Föstudagur 28.02.2014 - 08:48 - FB ummæli ()

Ég fékk aðalhlutverkið

Mikilvægasta hlutverkið sem við fáum í lífinu er að vera við sjálf.

Vertu þú sjálf/ur, öll önnur hlutverk eru upptekin og stefndu að því að vera eins góð mannvera og þú getur í þínu aðalhlutverki. Að vera þú, jafn einstök og þú ert. Vertu svo góð/ur við samferðafólk þitt því það er það sem skilgreinir þig frekar en þau efnislegu gæði sem þér hefur áskotnast. Mundu svo að vera jafn góð manneskja við þig eins og þú ert við aðra og vera þinn besti lífsförunautur.

Ef þú gefur heilsunni tíma í dag þá gefur hún þér tíma á morgun.

Hverju vilt þú gefa tíma í dag? Hvað skiptir þig mestu máli? Fyrir mig er það heilsan, náttúran, fjölskyldan, vinirnir, og svo koma verkefnin sem fylla mig eldmóði og ánægju, starfið mitt og pólitísku hugsjónirnar 

Tíminn bíður ekki eftir neinum og hann er okkar dýrmætasta auðlind. Eins gott að fara vel með hvert augnablik og njóta þess því það kemur og fer eins og gestur sem kíkir í heimsókn eða labbar inn á kaffihús og skilur eftir sig minningu, jákvæða eða neikvæða. Það er að mestu undir þér komið hvað fer í bakpokann og stundum er gott að taka eitthvað upp úr honum og skilja eftir á leiðinni.

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður og hún liggur í hendi þér.

Góða ferð 🙂

Flokkar: Lífið og tilveran

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur