Laugardagur 8.7.2023 - 13:19 - Rita ummæli

Tveir fróðlegir fundir

Þegar rætt er um ábyrgð ráðamanna á bankahruninu 2008, skipta tvær spurningar mestu máli: Hvað gátu þeir vitað? Hvað gátu þeir gert? Seinni spurningunni er auðsvarað: Lítið sem ekkert. Þeir urðu aðeins að bíða og vona. Fyrri spurningin er flóknari. Auðvitað vissu helstu ráðamenn, að íslenska bankakerfið var þegar í árslok 2005 orðið svo stórt, að Seðlabankanum og ríkissjóði var orðið um megn óstuddum að aðstoða það í hugsanlegri lausafjárkreppu. Rannsóknarnefnd Alþingis, sem skilaði langri skýrslu í apríl 2010, gerir að aðalatriði þrjá fundi, sem seðlabankastjórar héldu með ráðherrum árið 2008, í febrúar, apríl og maí, þar sem þeir vöruðu við því, að bankarnir ættu við mikla erfiðleika að etja. Sakar nefndin ráðherrana um að hafa vanrækt að bregðast við. En í bók minni um landsdómsmálið bendi ég á tvo aðra fundi, sem eru ekki síður fróðlegir, en rannsóknarnefndin virtist ekki vita af.

Hinn 26. september 2007 sat Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þá varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hádegisverðarfund með seðlabankastjórum og forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu. Davíð Oddsson hafði þá orð á því, að lausafjárkreppa væri skollin á, og gæti íslenska bankakerfið hrunið. Þorgerður andmælti. En mánuði síðar hófu hún og eiginmaður hennar, einn af yfirmönnum Kaupþings, að reyna að færa nilljarðaskuldbindingar sínar í bankanum yfir í einkahlutafélag, og tókst það loks í febrúar 2008. Sluppu þau þannig við gjaldþrot.

Í janúarlok 2008 sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fund með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guðjónssyni, forráðamönnum Glitnis, og var erindi þeirra að segja, að vandi bankanna væri ekki bundinn við Glitni, sem hafði þá nýlega farið í misheppnað lánsútboð í Bandaríkjunum. Kaupþing væri líka illa statt. Engu að síður afgreiddi Ingibjörg Sólrún varnaðarorð Davíðs á fundi með henni og öðrum ráðherrum 7. febrúar 2008 sem „útaustur eins manns“. Fann hún sérstaklega að því, að Davíð hefði talið Glitni og Kaupþing standa verr en Landsbankann.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 21. janúar 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 8.7.2023 - 13:17 - Rita ummæli

In dubio, pars mitior est sequenda

Eitt merkasta og mikilvægasta lögmál réttarríkisins er In dubio, pars mitior est sequenda, um vafamál skal velja mildari kostinn. Þetta lögmál braut meiri hluti landsdóms árið 2012, þegar hann sakfelldi Geir H. Haarde fyrir að hafa vanrækt skyldu sína samkvæmt stjórnarskrá til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.

Minni hlutinn, þar á meðal hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Benedikt Bogason, benti á, að ákvæðið um ráðherrafundina átti uppruna sinn í því, að Ísland var konungsríki 1918–1944. Fór forsætisráðherra tvisvar á ári til Kaupmannahafnar til að halda ríkisráðsfundi með konungi og bar þar upp þau mál, sem konungur skyldi staðfesta. Bar hann ekki aðeins upp sín eigin mál, heldur líka mál annarra ráðherra fyrir þeirra hönd. Þess vegna varð að tryggja, að þeir hefðu tekið þátt í afgreiðslu þeirra mála. Kemur raunar skýrt fram í athugasemdum við stjórnarskrárfrumvarpið, sem samþykkt var 1920, að með mikilvægum stjórnarmálefnum var átt við þau mál, sem bera skyldi upp í ríkisráði. Ekkert sambærilegt ákvæði er heldur í dönsku stjórnarskránni. Eftir lýðveldisstofnunina var litið svo á, að með mikilvægum stjórnarmálefnum væri átt við þau mál, sem atbeina þjóðhöfðingjans þurfti til.

Meiri hluti landsdóms vildi hins vegar skapa úr þessu þrönga ákvæði víðtæka skyldu forsætisráðherra til að halda árið 2008 ráðherrafund um yfirvofandi bankahrun, sem hann hefði vanrækt, og sakfelldi hann ráðherrann fyrir þessa vanrækslu, þótt honum væri ekki gerð nein refsing. En fullkominn vafi leikur á því, að túlkun meiri hlutans sé rétt og hvenær ákvæðið ætti að hafa breytt um merkingu, frá því að það var sett. Geir var ekki látinn njóta þessa vafa.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. janúar 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 8.7.2023 - 13:17 - Rita ummæli

Jóhannes Nordal

Kynni mín af Jóhannesi Nordal voru ekki mikil, en ætíð ánægjuleg. Þegar ég stundaði nám á Pembroke-garði í Oxford árin 1981–1985, var ég þar R. G. Collingwood verðlaunahafi, snæddi þrisvar í viku við háborðið með kennurunum og mátti taka með mér gest. Ég bauð Jóhannesi einu sinni þangað, þegar hann átti leið um, og áttum við skemmtilegar samræður. Við vorum báðir aðdáendur breskrar stjórnmálahefðar. Vorið 1984 bað tímaritið Mannlíf mig að skrifa svipmynd af Jóhannesi í tilefni sextugsafmælis hans, en vildi síðan ekki birta hana, því að ritstjóranum þótti hún of vinsamleg honum, og var hún prentuð í Morgunblaðinu 11. maí 1986. Jóhannes var þá eins og oft áður umdeildur, enda ekki fyrir neðan öfundina.

Ég lagði það til nýkominn frá námi, að Íslendingar hættu að nota krónuna og tækju upp Bandaríkjadal. Jóhannes gerði gilda athugasemd: Væru Íslendingar reiðubúnir að gangast undir þann aga, sem fælist í því að taka upp erlendan gjaldmiðil, þá ættu þeir að vera reiðubúnir að gangast undir slíkan aga án þess að þurfa að taka upp erlendan gjaldmiðil. Verður Jóhannesi seint kennt um það, þótt hann væri lengi seðlabankastjóri, að við Íslendingar höfum iðulega notað krónuna til að losna úr þeirri klípu, sem eyðsla umfram efni hefur komið okkur í.

Þegar ég gerði um aldamótin nokkra samtalsþætti undir heitinu „Maður er nefndur“, var einn hinn fróðlegasti við Jóhannes, en hann var tekinn upp, skömmu áður en hann missti röddina vegna sjúkdóms í talfærum. Viðmælandi minn sagði þar meðal annars frá föður sínum, Sigurði Nordal prófessor, og heimspekingunum Bertrand Russell og Karli R. Popper, sem höfðu haft mikil áhrif á hann, á meðan hann stundaði háskólanám í Bretlandi. Kom þar berlega í ljós, hversu vel Jóhannes fylgdist með og dómar hans um menn og málefni voru ígrundaðir. Þátturinn var á dagskrá 20. febrúar 2001.

Eftir að ég hafði gefið út ævisögu Halldórs Laxness í þremur bindum árin 2003–2005 og sætt fyrir ámæli ýmissa, sem töldu mig vera að ryðjast inn á svið öðrum ætlað, skrifaði Jóhannes mér upp úr þurru langt bréf og hældi mér óspart fyrir bókina, en gagnrýndi að sama skapi aðra, sem skrifað höfðu um skáldið. Mér þótti vænt um stuðninginn og bauð honum til kvöldverðar heima hjá mér ásamt vinum mínum Davíð Oddssyni, Jónasi H. Haralz og Þór Whitehead, og urðu þar fjörugar umræður um bókmenntir og sögu Íslendinga, og dró enginn af sér. Var Jóhannes þó mildastur í dómum. Þegar háskólamaður einn, sem einnig hafði haft nokkur afskipti af stjórnmálum, barst í tal, sagði hann aðeins: „Já, hann hefur aldrei skrifað djúpan texta.“

Jóhannes var umfram allt frjálslyndur, þjóðrækinn umbótasinni, sáttfús (jafnvel stundum um of) og góðgjarn. Um hann má hafa minningarorð, sem faðir hans Sigurður hafði sett saman um fyrsta háskólarektorinn:

Falla hinar öldnu eikur, —
ófullt skarð til tveggja handa, —
rótafastar, fagurkrýndar,
friðarmerki skógarlanda.
Úfnar af þjósti og úlfaþyti
eftir birkirenglur standa.

(Minningargrein í Morgunblaðinu 17. mars 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 7.1.2023 - 16:55 - Rita ummæli

Ne bis in idem

Eitt merkasta og mikilvægasta lögmál réttarríkisins er Ne bis in idem, sem merkir bókstaflega: ekki aftur hið sama. Það felur í sér, að borgarar í réttarríki geti treyst því, að sama málið sé ekki rekið aftur gegn þeim, eftir að það hefur verið leitt til lykta. Þeir þurfi ekki að eiga yfir höfði sér þrotlausar málshöfðanir út af því sama. Því hefur ekki verið veitt athygli, að þetta lögmál var brotið í málarekstrinum gegn Geir H. Haarde, eins og ég bendi á í bók minni um landsdómsmálið.

Rannsóknarnefnd Alþingis tók til athugunar, hvort Geir hefði í aðdraganda bankahrunsins brotið það ákvæði stjórnarskrárinnar, að halda skyldi fundi um mikilvæg stjórnarmálefni, með því hvoru tveggja að boða ekki sjálfur til slíks fundar og veita ekki bankamálaráðherranum nægar upplýsingar til þess, að sá gæti neytt réttar síns til að óska slíks fundar. Komu þessar athugasemdir fram í bréfi nefndarinnar til Geirs í febrúar 2010, þar sem honum var gefinn kostur á að svara. Geir gerði það skilmerkilega og benti á, að um margt hefði verið rætt á ráðherrafundum, þar á meðal efnahagsvandann árið 2008, án þess að um það hefði verið bókað, að varasamt hefði verið að setja á dagskrá ráðherrafundar hinn sérstaka vanda bankanna og að oddviti samstarfsflokksins hefði átt að veita bankamálaráðherranum upplýsingar. Rannsóknarnefndin hvarf þá frá því að gera þetta að sérstöku ásökunarefni á hendur Geir.

Aðalráðgjafi þingmannanefndar um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndarinnar, Jónatan Þórmundsson, bætti hins vegar þessu ásökunarefni við aftur. Þótt vissulega hefði rannsóknarnefndin hvorki ákæruvald né dómsvald, voru rannsóknarheimildir hennar svo rúmar og afleiðingar fyrir menn af niðurstöðum hennar svo miklar, að líkja mátti henni við dómstól (enda fengu rannsóknarnefndarmennirnir með lögum sömu friðhelgi og dómarar). Því má segja, að með því að vilja ákæra Geir fyrir að hafa brotið stjórnarskrána hafi þingmannanefndin brotið lögmálið Ne bis in idem.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. janúar 2023.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 31.12.2022 - 07:34 - Rita ummæli

Nullum crimen sine lege

Eitt merkasta og mikilvægasta lögmál réttarríkisins er Nullum crimen sine lege, enga sök án laga. Það merkir, að ekki megi sakfella menn fyrir háttsemi, sem ekki var ólögleg og refsiverð, þegar hún fór fram. En eins og ég bendi á í nýrri bók minni um landsdómsmálið braut rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu 2008 þetta lögmál, þegar hún í skýrslu sinni vorið 2010 sakaði þrjá ráðherra og fjóra embættismenn um vanrækslu. Eins og hún tók sjálf fram, átti hún við vanrækslu í skilningi laganna um nefndina sjálfa, sem sett höfðu verið eftir bankahrunið. Nefndin beitti með öðrum orðum lögum afturvirkt, og sætir furðu, hversu lítill gaumur hefur verið gefinn að þessu.

Ástæðan til þess, að rannsóknarnefndin beitti lögum afturvirkt, var hins vegar augljós. Hún átti að róa almenning með því að finna sökudólga. En þrátt fyrir sextán mánaða starfstíma, rífleg fjárráð, fjölda starfsfólks og ótakmarkaðan aðgang að skjölum og vitnisburðum fann rannsóknarnefndin ekki eitt einasta dæmi um augljóst lögbrot ráðamanna í bankahruninu. Þess vegna vísaði nefndin í lögin um sjálfa sig, þegar hún sakaði ráðamenn um vanrækslu, því að í athugasemdum við frumvarpið um þau sagði, að með vanrækslu væri ekki aðeins átt við hefðbundinn skilning hugtaksins í íslenskum lögum, heldur líka við það, ef upplýsingar væru metnar rangt eða vanrækt væri að afla nauðsynlegra upplýsinga.

Athugasemdir í lagafrumvörpum geta þó ekki vikið til hliðar settum lögum og föstum venjum. Óeðlilegt var að víkka út vanræksluhugtakið og nota það afturvirkt til að saka fólk um vanrækslu, af því að það hefði ekki metið fyrirliggjandi upplýsingar rétt og ekki aflað frekari upplýsinga. En auðvitað þótti mikilvægara að róa almenning en fylgja lögmálum réttarríkisins.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 31. desember 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.12.2022 - 11:57 - Rita ummæli

Tvö viðtöl um landsdómsmálið

Hér hafa verið klippt saman tvö viðtöl við mig um landsdómsmálið, hjá Agli Helgasyni í Silfrinu og Sigmundi Erni Rúnarssyni á Fréttavaktinni.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 26.12.2022 - 17:46 - Rita ummæli

Það sem lesendur Stundarinnar þurfa að vita um LANDSDÓMSMÁLIÐ

Flestir lesendur Stundarinnar eru eflaust vinstri sinnaðir alveg eins og þeir, sem skrifa að staðaldri í blaðið. Ég yrði ekki hissa, þótt einhverjir þeirra hnipruðu sig jafnvel saman í bergmálsklefum og forðuðust að kynna sér neitt það, sem vakið gæti hjá þeim efa um réttmæti eigin skoðana. En ég trúi ekki öðru en að í lesendahópnum sé líka fjöldi manns með sterka réttlætiskennd og virðingu fyrir röksemdum, og fyrir þann hóp skrifa ég þessa grein.

Geir átti að sýkna af öllum ákæruliðum

Í landsdómi sýknuðu allir fimmtán dómararnir Geir H. Haarde sem kunnugt af þremur ákæruliðum meiri hluta Alþingis (33 þingmanna gegn 30), en meiri hluti landsdóms (9 dómarar gegn 6) sakfelldi Geir fyrir einn ákærulið, en áður hafði tveimur ákæruliðum verið vísað frá. Í bók minni um landsdómsmálið held ég því fram, að sakfellingin fyrir þennan eina ákærulið hafi verið röng lögfræðilega. Rökin eru tiltölulega einföld. Geir átti að hafa brotið ákvæði stjórnarskrárinnar um, að halda skyldi ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, því að hann hefði ekki sett vanda bankanna á dagskrá ráðherrafunda. Þetta stjórnarskrárákvæði var sett árið 1920 af sérstökum ástæðum. Ísland var konungsríki, en þjóðhöfðinginn búsettur í Kaupmannahöfn. Ráðherra fór að jafnaði tvisvar á ári til Kaupmannahafnar til að bera málefni upp í ríkisráði, ekki aðeins sín eigin, heldur einnig annarra ráðherra. Þess vegna varð að tryggja, að þeir hefðu áður samþykkt það, sem hann ætlaði að bera upp. Ekkert sambærilegt ákvæði er í dönsku stjórnarskránni.

Eftir lýðveldisstofnun var í beinu framhaldi litið svo, að orðasambandið „mikilvæg stjórnarmálefni“ merkti málefni, sem atbeina forseta þyrfti til, svo sem framlagningu stjórnarfrumvarpa, skipanir í embætti, milliríkjasamninga og samþykkt lagafrumvörp. Það hefði raunar verið afar hæpið að setja vanda bankanna árið 2008 á dagskrá ráðherrafunda, þótt vissulega væru þeir oft ræddir á fundum, sérstaklega í tengslum við heimild ríkissjóðs til að taka stórt lán, sem samþykkt var í maí 2008. Sumar hættur eru þess eðlis, að þær aukast við umtal, og hættan á bankaáhlaupi er tvímælalaust þess eðlis. Hefði Geir sett vanda bankanna á dagskrá ráðherrafunda, hefði það getað valdið bankaáhlaupi og fellt bankana. Aðalatriðið lögfræðilega er þó, að meiri hluti landsdóms kaus að leggja nýja og víða merkingu í þetta ákvæði stjórnarskrárinnar. Hann lét Geir ekki njóta vafans og braut með því eitt lögmál réttarríkisins: In dubio, pars mitior est sequenda. Um vafamál skal velja mildari kostinn. Á þetta benti minni hluti landsdóms í vel ígrunduðu áliti sínu, en að því stóðu tveir hæstaréttardómarar, Garðar Gíslason og Benedikt Bogason.

Aldrei átti að ákæra Geir

Hitt er annað mál, að aldrei átti að ákæra Geir. Í bók minni bendi ég, að ásakanir rannsóknarnefndar Alþingis á hendur honum og tveimur öðrum ráðherrum fyrir vanrækslu voru um vanrækslu í skilningi laganna um nefndina sjálfa, sem sett voru í árslok 2008. Lögunum var með öðrum orðum beitt afturvirkt. Nefndin notaði miklu víðara vanræksluhugtak en venjulegt gat talist. Til dæmis var það (samkvæmt athugasemdum við frumvarpið) nú skyndilega vanræksla, ef menn höfðu ekki metið upplýsingar rétt eða ekki borið sig eftir upplýsingum, sem nauðsynlegar hefðu verið. Með afturvirkni laga var brotið eitt lögmál réttarríkisins: Nullum crimen sine lege, enga sök án laga.

Í bókinni bendi ég einnig á, að þingmannanefndin, sem átti að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndarinnar, bætti við þremur sakargiftum, sem ekki voru í skýrslunni, þótt hún segðist einmitt styðjast við skýrsluna sem málavaxtalýsingu: 1) Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir var bætt við í hóp sakborninga; 2) allir ráðherrarnir fjórir voru sakaðir um stjórnarskrárbrot, af því að vandi bankanna hefði ekki verið ræddur á ráðherrafundi; 3) og Árni M. Mathiesen var sakaður um vanrækslu í Icesave-málinu. Var þetta gert að ráði Jónatans Þórmundssonar prófessors. En rannsóknarnefndin hafði tekið öll þessi þrjú atriði til rannsóknar og ákveðið eftir andsvör hlutaðeigandi aðila að gera þau ekki að ásökunarefnum. Þótt rannsóknarnefndin væri vissulega hvorki saksóknari né dómstóll, hafði hún svo víðtækar rannsóknarheimildir og niðurstöður hennar höfðu svo alvarlegar afleiðingar fyrir fólk, að jafna mátti henni við dómstól (enda hlutu nefndarmenn friðhelgi dómara frá málsóknum). Þess vegna má segja, að brotið hafi verið enn eitt lögmál réttarríkisins: Ne bis in idem, ekki aftur hið sama.

Ranglát málsmeðferð

Sumir þingmenn, sem skammast sín fyrir hlut sinn að landsdómsmálinu án þess þó að geta viðurkennt það, segja, að málið sýni það eitt, að landsdómur eigi ekki að vera til. Aðrir þingmenn segja, að þeir hefðu ekki greitt atkvæði með því að ákæra Geir, hefðu þeir vitað af þeirri niðurstöðu, að hann yrði einn ákærður. Hvort tveggja er fyrirsláttur. Lögin um landsdóm voru prýðilega nothæf, en þingmannanefndin vanrækti að gera það, sem hún hafði þó lagaheimild til, sem var að gera vandaða sakamálarannsókn, þar sem gætt væri allra réttinda sakborninga. Ákúrur rannsóknarnefndarinnar um vanrækslu jafngiltu ekki sönnuðum og jafnvel ekki líklegum sökum. Og þeir þingmenn, sem töldu ranglátt að ákæra Geir einan, hefðu getað greitt atkvæði gegn tillögunni um það svo breyttri, þegar hún var borin upp, eftir að fellt hafði verið að ákæra aðra ráðherra.

Jafnframt voru ýmsar misfellur í vali dómenda og meðferð málsins. Þau Markús Sigurbjörnsson og Björg Thorarensen virðast hafa ákveðið það sín í milli, hvort þeirra hjóna færi í landsdóm. Tveir menn settust í landsdóm í ársbyrjun 2011, Benedikt Bogason sem fulltrúi lagadeildar og Helgi I. Jónsson sem fulltrúi héraðsdóms. Báðir voru settir hæstaréttardómarar síðar það ár. Benedikt sat áfram í dómnum, en Helgi vék þaðan. Engu að síður höfðu verið samþykkt lög um að framlengja kjörtímabil þingkjörnu fulltrúanna til að mynda ekki rof í málsmeðferð. Auðvitað hefðu þau lög átt að ná líka til sjálfkjörnu fulltrúanna. Einn dómandi forfallaðist síðan vegna veikinda, og var þá einn af þremur hæstaréttardómurum, sem skipaðir voru 1. september 2011, settur í landsdóm, Eiríkur Tómasson. Hvers vegna tók hann sæti í landsdómi, en hvorugur hinna nýju dómaranna? Ef svarið var, að hann hefði talist eftir ákvörðun dómsmálaráðherra hafa verið skipaður fyrstur, þá var ákæruvaldið (sem ráðherrann var hluti af, enda hafði hann greitt atkvæði með ákæru) að hlutast til um, hverjir yrðu dómendur.

Vanhæfir dómarar

Eðlilegast hefði auðvitað verið, að sömu dómendur hefðu dæmt málið frá upphafi til enda og að Ingibjörg Benediktsdóttir hefði allan tímann verið forseti landsdóms. En að minnsta kosti einn dómari var tvímælalaust vanhæfur, Eiríkur Tómasson, og liggja til þess margar ástæður. Ein var, að hann hafði í febrúar 2009 skrifað grein á visir.is, þar sem hann hélt því fram, að einn orsakaþáttur bankahrunsins hefði verið ægivald ráðherra, sem misnotað hefði verið í aðdraganda hrunsins. Sú grein hvarf af netinu, og tókst mér að grafa hana upp með erfiðismunum. Enginn vissi um hana, þegar Eiríkur settist í dóminn. Önnur ástæða var, að Eiríkur hafði sem framkvæmdastjóri STEFs geymt stórfé í peningamarkaðssjóðum, en ekki í bönkum, svo að félagið tapaði miklu á því, þegar innstæður fengu forgang með neyðarlögunum, sem Geir H. Haarde bar fram. Jafnframt hafði Eiríkur sjálfur átt hlutabréf fyrir verulegar fjárhæðir í Glitni og Landsbankanum, sem hann tapaði. Í fjórða lagi hafði Eiríkur sótt um embætti hæstaréttardómara árið 2004, sem Geir veitti sem settur dómsmálaráðherra. Hafði Eiríkur tekið því mjög illa, að hann fékk ekki embættið, og sagt Geir grafa með þessari ráðstöfun undan réttarríkinu, sem er auðvitað alvarleg ásökun.

Margt fleira kemur fram í bók minni, en ég skora á lesendur Stundarinnar að kynna sér þessi rök opnum huga og velta því fyrir sér, hvort þeir komist ekki að sömu niðurstöðu og ég: að brotið hafi verið á saklausum manni. Jafnt hægri menn og vinstri eiga að njóta verndar réttarríkisins.

(Grein í Stundinni 21. desember 2022.)

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 25.12.2022 - 12:03 - Rita ummæli

Ólafur Arnarson um landsdómsmálið

Ólafi Arnarsyni (eða ef til vill Helga Magnússyni, vinnuveitanda hans) mislíkar sumt í bók minni um landsdómsmálið, þótt hann viðurkenni, að dómurinn yfir Geir H. Haarde hafi verið rangur. Sérstaklega gremst honum, að í fyrri hluta bókarinnar er rætt um orsakir bankahrunsins, en Ólafur hafði sjálfur skrifað bók á vegum auðjöfranna, Sofandi að feigðarósi, þar sem hann hafði kennt Davíð Oddssyni um bankahrunið (og væntanlega hina alþjóðlegu lausafjárkreppu líka). Ég svaraði greinarkorni hans á dögunum svo:

