Rómverski mælskugarpurinn Cicero sagði: „Cum tacent clamant.“ Með þögninni er hrópað. Og fræg eru þau ummæli dr. Björns Sigfússonar háskólabókavarðar í formála Ljósvetninga sögu, að þögnin væri fróðleg, þó að henni mætti ekki treysta um hvert einstakt atriði. Ýmis dæmi eru til á Íslandi um þögn, sem er í senn hrópleg og fróðleg. Eitt er […]
Til gamans birti ég hér nýleg bréfaskipti mín og Sagnfræðingafélagsins. Það hafði sent út svofellt boð um hádegisfyrirlestra: Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins í Þjóðminjasafninu á vormisseri 2019. Í haust féll merkilegur dómur í Hæstarétti Íslands þegar fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða voru sýknaðir eftir endurupptöku málsins. Guðmundar- […]
Af sérstöku tilefni var rifjað upp á dögunum að eftir árás Rauða hersins á Finnland í árslok 1939 var þingmönnum Sósíalistaflokksins útskúfað því að þeir neituðu ólíkt öðrum þingmönnum að fordæma árásina og mæltu henni jafnvel bót. Virtu aðrir þingmenn þá ekki viðlits og gengu út þegar þeir héldu ræður. Þorri almennings og þingmanna hafði […]
Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera notar snjalla líkingu til að lýsa vegferð okkar. Á veginum sjáum við sæmilega það, sem er framundan og nálægt okkur, viðmælendur okkar og ef til vill eitt til tvö hundruð metrum lengra. Það, sem fjær er, sést að vísu ekki í myrkri, heldur þoku. En þegar við horfum um öxl, sjáum […]
Í dag gefur Almenna bókafélagið út ræðusafnið Til varnar vestrænni menningu í tilefni 100 ára fullveldis. Þrjú þeirra skálda, sem eiga þar ræður, sóttu Menntaskólann í Reykjavík veturinn 1918-1919, stóðu í Bakarabrekkunni 1. desember 1918 og horfðu á, þegar ríkisfáninn íslenski var í fyrsta sinn dreginn að hún, en um leið dundi við 21 fallbyssuskot […]
Árið 2006 kom út kennslubók í sögu Íslands og umheimsins, Nýir tímar, ætluð framhaldsskólum. Höfundarnir voru sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. Líklega eiga þeir vanmæli (understatement) allra tíma, þegar þeir segja á bls. 227, að Stalín hafi framkvæmt samyrkjustefnu sína „í óþökk mikils hluta bænda“. Sannleikurinn er sá, að Stalín knúði bændur til samyrkju […]
Ég sótti ráðstefnu í Ljúbljana, höfuðborg Slóveníu, dagana 13.-15. nóvember. Hún hét „Skuggahlið tunglsins“ og var um minningar þeirra þjóða Mið- og Austur-Evrópu, sem lentu undir stjórn kommúnista eftir seinni heimsstyrjöld. Fyrirlestur minn var um, hvernig raddir fórnarlambanna fengju að heyrast. Eins og Elie Wiesel sagði, drepur böðullinn alltaf tvisvar, í seinna skiptið með þögninni. […]
Á sunnudag eru hundrað ár liðin frá því að fulltrúar Þýskalands, Frakklands og Bretlands undirrituðu samning um vopnahlé í Compiègne-skógi í Norður-Frakklandi. Norðurálfuófriðnum mikla, sem staðið hafði frá hausti 1914, var lokið eftir óskaplegar mannfórnir. Áður en stríðið skall á, hafði verið friður í álfunni í heila öld. Menn gátu ferðast án vegabréfa um álfuna […]
Árið 2014 sendi Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, frá sér bókina Í köldu stríði, þar sem hann sagði frá baráttu sinni og Morgunblaðsins í kalda stríðinu, sem hófst, þegar vestræn lýðræðisríki ákváðu að veita kommúnistaríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu viðnám. Íslendingar gengu þá til liðs við aðrar frjálsar þjóðir, sem mynduðu með sér varnarbandalag, Atlantshafsbandalagið. […]
Ríkisútvarpið sendi fréttamann til Rio de Janeiro vegna forsetakjörsins nú í dag. Það er undarlegt. Brasilía er höfuðborgin og São Paulo stærsta borgin. Rio de Janeiro er hins vegar auðvitað skemmtilegasta borgin, eins og ég get trútt um talað, því að ég hef undanfarin ár búið í nokkra mánuði á ári í Rio de Janeiro […]
Nýlegar athugasemdir