Nú hefur Lagastofnun Háskóla Íslands gefið út álitsgerð þar sem fullyrt er að Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi brotið lög þegar hann gaf rækjuveiðar frjálsar árið 2010. Það var að sjálfsögðu kostaður fræðimaður LÍÚ sem gerði álitsgerðina sem telur þéttskrifaðar heilar 25 blaðsíður. Í álitsgerðinni er hlaupið yfir að fjalla um dóm þar sem beinlínis er […]
Íslenskir fjölmiðlar með Morgunblaðið í broddi fylkingar hafa fjallað ítarlega og með mikilli meðaumkun um þá erfiðu daga sem íslenskar stórútgerðir ganga í gengum. Að mati forkólfa útgerðarmanna, þá hafa stjórnvöld búið atvinnugreininni svo harðneskjuleg skilyrði, að þeir hafa líkt stöðu sinni við aðstæður gyðinga á dögum þriðja ríkisins. Sömuleiðis eru dæmi um að þeir […]
Erfitt er að fá nokkurn botn í afstöðu LÍÚ og íslenskra stjórnvalda í viðræðum við Evrópusambandið og Norðmenn. Nú er lausn deilunnar sögð stranda á því að Norðmenn vilji veiða meira en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins segir til um. Ef allt væri með felldu þá ættu íslensk stjórnvöld að taka tillögum sem geta aukið gjaldeyristekjur þjóðarinnar fagnandi. […]
Ríkisstjórninni með sjálfan Framsóknarflokkinn í fararbroddi virðist ekki liggja neitt á að framfylgja kosningaloforðum sínum um að aflétta umsátursástandi um heimilin og koma hjólum atvinnulífsins af stað. Ekkert frumvarp hefur séð dagsins ljós um aðgerðir í þágu heimilanna, þó svo mánuður sé liðinn af árinu 2014. Nú er nýhafin kjördæmavika og því litlar líkur á […]
Ég á orðið æ erfiðara með að skilja pólitískan leiðtoga þjóðarinnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Á honum er að heyra að nánast væri blæbrigðamunur á afstöðu Vilhjálms Bigissonar sem vill afnema verðtrygginguna strax og meirihluta nefndarinnar sem hann sat í og fékk það hlutverk að útfæra leiðir til þess að afnema verðtrygginguna. Nefndin komst sem frægt er […]
Nú hefur starfshópur ríkisstjórnarinnar sýnt á spilin í stærsta hagsmunamáli íslenskra heimila þ.e. afnámi verðtryggingarinnar . Satt best að segja þá bjóst ég við að niðurstaðan yrði eitthvað í þá veru að stefnt yrði að því að minnka vægi verðtryggingarinnar smám saman m.a. með því að koma í veg fyrir að ný verðtryggð lán yrðu […]
Á sveitarstjórnarfundi í dag lagði ég fram eftirfarandi ályktun sem felur í sér að skoða Norsku leiðina þ.e. aukið frelsi fyrir smábáta. Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að kynna sér forsendur þess að Norðmenn gáfu veiðar smábáta frjálsar um síðustu áramót með þeim hætti að allir bátar sem hafa veiðileyfi og eru undir 11 […]
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kenna sig við að vera hægrimenn og vilja í orði kveðnu nýta markaðslausnir þegar vel liggur á þeim. Markaðslausnir fela í sér að verð á vöru og þjónustu ræðst af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði. Óneitanlega er það skringilegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og sömuleiðis Samtökum Atvinnulífsins fagna sérstöku átaki undir […]
Nú berast fréttir af því að ágætur bæjarstjóri í Hafnarfirði vilji að Hafnarfjarðarbær hafi milligöngu um kaup á togaranum Þór og aflaheimildum til þess að tryggja um 40 störf í sveitarfélaginu. Ekki er ólíklegt að kaupverðið verði vel á annan tug milljarða króna og að hvert starf kosti því um 400 milljónir króna. Væri ekki […]
það má vel fullyrða að Skagafjörður geti talist vagga Framsóknarflokksins og jafnvel sömuleiðis vagga verðtryggingarinnar en lög um verðtryggingu fjárskuldbindinga eru gjarnan kennd við Fljótamanninn Ólaf Jóhannesson og því nefnd Ólafslög. Í morgun var borin upp sú tillaga af forystumönnum Framsóknarflokksins í byggðaráði Skagafjarðar að halda áfram að binda verðhækkanir á leigu á íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, […]