Mætti ég benda á, að Geir H. Haarde var aðallega gefið það að sök í landsdómsmálinu að hafa ekki tekið nægilegt mark á viðvörunum Davíðs Oddssonar fyrir bankahrun! Með öðrum orðum saksóttu hatursmenn Davíðs Geir fyrir að hafa ekki hlustað á Davíð. Þetta er eitt af mörgu gráthlægilegu við landsdómsmálið. Ólafur Arnarson fór svo offari gegn Davíð í bók þeirri, sem hann skrifaði á vegum auðjöfranna strax eftir bankahrun, að jafnvel hörðustu vinstri mönnum eins og Páli Baldvini Baldvinssyni og Guðmundi Andra Thorssyni þótti nóg um. En kjarni málsins er samt sá, að þeir Geir og Davíð tóku saman þær tvær ákvarðanir, sem farsælastar reyndust: að veita Glitni ekki umsvifalaust neyðarlán, sem hefði strax glatast, og að setja neyðarlögin, sem takmörkuðu mjög skuldbindingar ríkissjóðs. Í bók minni bendi ég enn fremur á það, að Geir gat lítið gert árið 2008, jafnvel þótt hann tæki viðvaranir Davíðs alvarlega, sem hann og gerði: Komið hefði til bankaáhlaups, hefði ríkisstjórnin sýnt þess minnstu merki, að hún væri hrædd um slíkt áhlaup. Bankarnir höfðu vaxið svo ört árin 2003–2005 (áður en Geir varð forsætisráðherra og Davíð seðlabankastjóri), að ríkissjóður og Seðlabanki gátu ekki veitt þeim næga lausafjárfyrirgreiðslu einir og óstuddir, kæmi til lausafjárkreppu í heiminum, eins og einmitt gerðist frá og með ágúst 2007. Eitt skýringarefnið er einmitt, af hverju Bandaríkjamenn neituðu að veita Seðlabankanum sömu fyrirgreiðslu og seðlabankar Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs fengu og af hverju ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins neitaði að veita breskum bönkum í eigu Íslendinga sömu fyrirgreiðslu og allir aðrir breskir bankar fengu. Því miður gekk rannsóknarnefnd Alþingis alveg fram hjá þessum spurningum. Hún kom ekki heldur auga á tvö mjög mikilvæg atriði. Í fyrsta lagi var óþarfi að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga 8. október 2008, eins og gert var, því að þegar 3. október hafði Fjármálaeftirlitið gefið út tilskipun til Landsbankans, sem kom í veg fyrir allar óleyfilegar millifærslur fjármagns frá Bretlandi til Íslands. Í öðru lagi var um að ræða mismunun eftir þjóðerni, þegar breskum bönkum í eigu Íslendinga var neitað um sömu fyrirgreiðslu og allir aðrir breskir bankar fengu, en lög og reglur Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins banna slíka mismunun eftir þjóðerni. Ég held, að orsakir bankahrunsins hafi verið margar. Það hafi verið „svartur svanur“ eins og Nassim Taleb kallar það, óvæntur atburður, sem aðeins varð fyrirsjáanlegur í ljósi upplýsinga, er fengust við sjálfan atburðinn, þegar margt lagðist á eitt (svipað og brú getur brostið, ef nógu margir hermenn ganga háttbundið yfir hana: hún stenst einn hermann, tvo hermenn, tíu hermenn, en ekki hundrað hermenn).

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 25.12.2022 - 11:02 - Rita ummæli

Ræða í Vínarborg 8. nóvember 2022

The surroundings could not be more appropriate. We are overlooking Vienna from the 23rd floor of the Ringturm, the highest building in the city after the cathedral, Stephansdom. Tonight we are celebrating the Hayek Lifetime Achievement Award, given out annually by the Hayek Institute and the Austrian Economics Centre. Friedrich August von Hayek was, I believe, the thinker who provided the most cogent and plausible defence of Western civilisation in the twentieth century. The question he posed was: How can we accomplish so much when we, as individuals, know so little? His answer, in  brief, was: Because we can utilise the knowledge other people possess, and this we do through the price mechanism across places in the present, in the international free market, and through traditions and practices across times, generation by generation. Society is about the acquisition, transmission and utilisation of knowledge.

In his works, Hayek gives an account not only of individual reason, but also of collective reason, the accumulated cultural capital which we indeed call Western civilisation. Hayek’s theory of knowledge is not only a powerful research programme in the social sciences, but it also offers guidance to policy makers: their main task should be to remove hindrances to the free flow of information between people. For example, income distribution is not about a mother dividing up a cake between her children; it is rather an indispensable device providing us with information on how we can best use and develop our abilities and special talents for the benefit of ourselves and of others.

Previous winners of the Hayek Lifetime Achievement Award include Peruvian novelist Mario Vargas Llosa, the 2010 Nobel Laureate in Literature, Scottish historian Niall Ferguson, formerly at Oxford and Harvard and now at the Hoover Institution in California, prolific American economic historian Deirdre McCloskey, successful American entrepreneur Peter Thiel, and influential American economist Arthur Laffer, after whom the Laffer Curve is named. Last year I had the pleasure to give a speech here in Vienna in honour of Montenegran economist and educationalist Veselin Vukotic who won the award for his tireless efforts to improve the economic conditions of his small and beautiful country.

This year the Award goes to an old friend, Dr. Emilio Pacheco. He was born in March 1953 in Venezuela so he is only a month younger than me. In 1975, he graduated with a BA in Social Sciences from the Catholic University André Bello in his native country. Soon thereafter, he and his wife Isabel moved to England where in 1980 he completed an MA in intellectual history at the University of Sussex. After that, he came to Oxford where he studied politics at St. Anthony’s, and it was at Oxford that we became friends. I was there from 1981 to 1985. Emilio and Isabel stayed in Oxford until 1986 when Emilio graduated with a D.Phil. in Politics, and it was in Oxford that their older daughter Isabella spent her first years. They have a younger daughter, Iñez, and five grandchildren, Margot, Josefina, Agnes, Carmen and Oscar.

Emilio and I were both liberals in the classical sense, with me perhaps being more conservative than him. He was then as now a quiet, thoughtful scholar. We were both very interested in Hayek’s ideas. I had first met Hayek in 1980 when he came to Iceland and gave two lectures, and one of our teachers at Oxford, Dr. John Gray of Jesus College, shared our interest in Hayek and was himself working on a book on him. In the spring of 1983, Hayek visited us in Oxford, and we took him to a Chinese restaurant, Xian on Banbury Road. Over dinner, we had a long and fruitful discussion with him, not least about the two most prominent schools of free market economics, the Chicago School of Frank H. Knight, Milton Friedman, George J. Stigler, and Gary S. Becker, and the Austrian School to which Hayek himself belonged with Carl Menger, Eugen von Böhm-Bawerk, Ludwig von Mises and to some extent Joseph Schumpeter.

At the end of the dinner, we asked Hayek whether he would gave us permission to use his name because we wanted to found a Hayek Society at Oxford for regular discussions about liberal principles and problems. Hayek then said: “Of course I am delighted that young people are interested in my ideas. But if I am to give you permission to use my name, you have in return to make a promise to me, for your own good. Do not become Hayekians. I have noticed that the Marxists are much worse than Marx and that the Keynesians are much worse than Keynes. You have to maintain a critical distance from people. It is the ideas that matter. They are indeed much more powerful in the long run than special interests.”

We made the promise that Hayek wanted, although I am not sure that all of us were able to fulfil it. Speaking for myself, I am in agreement with Hayek on most things, except perhaps on nationalism. It left an indelible mark on Hayek that he had witnessed the collapse of the multi-national Danubian Empire of the Habsburgs which had been a vast free trade zone, sharing a sound and stable currency. He blamed its collapse on nationalism whereas I would argue for national sovereignty, but certainly in combination with free trade and an international competitive market. In other words, economic integration does not necessarily presuppose political integration.

In a sense, though, we followed Hayek’s advice because we sometimes invited critics of classical liberalism to speak at our biweekly meetings during terms. They included communist philosopher Gerry Cohen, always witty and sharp, market socialist David Miller, widely read and judicious, and social democrat Raymond Plant, who was interested in what Hegel and Hayek had in common. Most of our speakers were however broadly sympathetic to Hayek’s classical liberalism. Indeed, three of them published books on Hayek, Jeremy Shearmur (who had for a while been Karl Popper’s research assistant), Norman Barry and John Gray. After the meetings we took the speaker of the day out for dinner, usually at Michel’s Brasserie in Little Clarendon Street. This was often the most enjoyable and stimulating part of the event.

We kept in touch with Hayek, and in the spring of 1985 he told us that he would be in London one day and that we could meet. I wrote to Leonard Liggio who was in charge of the Hayek Fund which was supposed to encourage liberal scholarship, and he gave us a small grant which enabled us to invite Hayek to dinner at the Ritz in London. There were five of us at the dinner, Emilio, Chandran Kukathas, Stephen Macedo, Andrew Melnyk, and I. Our guest was in very good mood and told us a lot about his life and works.

For example, he told us that labels mattered. At a meeting with Pope John Paul II he had used the word ‘superstitions’ for certain ideas which might be useful, but neither analytically nor empirically true. When he noticed that the holy father was not very happy with his choice of words, he gently suggested that perhaps ‘symbolic truths’ would be more appropriate. Pope John Paul immediately agreed and seemed quite pleased. Although himself an agnostic, Hayek always thought that the liberal movement should regard the Christian churches as allies. He recalled that they had been almost the only centres of resistance to European totalitarianism in the period of what we could call ‘the thirty years war’ from 1914 to 1945. Hayek was not sympathetic to ‘liberation theology’, then much in vogue in Latin America. ‘Paradoxically, liberation can be the opposite of liberty. It can indeed destroy liberty. We should not liberate ourselves from our liberal heritage, for example, or the rule of law,’ Hayek said.

Hayek recalled that he had personally met four American presidents. The first one was Calvin Coolidge in 1923. Hayek was then in America as the research assistant of an economics professor, and when the American Economic Association held its general meeting in Washington DC, it was small enough that the President could invite all the participants to a reception in the White House. The second president Hayek met was Herbert Hoover but that was long after he had left office. During John F. Kennedy’s presidency he was once invited to the White House and again once by Ronald Reagan. ‘The interesting contrast between them,’ Hayek told us, ‘was that Kennedy was much less authentic than the professional actor Reagan. Kennedy pretended to have read several books of mine which of course he had not done, whereas Reagan told me that he had read one of my books, The Road to Serfdom, and that he had liked it a lot. Reagan had also been influenced by my old mentor Ludwig von Mises and by that brilliant journalist Frederic Bastiat.’

