Laugardagur 08.08.2015 - 12:47 - FB ummæli ()

Ég er eins og ég er – uppskrift að hamingju!

Mynd fengin af fésbókarsíðu Páls Óskars Hjálmtýssonar

Til hamingju með daginn kæru vinir.

Í dag skulum við muna að við eigum öll bara þetta líf og ekkert er dýrmætara en fá að vera frjáls í því lífi og lifa því á þann hátt sem veitir hverju og einu okkar mesta hamingju. Hvert og eitt okkar á rétt á því. Við skulum líka muna að styðja hvert annað svo sem allra flestir geti notið hamingju.

Ég hvet stjórnvöld af þessu tilefni til þess að beina sjónum sínum að þeim atriðum sem enn er ábótavant varðandi réttindabaráttuna. Þar mætti t.d. nefna réttindi transfólks. Við eigum að vera framúrskarandi í allri réttindabaráttu og ryðja þannig brautina fyrir aðrar þjóðir!

Á sama tíma skulum við minnast þeirra og syrgja fyrir hönd þeirra sem hafa þjáðst fyrir það eitt að falla ekki í fjöldann og ekki hlotið það tækifæri að fá að lifa lífi sínu til fulls vegna fordóma, fáfræði og hreinnar mannvonsku.

Ég ætla að fagna fjölbreytileikanum í dag í göngunni og man alltaf hvað ég upplifði mikla gleði í fyrstu göngunni minni. Hef sjaldan upplifað jafn mikla og einlæga gleði og kærleika. Þannig gleði skapast þegar fólk fær að njóta sín til fulls og vera eins og það er.

Kannski er aðalhráefnið í hamingjunni einmitt það að fá að vera eins og maður er.

Áfram fjölbreytileikinn!

11866321_1136253689737512_1253145193653820722_n

Flokkar: Lífið og tilveran · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur