak ég augun í þá óvæntu staðreynd að í Márusarlandi, eins og kalla mætti Mauritius, stendur eitt af tíu frjálsustu hagkerfum heims. Hin eru í Hong Kong, Singapúr, Nýja Sjálandi, Sviss, Írlandi, Bandaríkjunum, Georgíu, Bretlandi, Ástralíu og Kanada (en […]
Tveir kunnustu hugsuðir nútímajafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir, setja þá frumreglu, að tekjudreifingin skuli vera jöfn, nema tekjumunur stuðli að bættum kjörum hinna […]
Tveir kunnustu hugsuðir nútíma jafnaðarstefnu eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty. Rawls heldur því fram, að á stofnþingi stjórnmálanna muni skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitneskju um eigin stöðu og möguleika síðar meir (svo sem um áskapaða hæfileika sína, stétt eða kyn), setja tvær réttlætisreglur, um jafnt […]
Nýlegar athugasemdir