It was obvious that Hayek admired Margaret Thatcher who had become the Prime Minister of the United Kingdom in May 1979. She had been much influenced by Hayek. At the Ritz, Hayek told us that a few months after she took office she heard that he would be in London for a few days, and she therefore invited him to lunch at 10 Downing Street. She greeted him at the entrance with the words: ‘Professor Hayek, I know precisely what you are going to say. You are going to say that I have not done enough. And you are absolutely right.’ Hayek said that it had been difficult for him to be very critical of her after this greeting. He was however quite critical of her main opponents in the Conservative Party. He said that they were under an illusion created by John Stuart Mill: that there was a crucial difference between the production and distribution of wealth and the laws applying to one of these activities did not necessarily apply to the other one. Thus, they believed that income redistribution would not affect production much. In this they were wrong, since income distribution offered guidance to us on the channels in which we should direct our efforts.

Hayek also appreciated another famous English woman, Queen Elizabeth the Second. He had in 1984 been made Companion of Honour, and he received this award at an audience with the Queen at Buckingham Palace. ‘I had not thought much of the Queen one way or another before. But I was pleasantly surprised. She was very well-informed and quite impressive, She performed her duty impeccably,’ he told us. Later the same day his English friends gave a dinner for him at the Institute of Economic Affairs which had tirelessly been promoting his ideas for decades, and he said that this had been the happiest day of his life.

Although Hayek was a British citizen, he lived with his second wife in Freiburg in Germany. He told us that in his opinion the ablest German politicians at present were Otto von Lambsdorff from the Free Democrats and Franz Josef Strauss from the Bavarian Christian Social Union. The problem was however that they disliked each other and could not work together. They would have made a formidable team, Hayek said. Stephen Macedo asked him what he thought of the military junta in Chile and its policies. ‘We have to make a distinction between totalitarianism and authoritarianism,’ he replied. ‘The Chilean dictatorship is authoritarian and non-democratic, but it is not totalitarian. What is crucial, I think, is that such authoritarianism is reversible whereas totalitarianism is almost irreversible because it is in its nature to try and destroy all independent centres of thought and action, all that which we call civil society.’

Hayek drank Burgundy which he said was his favourite branch of wine. At the close of the dinner, a group of musicians who had been circulating around the dining room playing at various tables came to our table and asked us whether we had any special melody which we wanted them to play. ‘Play the City of my Dreams,’ one of us whispered to them. When they started playing, Hayek immediately recognised the tune, smiled broadly, and hummed the song in German. ‘Mein Herz und mein Sinn schwärmt stets nur für Wien …’ It is an intriguing fact that now, thirty-seven years later, we should be celebrating the Hayek award here in Vienna, with a wonderful view over the whole city, the city of dreams.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 25.12.2022 - 11:02 - Rita ummæli

Tjörvi Schiöth um landsdómsmálið

Þórarinn Hjartarson tók við mig hressilegt viðtal í hlaðvarpi sínu, og er helmingurinn aðgengilegur án endurgjalds, en hinn helmingurinn krefst áskriftar. Þar ber Þórarinn upp ýmis sjónarmið vinstri manna. Þegar hann vakti athygli á þessu á Facebook-vegg sínum, kom fram maður að nafni Tjörvi Schiöth og sagði:

Hver nennir að hlusta á HHG nema hörðustu hægrimenn og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins?

Ég svaraði:

Þetta á ekki að snúast um manninn, heldur um röksemdirnar, sem hann færir fram.

Tjörvi svaraði:

Það hafa allir heyrt þínar röksemdir margoft áður. Þú ert búinn að vera að halda þeim fram í hartnær 30 ár.

Þá svaraði ég:

Þessi bók er ekki um stjórnmálaskoðanir mínar, sem ég hef haldið fram í fimmtíu ár, ekki þrjátíu, heldur um landsdómsmálið, og þar bendi ég á ýmsar áður ókunnar staðreyndir og sjónarmið. Meðal annars held ég því fram, að lögmál réttarríkisins hafi verið brotin: In dubio, pars mitior est sequenda, um vafamál skal velja mildari kostinn (vafi hafi verið á túlkun stjórnarskrárákvæðis, sem Geir var talinn brjóta); Nullum crimen sine lege, enga sök án laga (lögum var beitt afturvirkt til að geta sakað Geir um vanrækslu); Ne bis in idem, ekki aftur hið sama (rannsóknarnefnd Alþingis hafði rannsakað sum ákæruatriðin og ákveðið að gera þau ekki að ásökunarefnum). Jafnframt leiði ég rök að því, að einn dómandinn í Hæstarétti hafi tvímælalaust verið vanhæfur af mörgum samverkandi ástæðum, en tveir aðrir líklega einnig vanhæfir. Þetta er ekkert, sem ég hef sagt í þrjátíu ár, ekki einu sinni í þrjú ár, heldur í fyrsta skipti í þessari bók.

Í Facebook-síðu sinni segist Tjörvi þessi stunda nám í hugmyndasögu í Háskóla Íslands. En hann virðist ekki hafa neinn áhuga á hugmyndum, heldur búa í einhverjum bergmálsklefa. Með því þrengir hann auðvitað eigin sjóndeildarhring. Um slíka menn orti Steinn Steinarr:

Þá brá ég við

og réði mann til mín

sem múraði upp í gluggann.

Það er greinilega múrað upp í alla glugga í bergmálsklefanum hjá Tjörva.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir